,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 16. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 16. febrúar. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sambönd voru höfð frá félagsstöðinni TF3IRA á 20M SSB, m.a. til Suður-Ameríku.

Ef marka má áhuga og umræður um loftnet, er kominn vortilfinning í menn enda daginn tekið verulega að lengja og skilyrðin batna með degi hverjum á hærri böndunum. Töluvert var einnig rætt um DX-leiðangurinn til Bouvetøya, 3YØJ sem hafði alls um 19 þúsund sambönd.

Benedikt Sveinsson, TF3T hafði fartölvuna með sér og stjórnaði FlexRadio 6300 stöðinni á Stokkseyri á böndunum samanber meðfylgjandi ljósmynd.

Alls mættu 22 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í frostlausu veðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 16. febrúar. Mathías Hagvaag TF3MH (fyrir enda borðs), Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jón Björnsson TF3PW, Georg Kulp TF3GZ, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Benedikt Sveinsson TF3T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Haukur Konaráðsson TF3HK og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Mahías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Jón Björnsson TF3PW.
Benedikt Sveinsson TF3T, Jón Björnsson TF3PW, Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =