Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 2. júní kl. 20-22.

Þátttakendur á námskeiði félagsins sem lauk nýverði með prófi Fjarskiptastofu eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Veglegar kaffiveitingar.

Töluvert hefur borist af radíódóti síðan opið var síðast.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal á 2. hæð.
Radíódót í ganginum niðri í Skeljanesi. Lengst til vinstri eru rafhlöðustaukar sem hver inniheldur 10 stk. 12VDC 9A sýrulausar rafhlöður. Búnaðurinn er nánast ónotaður og í fullkomnu lagi. Rafhlöðurnar eru framleiddar af Schneider Electric í Bandaríkjunum. Þær eru af Galaxy gerð, VM Battery Unit, Model OG-GVMBTU.
Hér er rafhlöðustaukurinn sýndur opinn, en aðeins eru tvær skrúfur sem þarf að losa til að renna hlífinni út. Hver rafhlaða er 12VDC 9A. Ljósmyndir: TF3JB.

Nýtt veggjakrot er komið á langa bárujárnsvegginn við húsið í Skeljanesi.

Um tveir mánuðir eru liðnir frá því málað var yfir “listaverk” af þessu tagi síðast.

Málað verður yfir ófögnuðinn við fyrsta tækifæri.

Stjórn ÍRA.

Töluvert af radíódóti hefur borist til ÍRA undanfarið. Um er að ræða hluti frá þeim Sigurði Harðarsyni TF3WS, Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG og Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.

Félagsmenn geta nálgast dótið frá og með næsta opnunarkvöldi félagsaðstöðunnar í Skeljanesi, fimmtudaginn 2. júní n.k.

Bestu þakkir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu margskonar radíódót 23. maí. Meðal annars aflgjafa frá Landsíma Íslands, Motorola Micom 100 SSB HF bílstöðvar (125W á 1.6-30 MHz), Motorola UHF bílstöðvar, VHF bílstöðvar af ýmsum gerðum, með/án hljóðnema og Pye móðurstöð með innbyggðum aflgjafa. Bestu þakkir til Sigurðar fyrir hugulsemina.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði félaginu radíódót og símtæki 19. maí. Bestu þakkir til Hans Konrads fyrir hugulsemina.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A útvegaði félaginu að gjöf 13 stauka sem hver inniheldur 10 stk. 12VDC 9A sýrulausar rafhlöður 25. maí. Búnaðurinn er nánast ónotaður og í fullkomnu lagi. Rafhlöðurnar eru framleiddar af Schneider Electric í Bandaríkjunum. Þær eru af Galaxy gerð, VM Battery Unit, Model OG-GVMBTU.
Georg Kulp, TF3GZ gerði ferð til Keflavíkur að sækja staukana, en hver þeirra er um 30 kg að þyngd. Affermt var í Skeljanesi síðdegis 25. maí; samanber meðfylgjandi ljósmynd. Bestu þakkir til Ara fyrir hugulsemina og til Georgs fyrir að sækja rafhlöðustaukana. Ljósmyndir: TF3JB.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 21. maí s.l. á þremur stöðum á landinu. Eftirtaldir nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum:

Fannar Freyr Jónsson, TF3FA (Reykjavík).
Grímur Snæland Sigurðsson, TF3GSS (Mosfellsbær).
Guðmundur Veturliði Einarsson, TF3VL (Reykjavík).
Júlía Guðmundsdóttir, TF3JG (Reykjavík).
Kristján Gunnarsson, TF9ZG (Sauðárkróki).
Ómar Örn Sæmundsson, TF1OS (Reykjavík).
Sævar Örn Eiríksson, TF1SAB (Þorlákshöfn).

Innilegar hamingjuóskir og velkomin í loftið!

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækið yfir netið sem er staðsett á Raufarhöfn varð QRV á ný í dag (25. maí). Viðtækið hafði verið úti í nokkra daga því skipta þurfti um netbúnað vegna bilunar.

Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz). Vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com/

Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A, Georgs Kulp TF3GZ og Rögnvaldar Helgasonar TF3-Ø55 fyrir að leiða verkefnið í höfn.

Stjórn ÍRA.

Á myndinni má sjá turnana sem halda uppi lóðrétta T-loftnetinu sem er tengt við KiwiSDR viðtækið og er staðsett í skúrnum hægra megin við bifreiðina. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík, á Sauðárkróki og á Raufarhöfn laugardaginn 21. maí.

Alls þreyttu tólf prófið. Í raffræði og radíótækni náðu 11 fullnægjandi árangri, 9 til G-leyfis og 2 til N-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náðu allir 12 þátttakendur fullnægjandi árangri, þar af 10 til G-leyfis og 2 til N-leyfis.

Antonia Sabrina Stevens, 200 Kópavogur (G-leyfi).
Ágúst Sigurjónsson, 221 Hafnarfjörður (G-leyfi).
Björn Ingi Jónsson, 860 Hvolsvöllur (G-leyfi).
Fannar Freyr Jónsson, 105 Reykjavík (G-leyfi).
Grímur Snæland Sigurðsson, 270 Mosfellsbær (N-leyfi).
Guðmundur V. Einarsson, 111 Reykjavík (G-leyfi).
Júlía Guðmundsdóttir, 102 Reykjavík (G-leyfi).
Jón Páll Fortune, 105 Reykjavík (G-leyfi).
Kristján Gunnarsson, 550 Sauðárkrókur (G-leyfi).
Ómar Örn Sæmundsson, 111 Reykjavík (G-leyfi).
Sævar Örn Eiríksson, 815 Þorlákshöfn (N-leyfi).

Viðkomandi eru þessa dagana að senda umsóknir til Fjarskiptastofu um kallmerki. Upplýsingar um úthlutuð kallmerki verða birtar fljótlega.

