Póst- og fjarskiptastofnun hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, þ.e. 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða var birt á heimasíðu PFS þann 1. júlí s.l. Frestur er gefinn til að skila umsögnum og athugasemdum til 19. ágúst n.k. Stjórn Í.R.A. mun fjalla um þann hluta stefnu Póst- og fjarskiptastofnunar sem varðar radíóamatöra sérstaklega, á fundi sem haldinn verður fljótlega.

Inntak erindis stofnunarinnar er eftirfarandi (ath. hér birt stytt):

PFS kallar eftir samráði: Tíðnistefna PFS og sérstakt umræðuskjal um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú stefnu sína um stjórnun tíðnisviðsins fyrir árin 2011 – 2014 og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um skjalið. Með því vill stofnunin hvetja til umræðu og skoðanaskipta um framtíð tíðnimála. Sérstakt umræðuskjal er sett fram um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða sem er einnig fjallað um í tíðnistefnunni.

Óskar stofnunin eftir umsögnum hagsmunaaðila um bæði skjölin. Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum er til kl. 12:00 föstudaginn 19. ágúst 2011. Senda skal umsagnir í tölvupósti á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is. Óskað er eftir að vísað verði til númers þeirra töluliða tíðnistefnunnar sem umsagnir eiga við um. Stofnunin áskilur sér rétt til að birta efni innsendra umsagna, þó án þess að birta nöfn umsagnaraðila.
_____________________________________________________________________________________________________________________________________


Á blaðsíðu 27 í tíðnistefnu Póst- og fjarskiptastofnunar er þessi texti um starfsemi radíóamatöra:


6.11 Radíóáhugamannaþjónusta. Þjónusta fyrir radíóáhugamenn (radíóamatöra) er viðurkennd af hálfu ITU með formlegri þjónustuskilgreiningu í fjarskiptareglum og sérstaklega úthlutuðu tíðnisviði fyrir þá. Það er mat PFS að auka þurfi fræðslu og eftirlit með þessari þjónustu og meta hvort ástæða sé til að endurskoða hámarkssendistyrk sem leyfður er í þéttbýli Þá verður metið hvort ástæða er til að gera kröfur um tiltekna lágmarksfjarlægð loftnets frá íbúðarhúsnæði m.t.t. alþjóðlegra viðmiða.

6.12 Eftirlit með tíðnisviðinu.

  • PFS hyggst auka frumkvæðiseftirlit með tíðnisviðinu. Stofnunin hefur á síðustu árum bætt tækjakost sinn sem gerir henni kleift að fylgjast með að tíðninotkun sé í samræmi við tíðniheimildir og þau skilyrði sem þar eru sett.
  • PFS mun styrkja enn frekar upplýsingakerfi stofnunarinnar til að auðvelda utanumhald mikilvægra upplýsinga um tíðniúthlutanir og staðsetningarupplýsinga fjarskiptavirkja.
  • Sérstakt tillit verður tekið til mikilvægra fjarskipta við úthlutun tíðna og staðsetningu fjarskiptavirkja. Þannig verði komið í veg fyrir hugsanlegar truflanir á mikilvægum fjarskiptum. Með mikilvægum fjarskiptum er t.d. átt við öryggisfjarskipti og flugfjarskipti.

Spurningar: Hver er skoðun hagsmunaaðila á eftirliti PFS með tíðnisviðinu? Er þörf á þessari auknu áherslu?

Annað
Er eitthvað annað sem hagsmunaaðilar vilja koma á framfæri varðandi tíðnistefnuna?

Tíðnistefnu PFS (27 bls.) má nálgast á þessum hlekk: http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=112&module_id=220&element_id=3259

IARU HF Championship keppnin fer fram dagana 9. og 10. júlí 2011. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Hér á eftir er gerð grein fyrir keppnisreglum og er vert að kynna sér þær vel.

  • Keppnin er opin öllum radíóamatörum.
  • Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
  • Keppnin er sólarhringskeppni og hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 9. júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 10. júlí. Þátttaka er heimil allt tímabil keppninnar og hvorki er áskilið að einmenningsstöðvar né fjölskipaðar stöðvar geri hvíldarhlé á þátttöku. Flokkar þátttöku eru þrír: „Einmenningsstöðvar”, „Fjölskipaðar stöðvar með einn sendi” og „Flokkur stöðva landsfélaga í IARU – „HQ” stöðvar”.

