KiwiSDR vitæki TF3GZ á Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz) varð QRV á ný í gær (30. september). Viðtækið hafði verið úti í um vikutíma þar sem rafmagnið hafði slegið út. Þakkir til Rögnvaldar Helgasonar sem er búsettur þar á staðnum sem gangsetti tækið.

Vefslóðir á KiwiSDR viðtækin þrjú sem í dag eru virk yfir netið:

Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com

Bláfjöll: http://bla.utvarp.com:8080/

Airspy R2 SDR viðtæki TF3CZ yfir netið (24-1800 MHz) sem staðsett er í Perlunni í Reykjavík var tekið niður vegna viðhalds í gær (30. september). Karl Georg áætlar að það verði aftur orðið virkt snemma í næstu viku.

Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com/?fbclid=IwAR268BADYCqimpAbozFMfFi31mw3g4wjOGpV6Kpd6NThnd2VMKho1YRXLSE#freq=144800000,mod=nfm,secondary_mod=packet,sql=-150

Raufarhöfn 30.9. Myndin sýnir fæðingu T-loftnetsins fyrir KiwiSDR viðtækið. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Reykjavík 30.9. Myndin sýnir (efst til hægri) loftnetið fyrir Airspy R2 SDR viðtækið á Perlunni í Öskjuhlíð. Ljósmynd: Karl Georg TF3CZ.

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi 28. september að fresta auglýstu námskeiði til amatörleyfis, sem átti að hefjast 4. október n.k. og ljúka með prófi Fjarskiptastofu 11. desember. Ástæðan er lítil þátttaka, en aðeins þrír skráðu sig og greiddu námskeiðsgjald. Þeir fá nú endurgreitt.

Næsta námskeið verður í boði í febrúar til maí 2022. Athugað verður með að bjóða samtímis, staðarnámskeið í Háskólanum í Reykjavík og fjarnámskeið yfir netið.

Komi í ljós áhugi fyrir að sitja próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, mun félagið taka það mál upp við Fjarskiptastofu að efnt verði til prófs til amatörleyfis 11. desember n.k.

Stjórn ÍRA.

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en 30. september n.k.

Nýja blaðið kemur út sunnudaginn 17. október n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

Fyrirfram þakkir og 73,

TF3SB, ritstjóri CQ TF.

76. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 2.-3. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 2. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 3. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.

QSO punktar fyrir sambönd við stöðvar í Eyjaálfu (e. Oceania) eru: 160m=20; 80m=10, 40m=5, 20m=1, 15m= 1 og 10m=3. Sambönd við stöðvar utan álfunnar gefa ekki punkta. Margfaldarar reiknast fyrir fyrsta samband á hverju bandi við hvert forskeyti kallmerkja í Eyjaálfu. Önnur sambönd gefa ekki margfaldara.

Morshluti keppninnar fer fram viku síðar, helgina 9.-10. október. Vefslóð á keppnisreglur: https://www.oceaniadxcontest.com/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Sýnishorn af viðurkenningu er fengið að láni frá ZM4G sem sigraði í einmenningskeppni í morsi yfir Eyjaálfu á 40 metrum árið 2013.
Forskeytin í Eyjaálfu eru sýnd með bláum títuprjónshausum á hnattlíkaninu.

.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofan á 2. hæð verða opin.

QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins alla miðvikudaga þannig að nýjustu kortasendingarnar hafa verið færð í hús og flokkaðar.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Nýjustu tímaritin frá 10 stærstu landsfélögum radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
DXCC viðurkenningarskjal Einars Pálssonar TF3EA frá 8. mars 1949 hefur nú verið sett í vandaðan tréramma og fest á vegg í fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð. Skjalið er fyrir ofan tilkynningatöfluna. Ljósmyndir: TF3JB.

Scandinavian Activity keppnin (SAC) – CW hluti – fór fram helgina 18.-19. September s.l.

Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.

Frestur til að skila keppnisgögnum rann út á miðnætti á föstudag. Gögnum var skilað til keppstjórnar SAC fyrir eftirtalin kallmerki:

TF3EO í einmenningsflokki, lágafl, öll bönd.
TF3VS í einmenningsflokki, lágafl, öll bönd.
TF3W (op. TF3DC) í einmenningsflokki, háafl, 20 metrar.

Stjórn ÍRA.

Óskar Sverrisson TF3DC virkjaði félagsstöðina TF3W í SAC keppninni á morsi 18.-19. september. Ljósmynd: TF3JB.

Ánægjulegt félagskvöld. Góð mæting. Fjörugar umræður og menn hressir.

Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 færði í hús stóra rjómatertu frá Reyni bakara í Kópavogi sem stundum er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Sagðist hann vilja deila henni með félögunum því hann ætti 71 árs afmæli þennan fimmtudag. Menn létu ekki segja sér það tvisvar,  og var sungið fyrir Baldvin: „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Baldi…“. Að því búnu var tertunni skipt á milli manna og líkaði hún vel.

Annars voru fjörugar umræður yfir kaffi og tertu um áhugamálið á báðum hæðum. Alls mættu 17 félagar + 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Hamingjuóskir til afmælisbarnsins frá stjórn ÍRA.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Mathías Hagvaag (með bak í myndavél), Þórður Adolfsson TF3DT, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Baldvin Þórarinsson TF3-033 (afmælisbarn), Sigmundur Karlsson TF3VE, Jón E. Guðmunds-son TF8KW og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM. Ljósmynd: TF3GZ.
Í stóra sófasettinu: Frá vinstri: Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Bernhard M. Svavarsson TF3BS (standandi), Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: TF3GZ.

