,

Embætti QSL Manager er laust

Í.R.A. óskar eftir að heyra frá áhugasömum félaga sem væri til í að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar. QSL stjóri sér um að tæma kortamóttöku og flokka innkomin kort niður á lönd. Þegar bunki korta til ákveðins lands hefur náð tiltekinni þyngd, er þeim pakkað inn, þau árituð og lögð í póst. QSL stjóri heldur saman upplýsingum um greiðslur til kortastofunnar frá félagsmönnum og ákveður gjald fyrir hvert QSL kort sem sent er til kortastofunnar (það er í dag 5 krónur) en gjaldskrá miðast við að rekstur sé “á núlli”, þ.e. að gjöld mæti tekjum (sjá nánar 24. gr. félagslaga).

Eftirtaldir veita upplýsingar um embættið:

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, fráfarandi QSL Manager: tf3ppn@gmail.com / hs 566-7231 / GSM 664-8182.
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður: jonas@hag.is / hs 437-0024 / GSM 898-0559.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformarður: dn@hive.is / hs 552-2575 / GSM 896-0814.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − 1 =