,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI 2023

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.

Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 27 félagar fundinn.

Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2023/24:

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður (endurkjörinn).
Jón Björnsson, TF3PW (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Andrés Þórarinsson, TF1AM (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (kjörinn aðalmaður til 1 árs).
Georg Kulp, TF3GZ (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Sæmundur Þorsteinsson TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson TF1EIN varamaður (endurkjörinn).

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt óbreytt kr. 7.000 fyrir árið 2023/24.

Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.

Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.

Stjórn ÍRA.

Frá aðalfundi ÍRA í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 19. febrúar 2023. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × five =