CQ WPX RTTY keppnin 2023 fór fram 11.-12. febrúar s.l. Keppnisgögn fyrir 7 TF kallmerki voru send inn, þar af 1 viðmiðunardagbók.

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu.

EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL.
TF1AM – 2.596.854 heildarpunktar; nr. 31 yfir heiminn; nr. 14 í Evrópu.
TF3T – 1.665.860 heildarpunktar; nr. 75 yfir heiminn; nr. 32 í Evrópu.

EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL.
TF2MSN  – 151.525 heildarpunktar; nr. 377 yfir heiminn; nr. 213 í Evrópu.
TF3VE – 85.462 heildarpunktar; nr. 553 yfir heiminn; Nr. 307 í Evrópu.
TF3AO – 84.669 heildarpunktar; nr. 556 yfir heiminn; nr. 310 í Evrópu.

QRP FLOKKUR, ÖLL BÖND.
TF2CT  –  4.820 heildarpunktar; nr. 55 yfir heiminn; nr. 32 í Evrópu.

VIÐMIÐUNARDAGBÓK.
TF3IRA.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://cqwpxrtty.com/raw.htm

Kort EI8IC sýnir svæðaskiptingu heimsins í 40 CQ svæði.
Skeljanesi 23. febrúar. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, James P. Kooistra KB8VUC, Ársæll Óskarsson TF3AO, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Einar Kjartansson TF3EK og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 23. febrúar.

Sérstakir gestir okkar voru þeir Arngrímur Jóhannsson, TF5AD frá Akureyri og James P. Kooistra, KB8VUC sem er búsettur Wayland í Michiganríki í Bandaríkjunum.

Góð mæting, umræður á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 20M SSB.

Mikið var rætt um HF stöðvar og nýjar VHF/UHF stöðvar. M.a. Elecraft K4D, FlexRadio 6600, Anan 8000DLE MK II og nýju Yaesu FTM-500DR bílstöðina. James, KB8VUC sagði okkur m.a. frá klúbbstarfsemi radíóamatöra á því svæði sem hann býr í Michigan.

Alls mættu 30 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á Góu í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

James P. Kooistra KB8VUC og Ársæll Óskarsson TF3AO.
Frá vinstri: Sigurður Harðarson TF3WS (standandi), Einar Kjartansson TF3EK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3M (fyrir enda borðs).
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Georg Kulp TF3GZ.
Arngrímur Jóhannsson TF5AD og Sigurður Harðarson TF3WS.
Arngrímur TF5AD prófar Kent pöllurnar og innbyggða rafmagnsmorslykilinn í Icom IC-7300 stöðinni.
James P. Kooistra KB8VUC í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Hann náði m.a. samböndum á SSB heim til Bandaríkjanna í góðum skilyrðum.
Mynd af tilkynningatöflu ÍRA. James, KB8VUC færði okkur bréf frá formanni Allegan County Amateur Radio Club í Michigan þar sem hann er félagi. Stjórn ÍRA þakkar góðar kveðjur og var James beðinn um að skila vinakveðjum frá radíóamatörum á Íslandi þegar hann kemur aftur heim til Bandaríkjanna. Ljósmyndir: TF3JB.

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 239 blaðsíður að stærð.

Vefslóð á skýrsluna: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/02/Arsskyrsla-2023.pdf

Fundargerð, ljósmyndir og önnur aðalfundargögn verða til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út 2. apríl n.k.

Stjórn ÍRA.

Gögn sem voru lögð fram í aðalfundarmöppu 19. febrúar ásamt skriffærum:
(1) Dagskrá fundarins skv. 19. gr. félagslaga; sérprentun.
(2) Skýrsla um starfsemi ÍRA 2022/23.
(3) Áritaður ársreikningur félagssjóðs fyrir starfsárið 2022.
(4) Lög ÍRA; sérprentun.
(5) Skýrsla formanns Prófnefndar ÍRA um starfsemi nefndarinnar.

CQ WORLD WIDE 160 metra keppnin á SSB fer fram 24.-26. febrúar.  Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim.

QSO punktar:
QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar.

Margfaldarar:
Einingar á DXCC lista, lönd á WAE lista og ríki Bandaríkjanna og fylki Kanada.

WAE listi: GM (Hjaltlandseyjar), IG9/IH9 (Lampedusa og Pantelleria eyjar), IT, JW (Bjarnareyja), TA1 (Evrópuhluti Tyrklands) og 4U1VIC.

48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
14 fylki Kanada: VO1, VO2, NB, NS, PEI (VY2), VE2, VE3, VE4, VE5, VE6, VE7, VE8 (NWT), VY1 (YUK), VY0.

