Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst í október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu í desember.

Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað.

Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.

Til skoðunar er að bjóða próf samtímis á þremur stöðum á landinu, í Hafnarfirði, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Nánari upplýsingar verða kynntar hér í næstu viku.

Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/samgonguraduneyti/nr/3732

Mynd úr prófi til amatörleyfis í félagsaðstöðu ÍRA í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 28. ágúst til 5. september 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí og júní á þessu ári.

Alls fengu 11 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og RTTY á 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrum.

Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund/-ir útgeislunar og band/bönd:

  • TF1EIN                FT8 á 60 metrum.
  • TF1OL/P              FT4, FT8 á 20 metrum.
  • TF2MSN              FT4 á 20 metrum.
  • TF3AO                 RTTY á 20 metrum.
  • TF3JB                   FT8 á 30 metrum.
  • TF3MH                FT8 á 17 metrum.
  • TF3PPN               FT4, FT8 á 17 og 20 metrum
  • TF3VG                 FT8 á 60 metrum.
  • TF3VS                  FT8 á 17, 30 og 40 metrum.
  • TF5B                    FT8 á 15 og 17 metrum.
  • TF6JZ                   CW og SSB á 20 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Jóhannes Zoëga TF6JZ var virkur á tímabilinu á morsi og tali. Myndin er af fjarskiptaaðstöðu hans á Neskaupsstað. Ljósmynd: TF6JZ.

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn verður haldinn helgina 11.-12. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.

Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega.

Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku,  Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir.

WAE er haldin á vegum landsfélags radíóamatöra í Þýskalandi.

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.darc.de/der-club/referate/referat-conteste/worked-all-europe-dx-contest/en/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september. Sérstakur gestur okkar var Peter Ens, HB9RYV, sem er búsettur í Sursee skammt frá Lucerne í Sviss.

Hann er staddur hér á landi um þessar mundir og mætti í félagsaðstöðuna ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y. Peter er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910.

Í ár (2021) var hann þegar búinn að virkja Eldfell, Dalsfjall og Heimaklett í Vestmannaeyjum. Í fyrra (2020) virkjaði hann m.a. Drangshlíðarfjall, Sandkúlur, Heiðarfjall, Fagradalsfjöll, Sönghofsfjall og Stafdalsfell. Árið 2017 virkjaði hann m.a. Stafdalsfell, Pétursey, Hatta, Búrfell (í Mýrdal), Skálafell, Kirkjufell (í Eyrarsveit) og Heklu.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL færði okkur 3 staka Yagi loftnet fyrir 2 metra bandið sem verður í boði til félagsmanna frá næsta opnunarkvöldi. Alls mættu 14 félagar+1 gestur þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Skeljanesi 2. september. Peter Ens HB9RYV og Kristján Bendiktsson TF3KB ræða málin með kaffibolla í hendi. Ljósmynd: TF3Y.

Ólafur Örn Ólafsson TF1OL færði í hús 2. september þetta 3 staka Yagi loftnet fyrir 2 metra bandið. Ljósmynd: TF3JB.

62. All Asian DX keppnin – SSB hluti, verður haldin helgina 4.-5. september.

Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RS+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 39 ára eru skilaboðin: 5939 o.s.frv.

Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva sem haft er sambönd við á meginlandi Asíu (alls 44 einingar; sami listi og er notaður í CQ WPX keppnum).

Sjá keppnisreglur á þessari vefslóð: https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2021AA_rule.htm

JARL, landsfélag radíóamatöra í Japan stendur fyrir keppninni.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Sýnishornið af viðurkenningu í keppninni er fengið að láni frá SX2IMA.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL kort eru tekin að berast aftur og hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Leitað var til ráðgefandi opinberra aðila í tilefni nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldurs. Niðurstaða er að okkur er heimilt að bjóða upp á kaffiveitingar, enda sé búnaður til að sótthreinsa hendur áður en áhöld eru notuð. Gæta beri að 1 metra nálægðarreglu og góðri loftræstingu. Fram kom ennfremur, að jákvætt er talið að nota andlitsgrímur.

Kaffi og meðlæti verða í boði í félagsasðtöðunni fimmtudaginn 2. september.
Úr félagsstarfinu. Elín Sigurðardóttir TF2EQ virkjar kallmerkið TF3YOTA um gervihnattastöð félagsins í desember s.l. Myndir: TF3JB.

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 26. ágúst. Mannskapur á báðum hæðum, góður andi og létt yfir mönnum.

Mikið var rætt um skilyrðin, loftnet, fjarskiptatæki (og búnað), fæðilínur, truflanir á 80 metra bandinu og fleira. Kaffi og meðlæti gekk vel út.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri var búinn að flokka nýjar kortasendingar í hólfin. Mikill áhugi á radíódóti sem komið hefur í hús að undanförnu.

Alls mættu 26 félagar + 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta síðsumarskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Óskar Sverrisson TF3DC, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Slegið á létta strengi. Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Kristján Benediktsson TF3KB og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Frá vinstri: Valgeir Pétursson TF3VP, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.
Frá vinstri: Óskar Sverrisson TF3DC, Kristján Benediktsson TF3KB, Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél), Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Sigurður Kolbeinsson TF8TN og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Erling Guðnason TF3E. Ljósmyndir: TF3JB.

