Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í stofu HR V107 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 21. maí 2022, samkvæmt eftirfarandi:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.
14:30 – Prófsýning.

Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira(hjá)ira.is  Aðrir en þeir sem hafa setið yfirstandandi námskeið félagsins eru beðnir um að skrá sig hjá ÍRA í tölvupósti ekki síðar en 18. maí.

Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Komið verður til móts við þátttakendur úti á landi með prófstað í (eða nærri) heimabyggð.

Eftirfarandi úrræði (annað eða hvoru tveggja) eru í boði ef um þau er beðið ekki síðar en 18. maí: (a) Litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur og (b) stækkun í A3. Senda þarf tölvupóst á Kristinn Andersen TF3KX: kristinn1(hjá)gmail.com

1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn.
2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku (!) sem hentar reiknigrafi.
3) Endanleg einkunn kemur frá PFS á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) Gætið þess að hvoru tveggja sé greinilega skrifað.
5) Rissblöðum er ekki útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Með ósk um gott gengi,

Prófnefnd ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 19. maí kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfi félagsins og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og í ganginum niðri í Skeljanesi

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í Skeljanesi.
Hluti af radíódóti sem er í boði til félagsmanna. Ljósmyndir: TF3JB.

Ívar Sigurður Þorsteinsson, TF3IS hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt dánartilkynningu sem birtist í Fréttablaðinu í dag, 14. maí lést hann 11. maí s.l.

Hann var á 78. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 75.

Um leið og við minnumst Ívars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB

formaður

ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) 13. maí við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi.

Fjarskiptastofa veitir íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum frá og með 1. júní 2022. Gildistími er 4 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W.

Eftirfarandi skilyrði eru lögð til grundvallar: (1) Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz; (2) Engin skilyrði hvað varðar mótun; (3) Heimild er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax; (4) Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar; og (5) Ákvörðun um framlengingu verður tekin síðar.

Leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um heimild hjá FST á sama hátt og verið hefur t.d. um 70 MHz tíðnisviðið. Póstfang: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is  Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Stjórn ÍRA fagnar þessari heimild.

Úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

ÍRA barst í dag, 13. maí, eftirfarandi þrjú mælitæki að gjöf.

  • Audio Generator frá Potomatic Instruments, Inc., gerð AG-51. Tækið er nýtt og ónotað.
  • Audio Analyzer, frá Potomatic Instruments, Inc., gerð AA-51A. Tækið er nýtt og ónotað.
  • Test Oscillator frá Stanford Electronics, Inc., gerð AN/PRM-10. Tækið er í góðu lagi.

Gefandi er félagsmaður sem óskar eftir að láta nafns síns ekki getið.

Stjórn ÍRA þakkar nytsamar gjafir og hlýjan hug til félagsins.

Tekið var á móti gjöfinni í félagsaðstöðunni í Skeljanesi síðdegis 13. maí. Ljósmynd: TF3JB.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. maí.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin, loftnet, fæðilínur og búnað. Einnig rætt um CQ WW WPX keppnina á morsi 28.-29. maí n.k.

Félagar á báðum hæðum. Haft var m.a. samband við DX leiðangurinn VU4W (Andaman Islands) frá félagsstöðinni. Stór sending af QSL kortum hafði borist, m.a. 4 kg frá Japan.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í svölu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 17 félagar í húsi.

Stjórn ÍRA.

Fjölmennt við stóra fundarborðið. Kristján Benediktsson TF3KB, Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Sigurður Elíasson TF3-044.
Mikið hefur gengið út af radíódóti, en nokkuð ennfremur bæst við bæði í fundarsal og niðri. Meira er væntanlegt á næstunni. Ljósmyndir: TF3JB.

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í stofu V107 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 21. maí 2022 kl. 10 árdegis. Prófið verður í boði á íslensku og ensku.

Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Stefnt er að því að koma til móts við þátttakendur úti á landi með prófstað í, eða nærri heimabyggð. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira(hjá)ira.is

Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu ÍRA þegar nær dregur.

Prófnefnd ÍRA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðað við 10. maí 2022.

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 23 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt í 3. tbl. CQ TF 2020, bls. 14. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/06/cqtf_34arg_2020_03tbl.pdf

Svo skemmtilega vill til, að DXCC viðurkenningarskjal Einars Pálssonar, TF3EA (1914-1973) fannst í fórum félagsins við tiltekt vorið 2021. Það var gefin út 8. mars 1949, er númer 412 og er fyrir „Mixed“ DXCC ásamt uppfærslumiða í 110 einingar sama dag. Líkur benda til, að DXCC viðurkenning TF3EA hafi verið sú fyrsta sem gefin var út til íslensks leyfishafa.

Einar virðist hafa verið virkur strax/fljótlega eftir útgáfu leyfisbréfs, en fyrsta reglugerðin um starfsemi radíóamatöra var gefin út af Póst- og símamálastjórninni 7. febrúar 1947.  Til marks um virkni Einars, geta heimildir m.a. um að hann hafi tekið þátt í fyrstu CQ World Wide DX keppninni árið 1948 (bæði í tal- og morshlutanum).  Þess má geta, að TF3EA var handhafi leyfisbréfs nr. 1 á Íslandi, var fyrsti formaður ÍRA og fyrsti heiðursfélagi ÍRA.

