,

JX5O DX-leiðangurinn er lagður af stað

Alls fara átta leyfishafar til Jan Mayen; hér eru fimm þeirra. Jón Ágúst, TF3ZA, er fjórði frá vinstri. Ljósm.: TF3ARI.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, heimsótti bækistöðvar JX5O leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík í gær, þann 3. júlí. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að leggja úr höfn á Dalvík í dag kl. 20 (4. júlí). Þegar Ara bar að garði voru prófanir svo gott sem um garð gengnar og allt var samkvæmt áætlun og hafði gengið vel. Rafstöðvar voru prufukeyrðar, sendi-/mótttökustöðvar, loftnet og annar búnaður. Ari tók nokkrar ljósmyndir við þetta tækifæri sem sjá má hér á eftir. Leiðangursmenn áætla að verða í loftinu frá Jan Mayen dagana 6.-14. júlí n.k. Ara skildist á leiðangursmönnum að enginn þeirra hafi reynslu af skútusiglingum og sagðist hann hafa mælt með að þeir taki með sér sjóveikitöflur (en Ari hefur töluverða reynslu af skútusiglingum). Áætlaðar vinnutíðnir leiðangursins voru annars birtar hér á heimasíðunni nýlega. Heimasíða leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/

Björn Mohr, SM0DMG, við Icom IC-7400 stöðina. Hann var mjög ánægður með purfukeyrslu á HexBeam netinu.

HexBeam loftnetið við bækistöðvar leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík, séð úr fjarlægð. Ljósmynd: TF3ARI.

Bestu þakkir til TF3ARI fyrir myndirnar og upplýsingarnar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + 2 =