I. EINMENNINGSSTÖÐVAR

  • Tal (SSB) einvörðungu. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Mors (CW) einvörðungu. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Tal og mors (SSB/CW)i. Velja má um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP.
  • Háafl: Yfir 150W útgangsafl; lágafl allt að 150W útgangsafl; og QRP allt að 5W útgangsafl.

a. Einn aðili hefur öll QSO og skráir allar upplýsingar í keppnisdagbók.
b. Óheimilt er að nota upplýsingar á þyrpingu (e. spotting nets), “packet” eða fjölrása afruglara (e. multi-channel decoders) s.s. “CW skimmers”. Einmenningsstöðvar sem uppvísar verða af slíkri notkun verða skráðar í keppnisflokk með fjölskipuðum stöðvum með einn sendi.
c. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.
d. Aðeins er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á hverjum tíma.

II. FJÖLSKIPAÐRAR STÖÐVAR MEÐ EINN SENDI

  • Einn flokkur er í boði, tal og mors (SSB/CW).

a. Dvelja verður að lágmarki í 10 mínútur á tilteknu bandi og á tiltekinni tegund útgeislunar, áður en skipt er um band eða tegund útgeislunar.
b. Aðeins er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á hverjum tíma.
c. Óheimilt er að nota aðra sendi-/móttökustöð sem einvörðungu safnar margföldurum.
d. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.
e. Stöðvar sem virða ekki reglu um lágmarksdvöl á bandi og/eða á tiltekinni tegund útgeislunar, verða skráðar úr keppni og keppnisdagbækur þeirra notaðar eru til samanburðar (e. checklog).

III. FLOKKUR STÖÐVA LANDSFÉLAGA IARU

a. Slíkum stöðvum er heimilt að hafa eitt merki í loftinu á tiltekinni tegund útgeislunar á tilteknu bandi, samtímis. Það er, á 160m CW, 160m SSB; 80m CW, 80m SSB; 40m CW, 40m SSB; 20m CW, 20m SSB; 15m CW, 15m SSB; 10m CW, 10m SSB).
b. Allar „HQ” stöðvar skulu starfa innan sama ITU svæðis (e. zone).
c. Landsfélögunum er aðeins heimilt að nota eitt „HQ” kallmerki á hverju framangreindra banda.
d. Ætíð ber að starfa innan heimilda sem radíóamatörum eru veittar í reglugerðum um starfsemi þeirra í hverju þjóðlandi.

Samskiptin
a. „HQ” stöðvar aðildarfélaga IARU senda RS(T) skilaboð ásamt bókstöfum sem er skammstöfun fyrir viðkomandi aðildarfélag (skammstöfunin fyrir TF3HQ er t.d. „IRA”). Klúbbstöð alþjóðaskrifstofu IARU (NU1AW) telst til flokks “HQ” stöðva. Stjórnarmenn í IARU og stjórnarmenn í stjórnarnefndum hinna þriggja svæða IARU (I, II og III) senda “AC” og „R1″, „R2″ eða „R3″ (í stað skammstöfunarkóða), eftir því sem við á.
b. Allar aðrar stöðvar í keppninni senda RS(T) skilaboð ásamt númeri fyrir viðkomandi ITU svæði (Ísland er í ITU svæði 17).
c. Til að QSO teljist fullgilt fyrir QSO punkta, þarf að skrá allar upplýsingar í keppnisdagbók.

Gild sambönd
a. Heimilt er að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tiltekinni tegund útgeislunar á tilteknu bandi.
b. Stöðvar sem keppa í flokki þar sem bæði tal og mors eru í boði (SSB/CW) er heimilt að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tilteknu bandi og tiltekinni tegund útgeislunar.
c. Aðeins þau sambönd sem fara fram innan þeirra tíðnisviða sem almennt eru skilgreind til notkunar fyrir viðkomandi tegund útgeislunar á tilteknu bandi, veita QSO punkta.
d. Á sérhverju bandi er heimilt að hafa samband við sömu stöð einu sinni á tali (innan tilgreinds tíðnisviðs) og einu sinni á morsi (innan tilgreinds tíðnisviðs).
e. Sambönd sem ekki eru höfð á sömu tegund útgeislunar eða á sama bandi (e. cross mode og cross band) veita ekki QSO punkta. Það sama gildir um sambönd um endurvarpsstöðvar.
f. Í þeim þjóðlöndum, þar sem svo háttar að keppnisstöðvum er úthlutað tilgreindu tíðnisviði í bandskipulagi, ber að virða slíkt skipulag.
g. Notkun talsíma, internets eða hjálparmiðla af því tagi, í því skyni að auðvelda eða koma á sambandi við tiltekna stöð/stöðvar, stríðir gegn keppnisreglum og markmiði keppninnar.
h. Það sama gildir um: “self-spotting techniques on packet or other mediums”.

QSO stig
a. Sambönd sem höfð eru við stöðvar innan eigin ITU svæðis (hjá TF innan ITU svæðis 17) þ.m.t. sambönd við „HQ” stöðvar aðildarfélaga landsfélaga í IARU eða við stjórnarmenn í IARU og í stjórnarnefndum IARU svæðanna þriggja, veita 1 stig.
b. Sambönd við stöð í sama ITU svæði en á öðru meginlandi veita 1 stig.
c. Sambönd innan eigin meginlands (en við stöð á öðru ITU svæði) veita 3 stig.
d. Sambönd við annað meginland og annað ITU svæði veita 5 stig.

Margfaldarar
a. Heildarfjöldi ITU svæða og heildarfjöldi klúbbstöðva aðildarfélaga IARU sem haft hefur verið samband við er lagður saman á hverju bandi (ath. ekki eftir tegund útgeislunar). Sambönd við stjórnarmenn í IARU (og svæðunum) geta gefið mest 4 margfaldara á bandi („AC”; „R1″; „R2″; og „R3″).
b. Sambönd við IARU klúbbstöðvar og stjórnarmenn í IARU gilda ekki sem margfaldarar.
c. Sambönd við stjórnarmenn í IARU og sambönd við stjórnarmenn í stjórnarnefndum IARU svæðanna, gilda aðeins sem margfaldari ef þær stöðvar eru starfræktar af viðkomandi leyfishafa og þær keppa í flokki einmenningsstöðva.

Niðurstaða
Samanlagður fjöldi QSO stiga er margfaldaður með samanlögðum fjölda margfaldara.

Innsending keppnisgagna
a. Keppnisgögn þurfa að vera póststimpluð eða send í tölvupósti eigi síðar en 30 dögum eftir lok keppninnar.
b. Keppnisdagbækur á rafrænu formi þurfa að vera á svokölluðu „Cabrillo” formi.
c. Keppnisdagbækur á rafrænu formi, sem sendar eru í tölvupósti, ber að setja í viðhengi.
d. Keppnisdagbækur sem skilað er á rafrænu formi þurfa að hafa kallmerki (sem notað var í keppninni) í skráarheiti.
e. Keppnisdagbók skal færð í tímaröð en ekki skipt upp eftir böndum eða tegund útgeislunar.
f. Keppnisdagbækur sem sendar eru í tölvupósti skal senda sem viðhengi á IARUH@iaru.org.
g. Keppnisdagbækur sem skilað er á rafrænu formi þurfa að hafa kallmerki sem notað var í keppninni skráð í innihaldslínu tölvupósts (e. subject line of the email).
h. Keppnisdagbækur sem eru sendar á disklingi í pósti, skulu sendar á eftirfarandi póstfang: IARU HF Championship, IARU International Secretariat, Box 310905, Newington, CT 06111-0905 U.S.A.
i. Keppnisdagbækur sem eru sendar á disklingi í pósti, þarf að merkja greinilega með kallmerki stöðvar, nafni keppni, þátttökuflokki og dagsetningu.
j. Þátttakendum er heimilt að umskrá dagbækur sem færðar hafa verið á pappír á „Cabrillo” form. Þá skal slá inn upplýsingar um eitt QSO í einu og nota hjálparforrit sem sækja má á vefsíðuna: www.b4h.net/cabforms.
k. Keppnisdagbækur færðar á pappír, skulu færðar í tímaröð en ekki skipt upp eftir böndum eða tegund útgeislunar. Þær þurfa að veita greinilegar upplýsingar um sérhvert QSO samkvæmt eftirfarandi: Band, tegund útgeislunar, dagsetningu, tíma (GMT), kallmerki, upplýsingar um keppnisskilaboð (send og móttekin), margfaldara og QSO punkta.
l. Í keppnisdagbók á pappír skal merkja við margfaldara í fyrsta skipti sem þeim er náð á hverju bandi.
m. Keppnisdagbókum, sem færðar eru á pappír, og innihalda yfir 500 QSO, skulu fylgja sérstök yfirlitsblöð keppninnar eða ljósrit af þeim (þau má sækja á heimasíðu keppninnar) og gera grein fyrir tvíteknum samböndum (e. dups). Slík sambönd skulu skráð í stafrófsröð og skipt eftir böndum og tegund útgeislunar.
n. Öll sambönd sem skráð eru í keppnisdagbækur á pappír, skulu færðar í tímaröð en ekki skipt eftir böndum eða tegund útgeislunar.
o. Keppnisdagbækur á pappír ber að póstleggja til IARU International Secretariat, Box 310905, Newington CT 061111-0905, U.S.A.
p. Keppnisdagbókum á pappír skal fylgja sérstakt yfirlitsblað frá keppninni (eða gott ljósrit) þar sem skráðar eru nauðsynlegar upplýsingar um keppnina.

Viðurkenningarskjöl
a. Viðurkenningarskjöl verða veitt fyrir bestan árangur í hverjum keppnisflokki á sérhverju ITU svæði, sérhverri DXCC einingu og í sérhverri deild ARRL.
b. Landsfélögum IARU verða veitt viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku klúbbstöðva þeirra svo og stjórnarmönnum í IRAU og stjórnarmönnum í stjórnarnefndum svæða IRAU.
c. Viðurkenningarskjöl þeirra þátttakenda sem hafa a.m.k. 250 QSO og 75 margfaldara verða sérgreind, því til staðfestingar.

Skilyrði þátttöku
a. Þeir leyfishafar sem senda inn keppnisdagbækur veita sjálfvirkt heimild fyrir því að dagbækur þeirra megi gera opinberar sé það ákvörðun keppnishaldara.
b. Sérhver leyfishafi skuldbindur sig að fara eftir keppnisreglum og að starfa innan heimilda sem þeim eru veittar í reglugerðum um starfsemi radíóamatöra í viðkomandi þjóðlandi. Ennfremur samþykkja þátttakendur að hlíta niðurstöðum viðurkenningarnefndar ARRL sem starfar í umboði alþjóðaskrifstofu IARU.

Frávísun úr keppni
a. Þátttakendum sem senda inn keppnisdagbækur með reiknaðri heildarniðurstöðu punkta, sem við yfirferð er skert um meir en 2%, kann að verða vísað úr keppni.
b. Þátttakendum sem senda inn keppnisdagbækur á pappír með reiknaðri heildarniðurstöðu punkta, sem við yfirferð er skert m meir en 2%, kann að verða vísað úr keppni.
c. Refsing fyrir sérhvert tvítekið samband og fyrir sérhvert kallmerki sem ekki er rétt móttekið/skráð í keppnisdagbók, hefur í för með sér frádrátt á 3 samböndum.
d. Refsing fyrir sérhvert kallmerki sem ekki er rétt móttekið/skráð í keppnisdagbók á rafrænu formi, er metið til frádráttar á einu sambandi.

Hlekkur heimasíðu keppninnar og keppnisreglur á ensku: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship
Hlekkur fyrir keppnisdagbók á pappír: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Logs/iarulog.pdf
Hlekkur fyrir samantektarblað á pappír: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Logs/iaruhf.pdf


Fyrirspurnum má beina til TF2JB (tölvupóstfang: jonas hjá hag.is).

