Matthías Hagvaag, TF3-Ø35, handleikur QSL kortin fyrir fyrstu DXCC umsókn TF3IRA.
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35, hefur að undanförnu yfirfarið QSL kort félagsstöðvarinnar með það fyrir augum að sækja megi um viðurkenningarskjöl fyrir TF3IRA. Í gær, 17. febrúar, skilaði hann af sér tilbúnum umsóknum fyrir DXCC í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Til að byrja með verður sótt um þrjú sérgreind skjöl frá ARRL: DXCC MIXED, DXCC PHONE og DXCC CW. Í framhaldi er hugmyndin að sækja einnig um sérgreint DXCC RTTY viðurkenningarskjal.
Því til viðbótar, hefur verið ákveðið að sótt verði um WORKED ALL ZONES (WAZ), CQ DX AWARD,og WORKED ALL PREFIXES AWARD (WPX) viðurkenningarskjölin frá CQ Magazine. Ákvörðun um fleiri viðurkenningarskjöl, s.s. Worked All Europe Award (WAE) frá DARC verður tekin í samráði við nýjan stöðvarstjóra félagsstöðvarinnar.
Stjórn Í.R.A. þakkar Matthíasi fyrir gott vinnuframlag.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-02-18 07:38:162017-07-25 11:35:43Umsókn um fyrstu DXCC fyrir TF3IRA tilbúin
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y, verða með erindi fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A.
við Skeljanes. Þeir félagar munu fjalla um DX-keppnir og m.a. sýna hvernig hægt er að ná góðum árangri í þeim, ásamt því að fara
yfir frammistöðu TF stöðva í helstu keppnum ársins 2010. Erindið hefst hefst kl. 20:30, stundvíslega.
Félagar, fjölmennum! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
Leitað er eftir áhugasömum félagsmanni til að taka að sér embætti stöðvarstjóra TF3IRA. Stöðvarstjóri þarf að vera G-leyfishafi, helst með víðtæka reynslu og hafa góð tök á mannlegum samskiptum. Embættinu fylgir viðvera í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi í samvinnu við stjórnarmenn sem sinna viðveru í félagsaðstöðunni hverju sinni.
Hlutverk félagsstöðvar Í.R.A. er fyrst og fremst að þjóna félagsmönnum, en stöðin sinnir jafnframt kynningarhlutverki gagnvart verðandi leyfishöfum og gestum, auk þess að sinna neyðarfjarskiptum (þ.m.t. neyðarfjarskiptaæfingum). Um þessar mundir er unnið að endurskoðun til eflingar á hlutverki TF3IRA og mun nýr stöðvarstjóri koma að þeirri vinnu.
Eftirtaldir veita upplýsingar:
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, hs. 437-0024, gsm 898-0559, tölvup. jonas hjá hag.is.
Erling Guðnason, TF3EE, varaformaður, hs. 568-7781, gsm 664-8535, tölvup. tf3ee hjá btnet.is.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega að festa kaup á loftnetsgreini frá MFJ fyrirtækinu til útláns til félagsmanna. Keypt var gerð MFJ-269 sem vinnur á tíðnisviðinu frá 1.8 MHz til 170 MHz annars vegar, og tíðnisviðinu 415 MHz til 470 MHz, hins vegar.
Nú fer loftnetatími í hönd og er miðað við að tækið verði tilbúið til útláns til félagsmanna frá 3. mars n.k. Lánstími verður ein vika (þ.e. frá fimmtudegi til fimmtudags) og verður innheimt 1 þúsund króna gjald fyrir hverja leigu. Tækið verður afgreitt í sérstakri tösku ásamt 12 volta spennugjafa. Því fylgir handbók (á ensku), millistykki til að breyta N-tengi fyrir PL-259 tengi, ásamt snúru með BNC-tengi fyrir aðrar mælingar. Innifalið í leigu eru 10 nýjar AA rafhlöður (ef nota á tækið utanhúss).
MFJ-269 er búið innbyggðum rafhlöðum til nota á vettvangi (t.d. úti við loftnet) sem og í fjarskiptaherbergi innanhúss (tengt við utanáliggjandi 12 volta spennugjafa). Til ráðstöfunar eru m.a. sveifluvaki með breytanlegri tíðni, tíðniteljari, tíðnimargfaldari, 12 bita A-D breytir og sérhæfður forritanlegur örgjörvi til mælinga. Með tækinu má gera margvíslegar mælingar á loftnetum og RF sýnvarviðnámi, þ.á.m. að mæla rafsegulfjarlægð til skammhleyptrar eða opinnar fæðilínu, töp í kóax fæðilínum og til mælinga á standandi bylgjum. Þótt tækið sé í raun hannað til greiningar á 50 ? loftnetum og fæðilínum, má auðveldlega stilla það til mælinga á hvaða sýndarviðnámsgildi sem er á bilinu 5-600 ?.
Tækið var keypt hjá fyrirtækinu DX Engineering í Bandaríkjunum og kostaði alls 61.245 krónur þegar allur kostnaður og aðflutningsgjöld höfðu verið greidd.
Áður auglýst fimmtudagserindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, um APRS-verkefnið sem flytja átti í kvöld, fimmtudaginn 10. febrúar, fellur niður vegna veikinda.
Leitast verður við að finna nýjan tíma sem allra fyrst í samráði við fyrirlesara. Almennt opnunarkvöld verður í félagsaðstöðunni við Skeljanes á venjulegum tíma.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-02-10 07:33:512017-07-25 11:35:44Fimmtudagserindið fellur niður
Vilhjálmur, TF3DX, hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum “/M” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá /M stöð frá TF til Japans (við JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009.
Að þessu sinni hefur Vilhjálmur enn náð framúrskarandi árangri úr bílnum með samböndum við VP8ORK DX-leiðangurinn sem var á Suður-Orkneyjum (við Suður-Heimskautið) dagana 27. janúar til 8. febrúar s.l., sbr. meðfylgjandi upplýsingar um sex QSO við leiðangurinn úr fjarskiptadagbók hans:
Band
Teg. útg.
80 metrar
CW, SSB
40 metrar
CW
30 metrar
CW
20 metrar
CW
17 metrar
CW
Í tölvupósti til undirritaðs sagði Vilhjálmur m.a. “Jú, það er eins og sýnist, TF3DX/M fór líka á SSB! Stílbrot? Nei, það er einmitt svona sem ég hef notað fón, úr bílnum á 80 m “lókalt” ! Enda kom svar á 2. kalli…”. Þess má geta, að fjarskiptadagbók leiðangursins er komin á vefinn og eru QSO Vilhjálms staðfest þar. Hann sagði ennfremur: “Aðrar TF stöðvar sem ég annað hvort heyrði hafa QSO við VP8ORK eða hef séð í loggnum þar eru: TF3Y, TF3ZA, TF3SG, TF8GX, TF4X og TF4M)”.
Í CQ WW 160 metra CW keppninni sem haldin var helgina 28.-30. janúar s.l., var Vilhjálmur meðal þátttakenda úr bílnum. Árangur hans í keppninni er hreint út sagt, ótrúlega góður. Hann hafði alls 172 QSO, 42 DXCC einingar (lönd) í 9 CQ svæðum (e. zones) og 13 ríki og fylki í N-Ameríku.
Þess má geta að lokum, að Vilhjálmur notar 100W sendi-/móttökustöð í bílnum. Loftnetið er heimasmíðað og hann hefur sjálfur sagt að sér reiknist til að nýtnin sé um 2,5% á 160 metrum. Sjá nánar bráðskemmtilega grein eftir hann (með myndum) um TF3DX/M í 1. tbl. CQ TF 2010 (félagsmenn geta skoðað blaðið annars staðar á heimasíðunni).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-02-09 07:32:302017-07-25 11:35:44Frábær árangur hjá TF3DX úr bílnum
Í góðum félagsskap. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Anna dótturdóttir hans.
Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á starfsárinu, sem haldið verður fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.