Úrslit í fjarskiptaviðburðum félagsins á árinu 2021 liggja nú fyrir:

PÁSKALEIKAR ÍRA 2.-4. APRÍL 2021.

1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.
2. sæti. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
3. sæti. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 9.-11. JÚLÍ 2021.

1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.
2. sæti. Magnús Ragnarsson, TF1MT.
3. sæti. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 31. JÚLÍ-2. ÁGÚST 2021.

1. sæti. Verðlaunaplatti. Andrés Þórarinsson, TF1AM.
2. sæti. Viðurkenningarskjal. Einar Kjartansson, TF3EK.
3. sæti. Viðurkenningarskjal. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
4. sæti. Viðurkenningarskjal. Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA.
5. sæti. Viðurkenningarskjal. Eiður K. Magnússon, TF1EM.

Nánari upplýsingar verða birtar í 4. tbl. CQ TF sem kemur út 17. október n.k.

Afhending verðlauna og viðurkenninga fer fram í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Dagsetning verður tilkynnt síðar.

Stjórn ÍRA.

.

Á myndinni má sjá verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur í fjarskiptakeppnum ÍRA í fyrra (2020).

Viðurkenningarskjöl fyrir 1.-5. sætið í TF útileikunum (rauðbrúnir rammar). Viðurkenningarskjöl fyrir bestu ljósmyndina sem tekin var í VHF/UHF leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Fésbókinni í VHF/UHF leikunum (svartir rammar). Verðlaunagripir fyrir 1.-3. sæti í VHF/UHF leikunum (aftast). Þar fyrir framan eru verðlaunagripir fyrir 1.-3. sætin í Páskaleikunum. Fremst eru verðlaun fyrir nýtt Íslandsmet í vegalengd fjarskiptasambands á 1.2 GHz í VHF/UHF leikunum. Á milli þeirra er ágrafinn veggplatti á viðargrunni sem veittur er fyrir 1. sætið í TF útileikunum. Ljósmynd: TF3JB.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 16.-22. september 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí, júní og ágúst á þessu ári.

Alls fengu 13 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og RTTY á 15, 17, 20, 30, 40, 60 og 80 metrum.

Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund/-ir útgeislunar og band/bönd:

TF1EIN                FT8 á 20 metrum.

TF1OL/P             FT4, FT8 á 15 og 20 metrum.

TF2CT                  FT8 á 20 og 60 metrum.

TF2MSN              FT4, FT8, SSB, RTTY á 17 og 20 metrum.

TF3DC                  FT4 á 20 metrum.

TF3EO                  CW á 20, 30 og 40 metrum.

TF3MH                 FT8 á 15 og 17 metrum.

TF3OM                CW á 80 metrum.

TF3T                     SSB á 20 metrum.

TF3VG                  FT8 á 30 metrum.

TF3VS                   FT8 á 15 og 30 metrum.

TF3W                   CW á 20 metrum.

TF5B                     FT8 á 17, 30 og 40 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af glæsilegri fjarskiptaaðstöðu Ægis Þórs Ólafssonar TF2CT í Stykkishólmi. Ljósmynd: TF2CT.

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember.

Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet.

Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.

Skráning stendur til 30. september og fer fram á „ira hjá ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Námskeiðsgjald er 22.000 krónur. Reikningur: 0116-26-7783 og kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira[hjá]ira.is eða á umsjónarmann, Jón Björnsson, TF3PW á póstfangið nonni.bjorns[hjá]gmail.com

Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/348-2004

Stjórn ÍRA.

Hverjir gerast radíóamatörar?

Svarið er einfalt, fólk allsstaðar að úr þjóðfélaginu. Radíóamatörar eru á öllum aldri, af báðum kynjum og það eru engar kröfur gerðar um menntun; einvörðungu þarf að standast próf til amatörleyfis. Þeir sem gangast undir próf hjá stjórnvöldum yngri en 15 ára þurfa þó að leggja fram leyfi forráðamanns.

Allir eru jafnir í fjarskiptum og er kallmerkið einkenni hvers leyfishafa. Engir tveir radíóamatörar í heiminum hafa sama kallmerki og er því hvert kallmerki einstakt. Íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU.

Mynd af félagsstöðinni TF3IRA sem er staðsett í félagsaðstöðu Íslenskra radíóamatöra í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Innkomin QSL kort hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna.

Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Nýjustu tímaritin frá stærstu landsfélögum radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
Mikið hefur gegið út af smærra radíódóti undanfarið, en aðeins er tekið að bætast við á ný. Ljósmyndir: TF3jB.

KiwiSDR viðtækið yfir netið í Bláfjöllum hefur verið úti í nokkra daga vegna bilunar. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A lagði á fjallið og sótti viðtækið í fyrradag og er það nú til viðgerðar.

Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt aftur í Bláfjöllum og sérstaklega eftir 20. ágúst s.l., þegar gerðar voru ráðstafanir sem virkuðu vegna truflana og hefur 80 metra bandið t.d. verið tandurhreint síðan.

Ari segir að unnið verði að því að koma tækinu í lag hið fyrsta. Bláfjöll, vefslóð:  http://bla.utvarp.com:8080/

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn.

Bjargtangar, vefslóð: http://bjarg.utvarp.com

Raufarhöfn, vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com

.

NÝJAR FRÉTTIR: TÆKIÐ ER KOMIÐ Í LAG 21.9. KL. 09:00.

Myndin er af KiwiSDR viðtækinu, en samskonar tæki eru notuð í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn.