,

TF3IRA í CQWW 160 metra CW keppninni

Óskar, TF3DC, “á fullu” í fjarskiptaherbergi TF3IRA í keppninni. Ljósmynd: TF3SA.

Á myndinni má sjá “inverted L” loftnetið sem notað var í 160m keppninni frá TF3IRA um helgina. Ef glöggt er skoðað, má sjá þráðinn sem liggur frá toppi 20 metra hárrar loftnetsstangarinnar yfir í áttina að loftnetsturni félagsins. Það var Guðmundur, TF3SG, sem lánaði félaginu stöngina (sem er heimasmíðuð), kerruna og radíalana. Sveinn, TF3T, lánaði síðan “Unum” spenni til að auðvelda fæðingu á 160 metrunum og Jón Þóroddur, TF3JA kom með loftnetsmæli (en Guðmundur hannaði loftnetið upphaflega sem ferðaloftnet fyrir 80 metrana). Ljósmynd: TF2JB.

Á myndinni má sjá hvernig gengið er frá stönginni aftast á kerrunni og hvernig kerran er skorðuð af með jarðhælum. Síðan eru radíalarnir strengdir út frá fæti loftnetsins og litlu hvítu stangirnar sem halda þeim frá jörðu, eru stilkar fyrir rafmagnsgirðingar sem fengust í MR búðinni. Á myndinni má líka sjá þrjú stög sem halda loftnetsstönginni fastri og mynda jafnframt mótvægi við þráðinn sem tengdur er við topp stangarinnar. Óskar, TF3DC, stóð fyrir þátttöku í keppninni (ásamt fleirum). Fjöldi sambanda var yfir 500. Til hamingju með góðan árangur! Ljósmynd: TF2JB.

Frá vinstri: Óskar, TF3DC; Yngvi, TF3Y; og Stefán, TF3SA. Ljósmynd: TF3JA.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × five =