Hluti fundargagna sem lögð voru fram á aðalfundi 2010.
Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 22. maí 2010 í Yale fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX og Brynjólfur Jónsson, TF5B, fundarstjórar og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Alls sóttu 24 fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári). Fundurinn hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:25.
Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2010-2011: Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Erling Guðnason, TF3EE; Gísli G. Ófeigsson, TF3G; Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN; og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA. Í varastjórn: Jón I. Óskarsson, TF1JI; og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson TF3DC, Haukur Konráðsson TF3HK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS (til vara). Úr stjórn gengu eftirtaldir: Guðmundur Löve, TF3GL og Guðmundur Sveinsson, TF3SG.
Fundargerð mun fljótlega verða birt á heimasíðunni ásamt nánari upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.
Aðalfundur Í.R.A. 2010 verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k. í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík (fundarsalurinn er á 2. hæð hótelsins, norðanmegin í byggingunni).
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2010-05-19 05:45:092017-07-25 11:00:56Aðalfundurinn er á laugardag
Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi 4U1ITU í aðalstöðvum ITU í Genf.
Dagur upplýsingasamfélagsins (World Information Society Day) var 17. maí. Margir radíóamatörar muna eflaust eftir fyrra heiti hans, sem var Alþjóða fjarskiptadagurinn (World Telecommunication and Information Society Day) en nafninu var breytt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2005.
Frá þessu er skýrt hér, vegna þess að radíóamatörar um allan heim starfrækja þann dag stöðvar með “ITU” viðskeytum, með 4U1ITU í Genf í fararbroddi. Norðurlöndin taka einnig þátt og mátt t.d. heyra stöðina 8S0ITU frá Svíþjóð. Gott tækifæri fyrir þá sem safna sjaldgæfum forskeytum.
Næstkomandi laugardag tekur TF3IRA þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu “Global Simulated Emergency Test”
Æfingin stendur yfir á tímabilinu 04.00 – 08.00 UTC að morgni laugardagsins 15. maí.
Á heimasíðu IARU má lesa allt um æfinguna: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=57&Itemid=165
Vinsamlega hafið samband við neyðarfjarskiptastjóra félagsins, TF3JA, ef þið hafið áhuga á að taka þátt.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, nýr QSL Manager Í.R.A.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er nýr QSL Manager fyrir Í.R.A. QSL Bureau og tók hann formlega til starfa 8. maí 2010. Guðmundur starfar samkvæmt 24. gr. laga félagsins og mun annast útsendingar QSL korta félagsmanna. Stjórn félagsins væntir mikils af liðsinni Guðmundar. Um leið og við bjóðum Guðmund velkominn til starfa viljum við þakka fráfarandi QSL Manager, Jóni Gunnari Harðarsyni, TF3PPN, fyrir framúrskarandi vel unnin störf.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2010-05-08 05:43:062017-07-25 11:00:56Nýr QSL Manager fyrir ÍRA QSL Bureau
Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k.
Fundurinn verður haldinn í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.
Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur í keppninni.
Í maíhefti CQ Magazine eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 27.-29. september 2009. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu sex stöðvar inn keppnisdagbækur.
Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 650,250 stig. Að baki þeim árangri voru alls 1,134 QSO, 42 svæði (e. zones), 61 DXCC eining (e. entities) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada. TF3AO og TF3PPN voru einnig með mjög góðan árangur hvor í sínum keppnisflokki.
Fyrri dag keppninnar voru skilyrði ágæt en siðari daginn léleg, eða eins og Andrés, TF3AM, orðar það í blaðinu: “Saturday was good with up to 80 Q/h. But Sunday, very early morning, and ongoing most of the day the conditions were bad and most stations were marginal copy”.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Árangur
QSO
Svæði
DXCC
US/VE
Skýringar
Öll bönd
TF3AM*
650,250
1134
147
42
61
Hámarks útgangsafl
Öll bönd
TF3GC
51,875
271
42
15
26
Hámarks útgangsafl
Öll bönd (A)
TF3AO*
523,260
1031
138
38
52
Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (L)
TF3PPN*
416,962
924
125
32
46
Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (L)
TF3IGN
21,420
166
43
17
0
Mest 100W útgangsafl
14 MHz (L)
TF3G*
53,176
259
53
13
26
Mest 100W útgangsafl
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Kristinn Andersenhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngKristinn Andersen2010-04-26 20:30:482017-07-25 10:58:09CQ TF apríl 2010 komið út
Sigrún Gísladóttir, TF1YL (áður TF3YL), er látin. Fregnir þessa efnis bárust félaginu þann 21. apríl frá Haraldi Þórðarsyni, TF3HP.
Sigrún var handhafi leyfisbréfs nr. 62 og félagsmaður í Í.R.A. um árabil. Hún var fyrsta konan á Íslandi sem náði amatörprófi og varð C-leyfishafi árið 1971. Eiginmaður hennar var Hallgrímur Steinarsson (Haddi), TF3HS, sem féll frá árið 2006. Þau hjón voru bæði í framvarðarsveit félagsins um langt árabil og verðugir fulltrúar sem okkar fyrsta “YL/OM team”.
Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Sigrúnar hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
Stuttar leiðbeiningar um notkun Yaesu FT-1000MP stöðvarinnar.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, afhenti félaginu þann 15. apríl s.l., stuttar og hnitmiðaðar leiðbeiningar sem hann hefur samið fyrir notkun Yaesu FT-1000MP stöðvarinnar og SteppIR 3E loftnetsins. Um er að ræða gagnorða og vandaða framsetningu á plastaðri fram- og baksíðu í stærðinni A4.
Þörf hefur verið á upplýsingum af þessu tagi um lengri tíma. Þótt tiltölulega einfalt sé fyrir flesta að nota FT-1000 stöðina (jafnvel þótt menn eigi annarskonar stöðvar) er mikilvægt að átta sig á stöðinni og umgangast SteppIR loftnetið með gætni vegna mótoranna í loftnetinu, sér í lagi við upphaf og endi notkunar. Hugmyndin er, að gera einnig leiðbeiningar fyrir Kenwood TS-2000 stöð félagsins þegar uppsetningu VHF/UHF loftneta félagsins verður lokið og í framhaldi, stuttar upplýsingar fyrir Harris 110 RF-magnara félagsins.
Stjórn Í.R.A. vill þakka Vilhjálmi fyrir vel úr hendi leyst verkefni, svo og þeim Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, stöðvarstjóra og Yngva Harðarsyni, TF3Y sem voru honum til aðstoðar.
TF3SNN og TF3VS vinna að verkefninu á skírdag (1. apríl s.l.). Ljósm.: TF2JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2010-04-17 20:28:512017-07-25 10:58:48Leiðbeiningar um notkun tækja í fjarskiptaherbergi Í.R.A.
Ljósmynd frá vel heppnuðu erindi á vetrardagskrá félagsins 11. febr. s.l. Ljósm.: TF3LMN.
Flutningsmenn voru þeir Sigurður Rúnar Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y.
Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl n.k. og ber að þessu sinni upp á sunnudag. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., stofnuð. Einkunnarorðin eru að þessu sinni (í lauslegri þýðingu) “Amatör radíó: Fjarskiptareynsla og stafræn tækni nútímans”.
Í tilefni alþjóðadagsins verður félagsaðstaðan við Skeljanes opin á sunnudag frá kl. 10-12. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2010-04-16 20:27:512017-07-25 10:58:48Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl n.k.
Próf til amatörréttinda var haldið laugardaginn 10. apríl s.l. í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Alls sátu níu nemendur prófið; af þeim náðu sjö fullnægjandi árgangri til N eða G leyfis. Prófað var í rafmagns- og radíótækni svo og í viðskiptaháttum og reglum. Prófnefnd Í.R.A. sá um framkvæmd prófsins fyrir hönd Póst- og fjarskiptastofnunar.
Stjórn Í.R.A. óskar nýjum leyfishöfum til hamingju með árangurinn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2010-04-12 20:26:452017-07-25 10:58:48Próf til amatörréttinda var haldið 10. apríl s.l.
Frá aðalfundi Í.R.A. 2010
Hluti fundargagna sem lögð voru fram á aðalfundi 2010.
Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 22. maí 2010 í Yale fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX og Brynjólfur Jónsson, TF5B, fundarstjórar og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Alls sóttu 24 fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári). Fundurinn hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:25.
Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2010-2011: Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Erling Guðnason, TF3EE; Gísli G. Ófeigsson, TF3G; Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN; og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA. Í varastjórn: Jón I. Óskarsson, TF1JI; og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson TF3DC, Haukur Konráðsson TF3HK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS (til vara). Úr stjórn gengu eftirtaldir: Guðmundur Löve, TF3GL og Guðmundur Sveinsson, TF3SG.
Fundargerð mun fljótlega verða birt á heimasíðunni ásamt nánari upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.
TF2JB
Aðalfundurinn er á laugardag
Aðalfundur Í.R.A. 2010 verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k. í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík (fundarsalurinn er á 2. hæð hótelsins, norðanmegin í byggingunni).
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
Dagur upplýsingasamfélagsins 2010
Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi 4U1ITU í aðalstöðvum ITU í Genf.
Dagur upplýsingasamfélagsins (World Information Society Day) var 17. maí. Margir radíóamatörar muna eflaust eftir fyrra heiti hans, sem var Alþjóða fjarskiptadagurinn (World Telecommunication and Information Society Day) en nafninu var breytt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2005.
Frá þessu er skýrt hér, vegna þess að radíóamatörar um allan heim starfrækja þann dag stöðvar með “ITU” viðskeytum, með 4U1ITU í Genf í fararbroddi. Norðurlöndin taka einnig þátt og mátt t.d. heyra stöðina 8S0ITU frá Svíþjóð. Gott tækifæri fyrir þá sem safna sjaldgæfum forskeytum.
TF2JB
Neyðarfjarskiptaæfing 15. maí
Næstkomandi laugardag tekur TF3IRA þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu “Global Simulated Emergency Test”
Æfingin stendur yfir á tímabilinu 04.00 – 08.00 UTC að morgni laugardagsins 15. maí.
Á heimasíðu IARU má lesa allt um æfinguna: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=57&Itemid=165
Vinsamlega hafið samband við neyðarfjarskiptastjóra félagsins, TF3JA, ef þið hafið áhuga á að taka þátt.
Nýr QSL Manager fyrir ÍRA QSL Bureau
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, nýr QSL Manager Í.R.A.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er nýr QSL Manager fyrir Í.R.A. QSL Bureau og tók hann formlega til starfa 8. maí 2010. Guðmundur starfar samkvæmt 24. gr. laga félagsins og mun annast útsendingar QSL korta félagsmanna. Stjórn félagsins væntir mikils af liðsinni Guðmundar. Um leið og við bjóðum Guðmund velkominn til starfa viljum við þakka fráfarandi QSL Manager, Jóni Gunnari Harðarsyni, TF3PPN, fyrir framúrskarandi vel unnin störf.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
Tölvupóstur nýs QSL-stjóra: dn@hive.is.
Heimasími nýs QSL-stjóra: 552-2575; GSM sími: 896-0814.
Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k.
Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 22. maí n.k.
Fundurinn verður haldinn í Yale fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.
Fyrir hönd stjórnar,
TF3SNN
Niðurstöður CQ WW RTTY DX keppninnar 2009
Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur í keppninni.
Í maíhefti CQ Magazine eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 27.-29. september 2009. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu sex stöðvar inn keppnisdagbækur.
Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 650,250 stig. Að baki þeim árangri voru alls 1,134 QSO, 42 svæði (e. zones), 61 DXCC eining (e. entities) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada. TF3AO og TF3PPN voru einnig með mjög góðan árangur hvor í sínum keppnisflokki.
Fyrri dag keppninnar voru skilyrði ágæt en siðari daginn léleg, eða eins og Andrés, TF3AM, orðar það í blaðinu: “Saturday was good with up to 80 Q/h. But Sunday, very early morning, and ongoing most of the day the conditions were bad and most stations were marginal copy”.