Leyfilegt tíðnisvið í keppninni á IARU Svæði 1 (okkar svæði) er 1810-2000 kHz. Ath. að G-leyfishafar sem ætla að vinna á 1850-1900 kHz á fullu afli, þurfa að sækja um tíðni- og aflheimildir til Fjarskiptastofu, vefslóð: hrh@fjarskiptastofa.is

Keppnisreglur: https://www.cq160.com/rules.htm

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Myndin var tekin í fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í Skeljanesi.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 23. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og flokka og raða innkomnum kortum.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi.
Aðalfundur ÍRA 2023 var haldinn í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 19. febrúar. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og sést hann hér í ræðupúlti.
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA flutti framlagða skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2022/23.
Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri ÍRA flutti framlagðan ársreikning félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2022.
Kristján Benediktsson TF3KB IARU/NRAU tengiliður ÍRA flutti skýrslu um alþjóðamálin.
Kristinn Andersen TF3KX formaður Prófnefndar ÍRA flutti skýrslu um starfsemi nefndarinnar.
Anna Henriksdóttir TF3VB vakti athygli félagsmanna á 20 ára hátíðarkvöldverði SYLRA (Scandinavian YL Radio Amateurs) sem haldinn verður í Tivoli í Kaupmannahöfn 19. ágúst n.k..
Þórður Adolfsson TF3DT.
Frá vinstri: Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Bernhard M. Svavarsson TF3BS, Mathías Hagvaag TF3MH, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þórður Adolfsson TF3DT, Erling Guðnason TF3E, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Njáll H. Hilmarsson TF3NH.
Guðrún Hannesdóttir TF3GD, Vilhjálmur Þór Kjartansson og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Fremsta röð: Anna Henriksdóttir TF3VB og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Önnur röð: Benedikt Sveinsson TF3T, Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Njáll H. Hilmarsson TF3NH.
Þriðja röð: Sigmundur Karlsson TF3VE, Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Erling Guðnason TF3E.
Fjórða röð: Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Guðrún Hannesdóttir TF3GD, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Þakkir til Jóns Svavarssonar TF3JON fyrir ljósmyndir.

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.

Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 27 félagar fundinn.

Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2023/24:

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður (endurkjörinn).
Jón Björnsson, TF3PW (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Andrés Þórarinsson, TF1AM (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (kjörinn aðalmaður til 1 árs).
Georg Kulp, TF3GZ (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Sæmundur Þorsteinsson TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson TF1EIN varamaður (endurkjörinn).

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt óbreytt kr. 7.000 fyrir árið 2023/24.

Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.

Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.

Stjórn ÍRA.

Frá aðalfundi ÍRA í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 19. febrúar 2023. Ljósmynd: TF3JB.

Ágæti félagsmaður!

Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 19. febrúar 2023.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.

Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.

f.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

(Fundarboð var formlega sent félagsmönnum og sett á heimasíðu ÍRA og FB síður 27. janúar s.l.)

.

.

Hluti af gögnum sem lögð vera fram á aðalfundi ÍRA sunnudaginn 19. febrúar.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 16. febrúar. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sambönd voru höfð frá félagsstöðinni TF3IRA á 20M SSB, m.a. til Suður-Ameríku.

Ef marka má áhuga og umræður um loftnet, er kominn vortilfinning í menn enda daginn tekið verulega að lengja og skilyrðin batna með degi hverjum á hærri böndunum. Töluvert var einnig rætt um DX-leiðangurinn til Bouvetøya, 3YØJ sem hafði alls um 19 þúsund sambönd.

Benedikt Sveinsson, TF3T hafði fartölvuna með sér og stjórnaði FlexRadio 6300 stöðinni á Stokkseyri á böndunum samanber meðfylgjandi ljósmynd.

Alls mættu 22 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í frostlausu veðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 16. febrúar. Mathías Hagvaag TF3MH (fyrir enda borðs), Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jón Björnsson TF3PW, Georg Kulp TF3GZ, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Benedikt Sveinsson TF3T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Haukur Konaráðsson TF3HK og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Mahías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Jón Björnsson TF3PW.
Benedikt Sveinsson TF3T, Jón Björnsson TF3PW, Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y. Ljósmyndir: TF3JB.

WPX RTTY keppnin var haldin helgina 11.-12. febrúar n.k. Keppnisgögnum var skilað inn fyrir 7 TF kallmerki sem kepptu í þremur flokkum:

TF1AM, einm.fl., háafl.
TF3T, einm.fl., háafl.
TF2MSN, einm.fl., lágafl.
TF3AO, einm.fl., lágafl.
TF3VE, einm.fl., lágafl.
TF2CT, einm.fl., QRP afl.
TF3IRA, viðmiðunardagbók (e. check-log).

Frestur til að skila keppnisgögnum rann út á miðnætti á föstudag 17. febrúar.

Skilað var inn gögnum fyrir 8 TF kallmerki í fyrra (2022): TF1AM, TF2CT, TF3MSN, TF3AO, TF3PPN, TF3VE, TF3VS og TF8KY.

Stjórn ÍRA.

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2023 verður haldinn um komandi helgi, 18.-19. febrúar. Keppnin stendur í tvo sólarhringa; hefst á miðnætti á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59.

Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.

Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar (nema KH6 og KL7) en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2).

Frestur til að skila inn keppnisdagbókum er 7 sólarhringar eftir að keppni lýkur.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Vefslóð fyrir upplýsingar um keppnina og keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.