
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 23. febrúar.
Sérstakir gestir okkar voru þeir Arngrímur Jóhannsson, TF5AD frá Akureyri og James P. Kooistra, KB8VUC sem er búsettur Wayland í Michiganríki í Bandaríkjunum.
Góð mæting, umræður á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 20M SSB.
Mikið var rætt um HF stöðvar og nýjar VHF/UHF stöðvar. M.a. Elecraft K4D, FlexRadio 6600, Anan 8000DLE MK II og nýju Yaesu FTM-500DR bílstöðina. James, KB8VUC sagði okkur m.a. frá klúbbstarfsemi radíóamatöra á því svæði sem hann býr í Michigan.
Alls mættu 30 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á Góu í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.







Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!