Innilegar hamingjuóskir og velkomin í loftið!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 26. maí sem er uppstigningadagur.

Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 2. júní n.k. kl. 20-22.

Stjórn ÍRA.

CQ World Wide WPX keppnin – morshluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni helgina 28.-29. mars sem fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Markmiðið er að hafa sambönd á keppnistímanum við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig en 6 stig á 7, 3.5 og 1.8 MHz. Hvert forskeyti telst til margfaldara einu sinni – burtséð frá böndum.

Sjö TF kallmerki sendu inn keppnisgögn í fyrra (2021).

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.cqwpx.com/rules.htm

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Kort EI8IC sýnir svæðaskiptingu heimsins í 40 CQ svæði.

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis fór fram í Reykjavík, Sauðárkróki og Raufarhöfn laugardaginn 21. maí.

Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd í Reykjavík að viðstöddum fulltrúa Fjarskiptastofu, en Sigurður Sigurðsson, TF9SSB og Olga Friðriksdóttir önnuðust framkvæmd á Sauðárkróki og á Raufarhöfn. Prófað var í Raffræði og radíótækni og Reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis og lauk með prófsýningu kl. 15. Bæði prófin voru skrifleg.

Alls þreyttu 12 prófið. Í raffræði og radíótækni náðu 11 fullnægjandi árangri, 9 til G-leyfis og 2 til N-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náðu allir 12 þátttakendur fullnægjandi árangri, þar af 10 til G-leyfis og 2 til N-leyfis. Nánar verður skýrt frá niðurstöðum á heimasíðu ÍRA strax og þær berast frá FST í byrjun næstu viku.

Fulltrúar prófnefndar í Háskólanum í Reykjavík: Kristinn Andersen, TF3KX formaður, Einar Kjartansson TF3EK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Fulltrúi Fjarskiptastofu: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar: Jón Björnsson, TF3PW umsjónarmaður námskeiða ÍRA og Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA.

Stjórn ÍRA færir Jóni Björnssyni, TF3PW umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Kristinn Andersen, TF3KX formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, sérfræðingi hjá Fjarskiptastofu þökkuð fagleg aðkoma að verkefninu.

Síðast, en ekki síst, innilegar hamingjuóskir til nýrra leyfishafa.

Stjórn ÍRA.

Þátttakendur í prófi FST til amatörleyfis kl. 10 í morgun, laugardag í Háskólanum í Reykjavík þegar prófgögnum var dreift.
Kristinn Andersen TF3KX annaðist prófsýningu sem hófst kl. 15:00.
Þeir sem báru hitann og þungann af verkefninu. Frá vinstri: Kristinn Andersen TF3KX formaður Prófnefndar ÍRA, Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða ÍRA, Einar Kjartansson TF3EK prófnefnd ÍRA, Bjarni Sigurðsson fulltrúi Fjarskiptastofu og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS ritari prófnefndar. Ljósmynd 1: TF3PW, myndir 2 og 3: TF3JB.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og Grunnskóla Raufarhafnar á Raufarhöfn, laugardaginn 21. maí samkvæmt eftirfarandi:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.
14:30 – Prófsýning.

Alls hafa 14 þátttakendur (af nítján skráðum) staðfest þátttöku í prófi FST sem hvorutveggja er í boði á íslensku og ensku.

Bestu óskir um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. maí.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur félagsins var Helgi Jóhannesson, rafeindavirki á Akureyri. Hann á m.a. eitthvert stærsta safn útvarpsviðtækja hér á landi.

Mikið var rætt um heimasmíðar, tækin, skilyrðin, loftnet og búnað, m.a. RF magnara. Einnig rætt um CQ WW WPX keppnina á morsi sem nálgast, verður 28.-29. maí n.k.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 20 félagar og 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Helgi Jóhannesson. Fjær, í fjarskiptaherbergi TF3IRA, Þórður Adolfsson TF3DT.
Georg Kulp TF3GZ og Helgi Jóhannesson.
Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Fjær: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EIM, Lárus Baldursson TF3LB og Georg Magnússon TF2LL.
Benedikt Sveinsson TF3T, Þórður Adolfsson TF3DT og Guðmundur Sigurðsson TF3GS. Ljósmyndir: TF3JB.

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og í Grunnskóla Raufarhafnar á Raufarhöfn, laugardaginn 21. maí. Prófið hefst kl. 10 árdegis og er í boði á íslensku og ensku.

Prófið er opið öllum og því ekki nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira(hjá)ira.is  Aðrir en þeir sem hafa setið yfirstandandi námskeið félagsins eru beðnir um að skrá sig hjá ÍRA í tölvupósti ekki síðar en í dag, 18. maí.

Eftirfarandi úrræði (annað eða hvoru tveggja) eru í boði ef um þau er beðið ekki síðar en í dag, 18. maí: (a) Litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur og (b) stækkun í A3. Senda þarf tölvupóst á Kristinn Andersen TF3KX: kristinn1(hjá)gmail.com

Með ósk um gott gengi,

Stjórn ÍRA.

Yfirstandandi námskeiði ÍRA til amatörprófs lýkur í dag, miðvikudaginn 18. maí; alls voru 19 þátttakendur skráðir. Myndin er úr kennslustofu í Háskólanum í Reykjavík. Þegar hún var tekin voru 9 aðrir þátttakendur tengdir yfir netið, m.a. staðsettir á Hvolsvelli, Þorlákshöfn, Sauðárkróki, Raufarhöfn, Súðavík og höfuborgarsvæðinu, auk þess sem einn þátttakandi var erlendis. Ljósmynd: Jon Svavarsson TF3JON.