Sigurður Harðarson, TF3WS kom við í Skeljanesi í gær, 24. ágúst.

Siggi færði okkur að þessu sinni spenna/spennugjafa af ýmsum gerðum ásamt fleiru vönduðu dóti. Sumt er merkt Landsímanum (m.a. með spennum frá Jóa og fl.).

Allt saman kjörið efni til nota í heimasmíðar og verður til afhendingar til félagsmanna frá og með næstu fimmtudagsopnun, 26. ágúst.

Bestu þakkir til Sigga fyrir að hugsa til okkar.

Stjórn ÍRA.

.

.

Sigurður Harðarson TF3WS flytur radíódótið í hús í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Karl Georg Karlsson, TF3CZ tengdi í dag (24. ágúst) nýtt viðtæki yfir netið fyrir 24-1800 MHz. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190.

Karl Georg tók eftirfarandi fram á FB í dag: Víðtækið er ekki bara fyrir 2m 😃  Það getur bara verið á einu bandi í einu. Þannig að ef að einn notandi skiptir, færast aðrir sem eru tengdir líka á milli banda. (Samt er hægt að hlusta á sitthvora tíðnina innan sama bands). Viðtækið stillir sig sjálfvirkt inn á APRS QRG 144.800 MHz, samanber APRS vefsíðuna: http://SDR.ekkert.org/map

Vefslóð á viðtækið: http://perlan.utvarp.com/?fbclid=IwAR268BADYCqimpAbozFMfFi31mw3g4wjOGpV6Kpd6NThnd2VMKho1YRXLSE#freq=144800000,mod=nfm,secondary_mod=packet,sql=-150

Þakkir til Karls Georgs fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Viðtækið var sett upp í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík. Ljósmynd: TF3CZ.
Myndin sýnir staðsetninu Diamond D-190 loftnetsins á þaki Perlunnar. Ljósmynd: TF3CZ.

Rúm vika er síðan men urðu varir við að á ný var búið að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni við Skeljanes. Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 var óhress með þennan verknað enda síðast í byrjun júní s.l. sem hann málaði yfir samskonar „listverknað“.

Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss, en í dag, 24. ágúst mættu menn í Skeljanes og var rennt yfir bárujárnsveginn með málningarkústi. Aðkoman að húsinu er nú allt önnur, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Þakkir til Flügger lita sem útvegaði málninguna.

Þakkir til Baldvins, TF3-Ø33 fyrir dugnað og góða aðstoð.

Stjórn ÍRA.

Svona var aðkoman áður en Baldvin hófst handa.
Baldi var ánægður með málninguna og sagðist bjartsýnn á að nú fengið þetta að vera í friði.
Verkefninu lokið. Allt önnur aðkoma að húsinu. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 26. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.

Tillaga að umræðuþema: Lárétt loftnet eða lóðrétt?

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL kort eru tekin að berast aftur og hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Leitað var til ráðgefandi opinberra aðila í tilefni framlengdrar reglugerðar um samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldurs. Niðurstaða er að okkur er heimilt að bjóða upp á kaffiveitingar, enda sé búnaður til að sótthreinsa hendur áður en áhöld eru notuð. Gæta beri að 1 metra nálægðarreglu og góðri loftræstingu. Fram kom ennfremur, að jákvætt er talið að nota andlitsgrímur.

Nýjustu tímait radíóamatörfélaganna liggja frammi á fimmtudagskvöldum.

Úr félagsstafinu. Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmyndir: TF3JB.

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir þessa helgi, 21.-22. ágúst.

Svanur Hjálmarsson, TF3AB virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni. Andrés Þórarinsson, TF3AM heimasótti hann í kaffi í gær (21. ágúst) og fylgir frásögn hans sem hann birti á FB hér á eftir.

“Vitahelgin er um þessa helgi. Svanur, TF3AB var mættur við Knarrarósvita með sitt hjólhýsi og fortjald og hafði sett upp þessa fínu stöð. Tækin eru öll í færanlegum og sterkbyggðum skáp og þarf einungis að tengja 230V og loftnet við og þá er allt tilbúið.  Úti var vertikall með SGC 230 „autótjúner“ svo og dípóll á priki.  Á myndinni situr Svanur við tækin og unir sér hið besta. 

Aðrir gestir á þessum tíma voru Þór, TF1GW svo og Benedikt, TF3T sem skaust sem snöggvast frá sinni fínu stöð í Mýri.  Þetta var góður  hópur.  Ekki má láta hjá líða að nefna þetta fína spjall, svo og kaffi „und alles“; já og skonsur sem Þór kom með og hafði sjálfur og í eigin persónu útbúið fyllinguna sem var ekkert venjuleg. Ég þakka góðar móttökur”.

Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF3AM fyrir þessa skemmtilegu frásögn ásamt ljósmynd.

Stjórn ÍRA.

Svanur Hjálmsson TF3AB virkjaði Knarrarósvita í Alþjóðlegu vita- og vitaskipahelginni. Hér er hann við tækin sem hann setti upp í fortjaldi við hjólhýsi sitt við vitann. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF3AM.