Erindið nefnist “APRS verkefnið í höfn” en Jón Þóroddur fer fyrir hópi leyfishafa innan félagsins sem eru áhugasamir um verkefnið. APRS er skammstöfun fyrir “Automatic Packet Reporting System” sem hefur verið í þróun hjá radíóamatörum í meira en tvo áratugi, en Robert B. Bruninga, WB4APR, er upphafsmaður þess. Nánari upplýsingar: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System
Fyrri hluti erindisins var fluttur þann 25. nóvember s.l., í félagi við þá Ársæl Óskarsson, TF3AO og Harald Þórðarson, TF3HP. Að þessu sinni mun Jón Þóroddur skýra nánar frá útfærslunni hér á landi.
Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-02-06 07:31:342017-07-25 11:35:44TF3JA verður með fimmtudagserindið 10. febrúar
Lyklararnirnir á myndinni byggja á hönnun K1EL og voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN.
Nú styttist í næsta smíðanámskeið, en það verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá Steve, K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa sem hafi alla hnappa og tengi sem þarf, hljóðgjafa og rafhlöðu auk tengis fyrir veituspennu.
Svo vill til að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS (leiðbeinandi á námskeiðinu) á rásir sem Steve, K1EL, sérforritaði fyrir hann, sem hafa íslensku stafina þ, æ og ö í kennsluham. Lyklari þessi er afar fjölhæfur, stilliviðnám með hnappi setur hraðann, hann hefur 4 minnishólf, ýmsar stillingar og þar að auki tvo kennsluhami, bæði til að æfa hlustun og einnig sendingu (hvort sem er með tveggja spaða lykli eða venjulegum einföldum).
Á myndinni að ofan má sjá tvo svona lyklara sem voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN. Annar er með innbyggðri rafhlöðu tengdur einföldum lykli en hinn spaðalykli og utanáliggjandi rafhlöðu. Þeir hafa báðir heimasmíðaða spaða áfasta en þeir hafa ekki reynst vel og verður ekki reiknað með slíkum frágangi núna. Allt um lyklarann má sjá á síðu Steve: www.k1el.com
Áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst á tölvupóstfangið: tf3vs hjá ritmal.is til þess að hægt sé að útvega allt efni og undirbúa verkefnið áður en smíðakvöldin hefjast.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-02-02 07:29:152017-07-25 11:35:44Enn hægt að skrá sig á smíðanámskeiðið í febrúar
Síðari hluti vetrardagskrár félagsins á þessu starfsári hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, þ.e. 3. febrúar kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes með sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri í Kyrrahafið. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-01-31 22:59:342017-07-25 11:33:02Síðari hluti vetrardagskrárinnar hefst á fimmtudagskvöld
Frá prófdegi 23. janúar 2010; alls gengust 30 nemendur undir próf til amatörréttinda á árinu 2010.
Ákveðið hefur verið að Í.R.A. standi fyrir námskeiði til amatörréttinda sem haldið verður í Reykjavík á tímabilinu frá 7. mars til 11. maí n.k. Námskeiðinu lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun laugardaginn 14. maí.
Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig geta gert það til 28. febrúar n.k. (sjá annars staðar á heimasíðunni).
Í.R.A. efnir til sérstaks kynningarkvölds miðvikudaginn 2. mars n.k. kl. 20:00 í félagsaðstöðunni við Skeljanes.
Þar verður fyrirkomulag námskeiðsins nánar kynnt og leiðbeinendur verða til svara um einstaka hluta þess. Miðað er við að
dagskránni ljúki um kl. 21. Þangað er öllum frjálst að mæta og mun félagið bjóða upp á kaffiveitingar.
Skólastjóri námskeiðsins er Kjartan H. Bjarnason verkfræðingur, TF3BJ. Hann er reyndur leyfishafi og hefur sinnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-01-29 22:58:542017-07-25 11:33:02Námskeið til amatörréttinda hefst 7. mars n.k.
Í janúarhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW WPX keppninni árið 2010, en SSB-hluti hennar fór fram helgina 30.-31. október s.l. Alls sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni. Keppt var í tveimur flokkum, þ.e. einmenningsflokki, öllum böndum á hámarksafli og í einmenningsflokki á 7 MHz á hámarksafli. Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, var með bestan árangur í fyrri flokknum, eða 601,869 punkta og Sigurður R. Jakobsson, TF1CW, var með 383,088 punkta í þeim síðari.
Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:
Keppnisflokkur
Kallmerki
Árangur, punktar
QSO
Forskeyti
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl
TF8GX*
Unknown macro: {center}601,869
Unknown macro: {center}874
Unknown macro: {center}457
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl
TF3AO
Unknown macro: {center}280,847
Unknown macro: {center}540
Unknown macro: {center}371
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl
TF3SG
Unknown macro: {center}101,790
Unknown macro: {center}218
Unknown macro: {center}174
Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarksafl
TF1CW*
Unknown macro: {center}323,088
Unknown macro: {center}440
Unknown macro: {center}318
*Viðkomandi stöð fær heiðursskjal frá CQ Magazine fyrir bestan árangur í sínum keppnisflokki.
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.
Lyklararnirnir á myndinni byggja á hönnun K1EL og voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN.
Nú styttist í næsta smíðanámskeið, sem verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. fari af stað. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa sem hafi alla hnappa og tengi sem þarf, hljóðgjafa og rafhlöðu auk tengis fyrir veituspennu. Svo vill til að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS (leiðbeinandi á námskeiðinu) á rásir sem Steve, K1EL, sérforritaði fyrir hann, sem hafa íslensku stafina þ, æ og ö í kennsluham. Lyklari þessi er afar fjölhæfur, stilliviðnám með hnappi setur hraðann, hann hefur 4 minnishólf, ýmsar stillingar og þar að auki tvo kennsluhami, bæði til að æfa hlustun og einnig sendingu (hvort sem er með tveggja spaða lykli eða venjulegum einföldum).
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo svona lyklara sem voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN. Annar er með innbyggðri rafhlöðu tengdur einföldum lykli en hinn spaðalykli og utanáliggjandi rafhlöðu. Þeir hafa báðir heimasmíðaða spaða áfasta en þeir hafa ekki reynst vel og verður ekki reiknað með slíkum frágangi núna. Allt um lyklarann má sjá á síðu Steve: www.k1el.com
Þar sem fjöldi er takmarkaður, eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að skrá sig sem fyrst á tölvupóstfangið: tf3vs hjá ritmal.is til þess að hægt sé að útvega allt efni og undirbúa rafrásina áður en smíðakvöldin hefjast.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-01-18 22:56:302017-07-25 11:33:03Smíðakvöldin fara brátt að hefjast
Umsókn um fyrstu DXCC fyrir TF3IRA tilbúin
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35, handleikur QSL kortin fyrir fyrstu DXCC umsókn TF3IRA.
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35, hefur að undanförnu yfirfarið QSL kort félagsstöðvarinnar með það fyrir augum að sækja megi um viðurkenningarskjöl fyrir TF3IRA. Í gær, 17. febrúar, skilaði hann af sér tilbúnum umsóknum fyrir DXCC í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Til að byrja með verður sótt um þrjú sérgreind skjöl frá ARRL: DXCC MIXED, DXCC PHONE og DXCC CW. Í framhaldi er hugmyndin að sækja einnig um sérgreint DXCC RTTY viðurkenningarskjal.
Því til viðbótar, hefur verið ákveðið að sótt verði um WORKED ALL ZONES (WAZ), CQ DX AWARD, og WORKED ALL PREFIXES AWARD (WPX) viðurkenningarskjölin frá CQ Magazine. Ákvörðun um fleiri viðurkenningarskjöl, s.s. Worked All Europe Award (WAE) frá DARC verður tekin í samráði við nýjan stöðvarstjóra félagsstöðvarinnar.
Stjórn Í.R.A. þakkar Matthíasi fyrir gott vinnuframlag.
Fimmtudagserindið 17. febrúar, TF3CW og TF3Y
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y, verða með erindi fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A.
við Skeljanes. Þeir félagar munu fjalla um DX-keppnir og m.a. sýna hvernig hægt er að ná góðum árangri í þeim, ásamt því að fara
yfir frammistöðu TF stöðva í helstu keppnum ársins 2010. Erindið hefst hefst kl. 20:30, stundvíslega.