Alls fara átta leyfishafar til Jan Mayen; hér eru fimm þeirra. Jón Ágúst, TF3ZA, er fjórði frá vinstri. Ljósm.: TF3ARI.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, heimsótti bækistöðvar JX5O leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík í gær, þann 3. júlí. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að leggja úr höfn á Dalvík í dag kl. 20 (4. júlí). Þegar Ara bar að garði voru prófanir svo gott sem um garð gengnar og allt var samkvæmt áætlun og hafði gengið vel. Rafstöðvar voru prufukeyrðar, sendi-/mótttökustöðvar, loftnet og annar búnaður. Ari tók nokkrar ljósmyndir við þetta tækifæri sem sjá má hér á eftir. Leiðangursmenn áætla að verða í loftinu frá Jan Mayen dagana 6.-14. júlí n.k. Ara skildist á leiðangursmönnum að enginn þeirra hafi reynslu af skútusiglingum og sagðist hann hafa mælt með að þeir taki með sér sjóveikitöflur (en Ari hefur töluverða reynslu af skútusiglingum). Áætlaðar vinnutíðnir leiðangursins voru annars birtar hér á heimasíðunni nýlega. Heimasíða leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/

Björn Mohr, SM0DMG, við Icom IC-7400 stöðina. Hann var mjög ánægður með purfukeyrslu á HexBeam netinu.

HexBeam loftnetið við bækistöðvar leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík, séð úr fjarlægð. Ljósmynd: TF3ARI.

Bestu þakkir til TF3ARI fyrir myndirnar og upplýsingarnar.

Innheimta félagsgjalda Í.R.A. stendur nú yfir og hófst með útsendingu gíróseðla til félagsmanna þann 8. júní s.l. Samkvæmt félagslögum er Innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 4000 krónur og síðarnefndi hópurinn greiðir hálft gjald, 2000 krónur. Fjárhæð árgjalds var ákveðin á aðalfundi félagsins þann 21. maí s.l.

Yfirstandandi félagsár sem nú er til innheimtu er fyrir tímbilið 2011/2012, þ.e. 12 mánaða tímabilið júní 2011 til maí 2012. Þetta er þriðja félagsárið sem félagsgjald er óbreytt að krónutölu, eða 4000 krónur. Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.

73 de Gísli Ófeigsson, TF3G,
gjaldkeri Í.R.A.
(tf3g@amsat.org).

Jan, OY3JE, notar sambyggt 4 staka Quad loftnet á 70 MHz og 50 MHz böndunum.

Þann 2. júlí náðist líklega fyrsta sambandið á milli Íslands og Færeyja á 70 MHz. Þeir sem höfðu sambandið voru Stephan Senz, TF/DL3GCS og Jan Egholm, OY3JE. Sambandið var haft á MS; QRG 70.169.9 MHz og JT6M teg. útgeislunar. Fram kom í tölvupósti frá Jan í dag, að sambandið hafi alls tekið 1,5 klst. Hann notaði sambyggt 4 staka Quad loftnet fyrir 70 MHz og 50 MHz böndin. Hann sagði ennfremur, að það væri aðeins í um 2 metra hæð yfir þaki. Ekki er vitað um búnað Stephan, TF/DL3GCS. Fram kom hjá Jan, að með sambandinu við TF í dag er hann alls kominn með 29 DXCC einingar á 70 MHz og flest þeirra sambanda væru MS sambönd á JT65 eða FSK441 teg. útgeislunar.

Ofangreint samband er að öllum líkindum fyrsta sambandið á 70 MHz á milli landanna tveggja, a.m.k. á núverandi leyfistímabili sem hófst þann 19. febrúar 2010. En líkt og fram kom á þessum vettvangi nýlega, stundaði Einar Pálsson, TF3EA (sk) stundaði tilraunir á 70 MHz og hafði heimild til að nota bandið til MS tilrauna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum í 1. tbl. CQ TF 1970, hafði hann fyrsta DX sambandið á MS á 4 metrunum þann 27. júní 1969. Það var við breska radíóamatöra, þ.e. G3JVL og síðan G8LY. Hugsanlegt er, að aðrir leyfishafar hafi fengið heimildir til að nota 70 MHz frá því Einar heitinn stundaði sínar tilraunir, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Áhugavert væri að frétta ef einhverjir muna slíkt, en Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, telur sig jafnvel muna eftir skrifum um virkni frá TF á 70 MHz í RadCom blaðinu fyrir einhverjum árum.

Þess má geta, að tveir breskir leyfishafar eru væntanlegir til landsins í lok þessa mánaðar og munu dveljast hérlendis út ágústmánuð. Þeir hafa báðir fengið heimild Póst- og fjarskiptastofnunarinnar til að gera tilraunir í 70 MHz tíðnisviðinu.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. júlí og síðan verði farið til Dalvíkur á mánudag. Í framhaldi, verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi sama dags (4. júlí). Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á ný að morgni 15. júlí og áætlað er að leiðangurinn komi til Ísafjarðar um hádegisbilið þann 16. júlí. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE.

