,

Góður árangur TF4X í CQ WW 160m keppninni dagana 29.1-31.1

TF4X í Otradal tók þátt í CQ WW 160 morskeppninni um síðustu helgi en Yuri K3BU hljóp í skarðið með skömmum fyrirvara fyrir Sigga TF3CW. Þrátt fyrir talsverða norðurljósavirkni náðist mjög góður árangur í keppninni en samböndin urðu 1.643. Samband var haft við stöðvar í 80 löndum og 51 ríki og fylki í Bandaríkjunum og Kanada. Heildarskorið var 1.317.729 punktar. Þetta er betra skor en margra sænskra og finnskra stöðva sem mannaðar voru hópi amatöra (e. multi op). Fyrir þá sem ekki vita þá er TF4X kallmerki klúbbstöðvar sem rekin er frá stöð Þorvaldar, TF4M.

Miðað við þau skor sem frést hefur af hingað til þá er árangur TF4X í efsta sæti í Evrópu og í 5. sæti í heiminum. Ljóst er að sú röð getur breyst en talsvert þarf til að hnika röðinni í Evrópu. Nefna má að heimsmethafinn Clive GM3POI náði einu landi færra í keppninni í fyrra. Unnt er að fylgjast með skori annarra stöðva og hlutfallslegu gengi TF4X hér .

Af áhugaverðum samböndum í keppninni má nefna tvö sambönd við Hawaii (KH6) og nokkur við Japan. Samböndin við Hawaii eru þó ekki þau fyrstu því Þorvaldur TF4M hefur verið með þó nokkur sambönd þangað í vetur.

Aðspurður um þennan árangur segist Þorvaldur TF4M “vera að rifna úr stolti”. Hann þakkar þennan góða árangur m.a. nýja 160m loftnetinu “Konungi Norðursins” sem hannað er af Villa TF3DX.

Yuri K3BU er 68 ára gamall og hefur tekið þátt í keppnum í 51 ár, m.a. fyrstu SAC keppninni árið 1958.

Þorvaldur tók upp alla keppnina á Perseus SDR viðtæki og býður hann upptökuna til afritunar fyrir þá sem vilja hlusta á keppnina eftir á. Með þessu er möguleiki á að hlusta á allt 160m bandið allan keppnistímann með Perseus hugbúnaðinum . Upptakan tekur um 120GB á hörðum diski og er Yngvi TF3Y með eintak sem unnt er að afrita. Hver afritun tekur um 2 klst. E.t.v. verður unnt að koma eintaki fyrir í félagsheimili Í.R.A. sem myndi auðvelda aðgengi að upptökunni fyrir þá sem hafa áhuga.

TF3Y

Comment frá TF2JA

Takk fyrir góðar upplýsingar Yngvi. Og hamingjuóskir með glæsilegan árangur Þorvaldur!

73 de TF2JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × three =