Félagar, fjölmennum! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
TF2JB
Laust embætti stöðvarstjóra TF3IRA
Leitað er eftir áhugasömum félagsmanni til að taka að sér embætti stöðvarstjóra TF3IRA. Stöðvarstjóri þarf að vera G-leyfishafi, helst með víðtæka reynslu og hafa góð tök á mannlegum samskiptum. Embættinu fylgir viðvera í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi í samvinnu við stjórnarmenn sem sinna viðveru í félagsaðstöðunni hverju sinni.
Hlutverk félagsstöðvar Í.R.A. er fyrst og fremst að þjóna félagsmönnum, en stöðin sinnir jafnframt kynningarhlutverki gagnvart verðandi leyfishöfum og gestum, auk þess að sinna neyðarfjarskiptum (þ.m.t. neyðarfjarskiptaæfingum). Um þessar mundir er unnið að endurskoðun til eflingar á hlutverki TF3IRA og mun nýr stöðvarstjóri koma að þeirri vinnu.
Eftirtaldir veita upplýsingar:
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, hs. 437-0024, gsm 898-0559, tölvup. jonas hjá hag.is.
Erling Guðnason, TF3EE, varaformaður, hs. 568-7781, gsm 664-8535, tölvup. tf3ee hjá btnet.is.
Félagssjóður festir kaup á MFJ-269 loftnetsgreini
MFJ standbylgju mælir.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega að festa kaup á loftnetsgreini frá MFJ fyrirtækinu til útláns til félagsmanna. Keypt var gerð MFJ-269 sem vinnur á tíðnisviðinu frá 1.8 MHz til 170 MHz annars vegar, og tíðnisviðinu 415 MHz til 470 MHz, hins vegar.
Nú fer loftnetatími í hönd og er miðað við að tækið verði tilbúið til útláns til félagsmanna frá 3. mars n.k. Lánstími verður ein vika (þ.e. frá fimmtudegi til fimmtudags) og verður innheimt 1 þúsund króna gjald fyrir hverja leigu. Tækið verður afgreitt í sérstakri tösku ásamt 12 volta spennugjafa. Því fylgir handbók (á ensku), millistykki til að breyta N-tengi fyrir PL-259 tengi, ásamt snúru með BNC-tengi fyrir aðrar mælingar. Innifalið í leigu eru 10 nýjar AA rafhlöður (ef nota á tækið utanhúss).
MFJ-269 er búið innbyggðum rafhlöðum til nota á vettvangi (t.d. úti við loftnet) sem og í fjarskiptaherbergi innanhúss (tengt við utanáliggjandi 12 volta spennugjafa). Til ráðstöfunar eru m.a. sveifluvaki með breytanlegri tíðni, tíðniteljari, tíðnimargfaldari, 12 bita A-D breytir og sérhæfður forritanlegur örgjörvi til mælinga. Með tækinu má gera margvíslegar mælingar á loftnetum og RF sýnvarviðnámi, þ.á.m. að mæla rafsegulfjarlægð til skammhleyptrar eða opinnar fæðilínu, töp í kóax fæðilínum og til mælinga á standandi bylgjum. Þótt tækið sé í raun hannað til greiningar á 50 ? loftnetum og fæðilínum, má auðveldlega stilla það til mælinga á hvaða sýndarviðnámsgildi sem er á bilinu 5-600 ?.
Tækið var keypt hjá fyrirtækinu DX Engineering í Bandaríkjunum og kostaði alls 61.245 krónur þegar allur kostnaður og aðflutningsgjöld höfðu verið greidd.
Fimmtudagserindið fellur niður
Áður auglýst fimmtudagserindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, um APRS-verkefnið sem flytja átti í kvöld, fimmtudaginn 10. febrúar, fellur niður vegna veikinda.
Leitast verður við að finna nýjan tíma sem allra fyrst í samráði við fyrirlesara. Almennt opnunarkvöld verður í félagsaðstöðunni við Skeljanes á venjulegum tíma.
Frábær árangur hjá TF3DX úr bílnum
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.
Vilhjálmur, TF3DX, hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum “/M” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá /M stöð frá TF til Japans (við JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009.
Að þessu sinni hefur Vilhjálmur enn náð framúrskarandi árangri úr bílnum með samböndum við VP8ORK DX-leiðangurinn sem var á Suður-Orkneyjum (við Suður-Heimskautið) dagana 27. janúar til 8. febrúar s.l., sbr. meðfylgjandi upplýsingar um sex QSO við leiðangurinn úr fjarskiptadagbók hans:
Band
Teg. útg.