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Hamingjuóskir til allra þátttakenda.
TF2JB
CQ TF apríl 2010 komið út
Aprílhefti félagsblaðsins okkar er komið út í endanlegri útgáfu. Smellið á CQ TF tengilinn á vefsíðu félagsins til að nálgast blaðið.
73 – Kiddi, TF3KX / ritstjóri CQ TF
Comment frá TF8GX
Flott :)
Sigrún Gísladóttir, TF1YL, er látin.
Sigrún Gísladóttir, TF1YL (áður TF3YL), er látin. Fregnir þessa efnis bárust félaginu þann 21. apríl frá Haraldi Þórðarsyni, TF3HP.
Sigrún var handhafi leyfisbréfs nr. 62 og félagsmaður í Í.R.A. um árabil. Hún var fyrsta konan á Íslandi sem náði amatörprófi og varð C-leyfishafi árið 1971. Eiginmaður hennar var Hallgrímur Steinarsson (Haddi), TF3HS, sem féll frá árið 2006. Þau hjón voru bæði í framvarðarsveit félagsins um langt árabil og verðugir fulltrúar sem okkar fyrsta “YL/OM team”.
Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Sigrúnar hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
TF2JB
Leiðbeiningar um notkun tækja í fjarskiptaherbergi Í.R.A.
Stuttar leiðbeiningar um notkun Yaesu FT-1000MP stöðvarinnar.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, afhenti félaginu þann 15. apríl s.l., stuttar og hnitmiðaðar leiðbeiningar sem hann hefur samið fyrir notkun Yaesu FT-1000MP stöðvarinnar og SteppIR 3E loftnetsins. Um er að ræða gagnorða og vandaða framsetningu á plastaðri fram- og baksíðu í stærðinni A4.
Þörf hefur verið á upplýsingum af þessu tagi um lengri tíma. Þótt tiltölulega einfalt sé fyrir flesta að nota FT-1000 stöðina (jafnvel þótt menn eigi annarskonar stöðvar) er mikilvægt að átta sig á stöðinni og umgangast SteppIR loftnetið með gætni vegna mótoranna í loftnetinu, sér í lagi við upphaf og endi notkunar. Hugmyndin er, að gera einnig leiðbeiningar fyrir Kenwood TS-2000 stöð félagsins þegar uppsetningu VHF/UHF loftneta félagsins verður lokið og í framhaldi, stuttar upplýsingar fyrir Harris 110 RF-magnara félagsins.
Stjórn Í.R.A. vill þakka Vilhjálmi fyrir vel úr hendi leyst verkefni, svo og þeim Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, stöðvarstjóra og Yngva Harðarsyni, TF3Y sem voru honum til aðstoðar.
TF3SNN og TF3VS vinna að verkefninu á skírdag (1. apríl s.l.). Ljósm.: TF2JB.
TF2JB
Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl n.k.
Ljósmynd frá vel heppnuðu erindi á vetrardagskrá félagsins 11. febr. s.l. Ljósm.: TF3LMN.
Flutningsmenn voru þeir Sigurður Rúnar Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y.
Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl n.k. og ber að þessu sinni upp á sunnudag. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., stofnuð. Einkunnarorðin eru að þessu sinni (í lauslegri þýðingu) “Amatör radíó: Fjarskiptareynsla og stafræn tækni nútímans”.
Í tilefni alþjóðadagsins verður félagsaðstaðan við Skeljanes opin á sunnudag frá kl. 10-12. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
TF2JB
Próf til amatörréttinda var haldið 10. apríl s.l.
Próf til amatörréttinda var haldið laugardaginn 10. apríl s.l. í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Alls sátu níu nemendur prófið; af þeim náðu sjö fullnægjandi árgangri til N eða G leyfis. Prófað var í rafmagns- og radíótækni svo og í viðskiptaháttum og reglum. Prófnefnd Í.R.A. sá um framkvæmd prófsins fyrir hönd Póst- og fjarskiptastofnunar.
Stjórn Í.R.A. óskar nýjum leyfishöfum til hamingju með árangurinn.
TF2JB