DX-leiðangurinn til Jan Mayen, JX5O, dagana 6.-14. júlí n.k., verður QRV á eftirfarandi vinnutíðnum/teg. útgeislunar samkvæmt böndum:

Unknown macro: {center}Band (metrar)

Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}RTTY

BPSK 63

SSB

Unknown macro: {center}40

7.024 up
Unknown macro: {center}7.034 up

Unknown macro: {center}7.038 up

7.074 up + 7.144 RX NA
Unknown macro: {center}30

10.124 up
Unknown macro: {center}10.141 up

10.141 up
Unknown macro: {center}n/a

Unknown macro: {center}20

14.034 up
Unknown macro: {center}14.086 up

14.074 up
Unknown macro: {center}14.215 up

Unknown macro: {center}17

18.084 up
Unknown macro: {center}18.105 up

18.098 up
Unknown macro: {center}18.135 up

Unknown macro: {center}15

21.034 up
Unknown macro: {center}21.086 up

21.068 up
Unknown macro: {center}21.275 up

Unknown macro: {center}12

24.904 up
Unknown macro: {center}24.920 up

24.920 up
Unknown macro: {center}24.955 up

Unknown macro: {center}10

28.034 up
Unknown macro: {center}28.090 up

28.074 up
Unknown macro: {center}28.505 up

Unknown macro: {center}6

50.094 up
Unknown macro: {center}n/a

Unknown macro: {center}n/a

Unknown macro: {center}50.120 up

Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst og öðrum leiðangursmönnum góðrar ferðar.

Sjá heimasíðu leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/

(þess má geta, að Jón Ágúst er sonur Erlings Guðnasonar, TF3EE).

IARU HF Championship keppnin 2011 fer fram helgina 9. og 10. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni sem hefst á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á sunnudegi. Þetta er áhugaverð keppni og að mörgu leyti aðgengileg keppni (t.d. án ákvæðis um hvíldartíma o.fl.) og tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á íslensku og munu birtast í nýju tölublaði CQ TF sem væntanlegt er á næstunni. Hér á eftir má sjá stutta samantekt um keppnina og keppnisflokka:

  • IARU HF Championship keppnin er opin öllum radíóamatörum.
  • Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
  • Keppnin er sólarhringskeppni og hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 9. júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi sunnudaginn 10. júlí. Þátttaka er heimil allt tímabil keppninnar og hvorki er áskilið að einmenningsstöðvar né fjölskipaðar stöðvar geri hvíldarhlé á þátttöku. Flokkar þátttöku eru þrír: „Einmenningsstöðvar”, „Fjölskipaðar stöðvar með einn sendi” og „Flokkur stöðva landsfélaga í IARU – „HQ” stöðvar”.

Í flokki einmenningsstöðva eru í boði 3 keppnisflokkar, þ.e. á tali (SSB), á morsi (CW) og á tali og morsi (SSB/CW). Í sérhverjum keppnisflokki má síðan velja um þátttöku í 3 flokkum: Háafli, lágafli eða QRP. (Háafl: Yfir 150W útgangsafl; lágafl allt að 150W útgangsafl; og QRP allt að 5W útgangsafl). Í flokki fjölskipaðra stöðva með einn sendi, er einn flokkur í boði, þ.e. á tali og morsi (SSB/CW).

Hlekkur heimasíðu keppninnar og keppnisreglur á ensku: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship

Ársæll Óskarsson, TF3AO

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 12.-13. febrúar 2011. Alls sendu fjórar TF stöðvar inn keppnisdagbækur. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild, eða 933,500 stig. Að baki þeim árangri voru alls 844 QSO og 500 forskeyti. Þess má geta, að Ársæll var líka með bestan árangur af TF stöðvum í keppninni fyrra (2010). Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var einnig með mjög góðan árangur og bestan í sínum keppnisflokki (öll bönd, hámarks útgangsafl) eða 885,705 stig. Aðrir þátttakendur voru jafnframt með ágætan árangur í sínum keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Heildarárangur (stig)

QSO (fjöldi)

Forskeyti (fjöldi)

14 MHz, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3AO*

Unknown macro: {center}933,500

Unknown macro: {center}844

Unknown macro: {center}500

14 MHz, mest 100W útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3PPN*

Unknown macro: {center}413,971

Unknown macro: {center}549

Unknown macro: {center}347

Öll bönd, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF3IG*

Unknown macro: {center}885,705

Unknown macro: {center}861

Unknown macro: {center}411

Öll bönd, hámarks útgangsafl
Unknown macro: {center}TF1AM

Unknown macro: {center}355,014

Unknown macro: {center}493

Unknown macro: {center}326

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Guðmundur I. Hjálmtýsson, TF3IG

Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum til hamingju með árangurinn.