CW, SSB
CW
CW
CW
CW
Í tölvupósti til undirritaðs sagði Vilhjálmur m.a. “Jú, það er eins og sýnist, TF3DX/M fór líka á SSB! Stílbrot? Nei, það er einmitt svona sem ég hef notað fón, úr bílnum á 80 m “lókalt” ! Enda kom svar á 2. kalli…”. Þess má geta, að fjarskiptadagbók leiðangursins er komin á vefinn og eru QSO Vilhjálms staðfest þar. Hann sagði ennfremur: “Aðrar TF stöðvar sem ég annað hvort heyrði hafa QSO við VP8ORK eða hef séð í loggnum þar eru: TF3Y, TF3ZA, TF3SG, TF8GX, TF4X og TF4M)”.
Í CQ WW 160 metra CW keppninni sem haldin var helgina 28.-30. janúar s.l., var Vilhjálmur meðal þátttakenda úr bílnum. Árangur hans í keppninni er hreint út sagt, ótrúlega góður. Hann hafði alls 172 QSO, 42 DXCC einingar (lönd) í 9 CQ svæðum (e. zones) og 13 ríki og fylki í N-Ameríku.
Þess má geta að lokum, að Vilhjálmur notar 100W sendi-/móttökustöð í bílnum. Loftnetið er heimasmíðað og hann hefur sjálfur sagt að sér reiknist til að nýtnin sé um 2,5% á 160 metrum. Sjá nánar bráðskemmtilega grein eftir hann (með myndum) um TF3DX/M í 1. tbl. CQ TF 2010 (félagsmenn geta skoðað blaðið annars staðar á heimasíðunni).
TF2JB
TF3JA verður með fimmtudagserindið 10. febrúar
Í góðum félagsskap. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Anna dótturdóttir hans.
Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á starfsárinu, sem haldið verður fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.
Erindið nefnist “APRS verkefnið í höfn” en Jón Þóroddur fer fyrir hópi leyfishafa innan félagsins sem eru áhugasamir um verkefnið. APRS er skammstöfun fyrir “Automatic Packet Reporting System” sem hefur verið í þróun hjá radíóamatörum í meira en tvo áratugi, en Robert B. Bruninga, WB4APR, er upphafsmaður þess. Nánari upplýsingar: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System
Fyrri hluti erindisins var fluttur þann 25. nóvember s.l., í félagi við þá Ársæl Óskarsson, TF3AO og Harald Þórðarson, TF3HP. Að þessu sinni mun Jón Þóroddur skýra nánar frá útfærslunni hér á landi.
Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
TF2JB
Enn hægt að skrá sig á smíðanámskeiðið í febrúar
Lyklararnirnir á myndinni byggja á hönnun K1EL og voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN.
Nú styttist í næsta smíðanámskeið, en það verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá Steve, K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa sem hafi alla hnappa og tengi sem þarf, hljóðgjafa og rafhlöðu auk tengis fyrir veituspennu.
Svo vill til að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS (leiðbeinandi á námskeiðinu) á rásir sem Steve, K1EL, sérforritaði fyrir hann, sem hafa íslensku stafina þ, æ og ö í kennsluham. Lyklari þessi er afar fjölhæfur, stilliviðnám með hnappi setur hraðann, hann hefur 4 minnishólf, ýmsar stillingar og þar að auki tvo kennsluhami, bæði til að æfa hlustun og einnig sendingu (hvort sem er með tveggja spaða lykli eða venjulegum einföldum).
Á myndinni að ofan má sjá tvo svona lyklara sem voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN. Annar er með innbyggðri rafhlöðu tengdur einföldum lykli en hinn spaðalykli og utanáliggjandi rafhlöðu. Þeir hafa báðir heimasmíðaða spaða áfasta en þeir hafa ekki reynst vel og verður ekki reiknað með slíkum frágangi núna. Allt um lyklarann má sjá á síðu Steve: www.k1el.com
Áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst á tölvupóstfangið: tf3vs hjá ritmal.is til þess að hægt sé að útvega allt efni og undirbúa verkefnið áður en smíðakvöldin hefjast.
