,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 2. SEPTEMBER

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september. Sérstakur gestur okkar var Peter Ens, HB9RYV, sem er búsettur í Sursee skammt frá Lucerne í Sviss.

Hann er staddur hér á landi um þessar mundir og mætti í félagsaðstöðuna ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y. Peter er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910.

Í ár (2021) var hann þegar búinn að virkja Eldfell, Dalsfjall og Heimaklett í Vestmannaeyjum. Í fyrra (2020) virkjaði hann m.a. Drangshlíðarfjall, Sandkúlur, Heiðarfjall, Fagradalsfjöll, Sönghofsfjall og Stafdalsfell. Árið 2017 virkjaði hann m.a. Stafdalsfell, Pétursey, Hatta, Búrfell (í Mýrdal), Skálafell, Kirkjufell (í Eyrarsveit) og Heklu.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL færði okkur 3 staka Yagi loftnet fyrir 2 metra bandið sem verður í boði til félagsmanna frá næsta opnunarkvöldi. Alls mættu 14 félagar+1 gestur þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Skeljanesi 2. september. Peter Ens HB9RYV og Kristján Bendiktsson TF3KB ræða málin með kaffibolla í hendi. Ljósmynd: TF3Y.

Ólafur Örn Ólafsson TF1OL færði í hús 2. september þetta 3 staka Yagi loftnet fyrir 2 metra bandið. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 6 =