TF kallmerki með DXCC skráningu: Virk skráning (15): TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3DT, TF3EK, TF3G, TF3IRA, TF3JB, TF3MH, TF3SG, TF3VS, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX. Óvirk skráning (3): TF3IM, TF3SV og TF2WLC. Eldri kallmerki með óvirka skráningu (5): TF3AR, TF3EA, TF3SG, TF3ZM og TF5TP.

Stjórn ÍRA.

Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir fjórum árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið þann 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og  70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur fyrir fjall, um Snæfellsnes og um Vesturland og til útlanda.

Mikill áhugi varð strax á vitunum bæði innanlands sem utan. Verkefnið var í raun eitthvað sem hafði verið beðið eftir lengi. Nú voru í fyrsta skipti í boði stöðug merki á 6 metrum og 4 metrum (allan sólarhringinn) þegar menn gerðu tilraunir í þessum tíðnisviðum.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML annaðist uppsetningu búnaðar, fjármagnaði verkefnið og stóð straum af öllum kostnaði. Ólafur hefur, eins og kunnugt er, einnig unnið frábært starf undanfarin ár við uppbyggingu endurvarpa í VHF og UHF tíðnisviðunum í Bláfjöllum, á Skálafelli og á Mýrum.

Þakkir til Ólafs fyrir frábært framlag til áhugamálsins.

Stjórn ÍRA.

Loftnetsturninn í Álftanesi á Mýrum sem hýsir loftnetin fyrir TF1VHF. Loftnetið fyrir 50 MHz er í 26 metra hæð og fyrir 70 MHz er í 16 metra hæð. TF3ML, TF3SUT, TF1A og TF3-Ø33 önnuðust frágang búnaðar ásamt TF3ML. Ef vel er að gáð má sjá Samúel, TF3SUT, uppi í turninum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og meðlæti.

Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og í ganginum niðri í Skeljanesi

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í Skeljanesi.
Hluti af radíódóti sem er í boði í fundarsal. Ljósmyndir: TF3JB.

APRS-IS kerfið hefur verið í uppbyggingu um nokkurra ára skeið. Í fyrrasumar kom nýr APRS stafvarpi til sögunnar þann 8. ágúst; TF1SS-1 á Úlfljótsfjalli, auk þess sem unnið var við loftnet og búnað TF8APA á Þorbirni og TF3IRA-1Ø í Skeljanesi.

Það er APRS hópurinn sem vann að þessu verkefni líkt og fyrri ár. Það eru einkum þeir Magnús Ragnarsson TF1MT, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA, Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu, en ÍRA hefur kostað hluta af búnaði úr félagssjóði, m.a. Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi.

Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um búnaðinn.

Þakkir til APRS hópsins fyrir góð störf að þessu áhugaverða verkefni.

Stjórn ÍRA.

QRG (MHz)STAÐURKALLMERKITEGUNDHNITEIGANDI
144.800Búrfell, 669 m. yfir sjóTF1APAStafvarpiIP04cbTF1MT
144.800Reynisfjall, 340 m. yfir sjóTF1APBStafvarpiHP93lwAPRS hópurinn
144.800LandeyjarTF1MT-1Stafvarpi/gáttHP93woTF1MT
144.800Reykjavík (Skeljanes)TF3IRA-1ØStafvarpi/gáttHP94adÍRA
144.800Reykjavík (Hraunbær)TF3RPFStafvarpiHP94ccTF3JA
144.800Akureyri (Kjarnaskógur)TF5SSStafvarpi/gáttIP05wpAPRS hópurinn
144.800Þorbjarnarfell, 244 m. yfir sjóTF8APAStafvarpiHP83suÍRA
144.800Úlfljótsfjall, 248 m. yfir sjóTF2SS-1StafvarpiIP14ejAPRS hópurinn
Þessi skúr er á Úlfljótsfjalli, í 248 m. hæð yfir sjávarmáli. Hann hýsir APRS búnað TF1SS-1.  Staðsetning er með útsýni er til allra átta. Ljósmynd: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. maí.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Ómar Magnússon, TF3WK (OZ1OM) sem er á landinu um þessar mundir. Hann sýndi okkur m.a. Chamelion ferðaloftnet sem hann hefur notað með ágætum árangri undanfarið, m.a. frá Mývatni. Ómar er búsettur í Odense í Danmörku.

Ágæt skilyrði voru á HF böndunum og var félagsstöðin virkjuð samtímis á 20 metrum (TF3WK) og á 40 metrum (TF3VG).

Vel heppnað fimmtudagskvöld í vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 15 félagar í húsi.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Ómar Magnússon TF3WK/OZ1OM og Valtýr Einarsson TF3VG.
Ómar sýndi okkur Chamelion ferðaloftnetið sem er gert fyrir öll bönd frá 160-6 metra, auk VHF og UHF. Margskonar aukabúnaðar fylgir með netinu, m.a. 18m langur vír sem gefur góða útkomu á lægri böndunum.
Ómar í sambandi við félagana í Odense frá TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.