APRS búnaðurinn er staðsettur á sérstöku borði í fjarskiptaherbergi TF3IRA á bak við færanlega millivegginn

APRS stafvarpinn TF3RPG er QRV á 144.800 MHz frá félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði sérstöku kallmerki fyrir stöðina, TF3RPG, þann 10. júní s.l. Vinna við uppsetningu APRS stafvarpa í fjarskiptaherbergi félagsins hófst þann 2. apríl s.l. með uppsetningu nýs APRS loftnets. Í framhaldi var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafvarpa- og internetgátt fyrir APRS kerfið þann 7. apríl. Aðstaðan er á sérstöku borði sem sett var upp á milli fjarskiptaborða A og B í stöðvarherberginu. Fyrir er annar APRS stafvarpi sem staðsettur er í Hraunbæ í Reykjavík og settur var upp í fyrrasumar (2010). Hann fékk einnig úthlutað kallmerki þann 10. júní s.l. sem er TF3RPF og verður hann rekinn áfram. Að auki, er rekin sambyggð stafavarpa- og internetgátt hjá Róbert Harry Jónssyni, TF8TTY, í Reykjanesbæ. Og að sögn Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA (forsvarsmanns APRS hópsins) þann 26. júní, rekur hann einnig APRS stafvarpa frá eigin QTH’i um þessar mundir í tilraunaskyni. Loks er til skoðunar að setja upp APRS stafavarpa á Akureyri í samvinnu við Þórð Ívarsson, TF5PX.

Á borðinu hægra megin við FT-1000MP stöðina, má sjá núverandi búnað fyrir APRS stafvarpann, m.a. fartölvu, aflgjafa og BIRD aflmæli. Sendi-/mótttökustöðin á 144.800 MHz er 2W handstöð og er staðsett á bak við fartölvuna. 2W handstöðin er hugsuð til bráðabirgða en til framtíðar verður sett upp 25W stöð fyrir verkefnið.

Hvað er APRS? APRS er skammstöfun sem stendur fyrir „Automatic Packet Reporting System”. Kerfið var hannað af WB4APR og hófust tilraunir hans af þessu tagi fyrir tæpum 30 árum. Upp úr 1990 hafði hann þróað kerfið til notkunar fyrir radíóamatöra og kynnti það í þeirra hópi. Síðastliðin 10 ár hafa vinsældir APRS meðal radíóamatöra vaxið um allan heim. APRS er fyrst og fremst notað sem skilaboðakerfi um staðsetningu hjá radíóamatörum, sem er ekki síst mikilvægt við gerð tilrauna. APRS kerfið gefur þar að auki möguleika á sendingu smáskilaboða á milli leyfishafa. Í raun er um að ræða kerfi, þar sem sjá má staðsetningu farartækis leyfishafa á skjá á tölvu sem tengd er við internetið þar sem skilaboðin fara í gegnum svokallaða stafvarpa (e. digipeters) sem eru nettengdir (það er þó ekki skilyrði). Niðurskipting tíðna á IARU Svæði 1 gerir ráð fyrir APRS notkun á 144.800 MHz (og „voice alert” möguleika á 136.5 Hz CTCSS). Íslenskir radíóamatörar virða þá niðurskiptingu. Þegar send eru skilaboð, eru þau örstutt (mest 5 sekúndur) og er sendingin mótuð með tveimur tónum. Fræðilega séð, getur bandvídd svipað til FM mótaðs talmerkis, enda eru notuð venjuleg FM sendi-/móttökutæki. Virk bandbreidd er þó þrengri eða innan við 3 kHz enda um að ræða frekar hæga stafræna mótun, AFSK, „ofan á” FM mótun.