Síðari hluti vetrardagskrárinnar hefst á fimmtudagskvöld
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
Síðari hluti vetrardagskrár félagsins á þessu starfsári hefst næstkomandi fimmtudagskvöld, þ.e. 3. febrúar kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes með sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri í Kyrrahafið. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
Námskeið til amatörréttinda hefst 7. mars n.k.
Frá prófdegi 23. janúar 2010; alls gengust 30 nemendur undir próf til amatörréttinda á árinu 2010.
Ákveðið hefur verið að Í.R.A. standi fyrir námskeiði til amatörréttinda sem haldið verður í Reykjavík á tímabilinu frá
7. mars til 11. maí n.k. Námskeiðinu lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun laugardaginn 14. maí.
Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig geta gert það til 28. febrúar n.k. (sjá annars staðar á heimasíðunni).
Í.R.A. efnir til sérstaks kynningarkvölds miðvikudaginn 2. mars n.k. kl. 20:00 í félagsaðstöðunni við Skeljanes.
Þar verður fyrirkomulag námskeiðsins nánar kynnt og leiðbeinendur verða til svara um einstaka hluta þess. Miðað er við að
dagskránni ljúki um kl. 21. Þangað er öllum frjálst að mæta og mun félagið bjóða upp á kaffiveitingar.
Skólastjóri námskeiðsins er Kjartan H. Bjarnason verkfræðingur, TF3BJ. Hann er reyndur leyfishafi og hefur sinnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina.
Niðurstöður í CQ WW WPX SSB keppninni 2010
Í janúarhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW WPX keppninni árið 2010, en SSB-hluti hennar fór fram helgina 30.-31. október s.l. Alls sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni. Keppt var í tveimur flokkum, þ.e. einmenningsflokki, öllum böndum á hámarksafli og í einmenningsflokki á 7 MHz á hámarksafli. Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, var með bestan árangur í fyrri flokknum, eða 601,869 punkta og Sigurður R. Jakobsson, TF1CW, var með 383,088 punkta í þeim síðari.
Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:
*Viðkomandi stöð fær heiðursskjal frá CQ Magazine fyrir bestan árangur í sínum keppnisflokki.
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.
Smíðakvöldin fara brátt að hefjast
Lyklararnirnir á myndinni byggja á hönnun K1EL og voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN.
Nú styttist í næsta smíðanámskeið, sem verður haldið þriðjudagskvöldin 8. og 15. febrúar n.k. fari af stað. Að þessu sinni verður smíðaður lyklari sem byggir á K10 rásinni frá K1EL. Reiknað er með að smíðin taki bæði kvöldin. Verð á efni og íhlutum er 5.000 krónur. Áformað er að smíða lyklarann og setja í hentugan kassa sem hafi alla hnappa og tengi sem þarf, hljóðgjafa og rafhlöðu auk tengis fyrir veituspennu. Svo vill til að Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS (leiðbeinandi á námskeiðinu) á rásir sem Steve, K1EL, sérforritaði fyrir hann, sem hafa íslensku stafina þ, æ og ö í kennsluham. Lyklari þessi er afar fjölhæfur, stilliviðnám með hnappi setur hraðann, hann hefur 4 minnishólf, ýmsar stillingar og þar að auki tvo kennsluhami, bæði til að æfa hlustun og einnig sendingu (hvort sem er með tveggja spaða lykli eða venjulegum einföldum).
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo svona lyklara sem voru smíðaðir af TF3VO og TF3VHN. Annar er með innbyggðri rafhlöðu tengdur einföldum lykli en hinn spaðalykli og utanáliggjandi rafhlöðu. Þeir hafa báðir heimasmíðaða spaða áfasta en þeir hafa ekki reynst vel og verður ekki reiknað með slíkum frágangi núna. Allt um lyklarann má sjá á síðu Steve: www.k1el.com
Þar sem fjöldi er takmarkaður, eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að skrá sig sem fyrst á tölvupóstfangið: tf3vs hjá ritmal.is til þess að hægt sé að útvega allt efni og undirbúa rafrásina áður en smíðakvöldin hefjast.