Sá hópur félagsmanna, sem einkum stendur að baki APRS verkefninu, eru þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; Haraldur Þórðarson, TF3HP, Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, Þórður Ívarsson, TF5PX og Þór Magnússon, TF3TON. Að auki hafa þeir LA6IM (TF8BK) og TF3WP (DF8WP) komið að verkefninu. Leita má til Jóns Þórodds með spurningar um APRS kerfið og hvernig menn koma sér upp slíkum búnaði.

Til að fylgjast með APRS umferð á netinu, má smella á eftirfarandi hlekk: http://aprs.fi/

Ljósmyndir: TF2JB.

Talið frá vinstri: Bjarni Sverrisson, TF3GB; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Robert (Bob) Chandler, VE3SRE; Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Bjarni Magnússon, TF3BM; og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB. Ljósmynd: Jónas Bjarnason, TF2JB.

Góður gestur kom í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 23. júní. Það er Robert G. Chandler, VE3SRE. Hann er hér á rúmlega viku ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í fríi en þau hjón eru bústett í Toronto í Kanada. Bob hefur verið leyfishafi í rúmlega tvo áratugi (frá 1990) og er áhugamaður um keppnir og hefur t.d. fengið úthlutað sérstöku kallmerki fyrir keppnisþátttöku, sem er VA2SRE (þegar hann tekur þátt í keppnum frá sérstakri aðstöðu sem hann hefur í Quebec). Hann er annars félagi í hópi radíóamatöra sem taka sig árlega saman um þáttöku í stærstu alþjóðlegu keppnunum, m.a. CQ World-Wide og segir hann, að í CQ keppnunum geri þeir yfirleitt ferðir innan Kanada í CQ svæði 2 (e. zone) sem er sjaldgæfur margfaldari; t.d. til VE2/VO2 (Labrador)/VE8 (Nunavut) o.fl. Bob sagði að þau hjón væru yfir sig hrifin af landi og þjóð og ætla að koma aftur sem allra fyrst.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bob fyrir innlitið.

Gerð hefur verið pöntun fyrir TF3IRA á svokölluðum “LVB Tracker” frá AMSAT. Um er að ræða viðmót til tengingar á milli fjölstillisins fyrir Yaesu G-5400B sambyggða rótorinn og Dell 566 PC-tölvu félagsins. AMSAT hefur selt þennan búnað frá árinu 2007 og hefur hann komið vel út og notið vinsælda. Þegar búnaðurinn kemur til landsins og hefur verið tengdur, verður möguleiki til VHF/UHF fjarskipta um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni loks komin í endanlegt horf. Þess er að vænta að TF3IRA verði þannig að fullu QRV í júlímánuði n.k. Búnaðurinn kostar $200 á innkaupsverði.

Stutt yfirlit yfir gervihnattabúnað TF3IRA: VHF/UHF loftnet eru frá framleiðandanum M2 og eru hringpóluð Yagi loftnet. VHF netið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF loftnetið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. Rótorinn er af tegundinni Yaesu G-5400B sem er sambyggður rótor fyrir lóðréttar og láréttar loftnetastillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller), stýranlegur frá tölvu. VHF og UHF formagnarar stöðvarinnar eru frá SSB-Electronic. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suðhlutfall á UHF. Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl og er hún 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum:

Kallmerki

Leyfi

Leyfishafi / önnur not

Staðsetning stöðvar

Skýringar

TF2MSN N-leyfi Óðinn Þór Hallgímsson 300 Akranes Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3ED G-leyfi Arnþór Þórðarson 200 Kópavogur Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3NAN N-leyfi Haukur Þór Haraldsson 109 Reykjavík Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3PLN N-leyfi Piotr Brzozowski 221 Hafnarfjörður Stóðst próf til amatörleyfis 28.5.2011
TF3RPF Sérheimild APRS stafvarpi 110 Reykjavík Heimild til notkunar á 144.800 MHz, mest 25W
TF3RPG Sérheimild APRS stafvarpi 101 Reykjavík Heimild til notkunar á 144.800 MHz, mest 25W
TF8TL G-leyfi Tommi Laukka (SM7TAZ, F1VLL) 235 Reykjanesbær Leyfisveiting grundvallast á CEPT tilmælum T/R 61-02

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með ný kallmerki.