ARRL International DX keppnin 2012 á SSB verður haldin um komandi helgi, dagana 3.-4. mars. Keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardeginum (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Keppnin fer fram á öllum böndum, þ.e. frá 160-10 metra.

Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.

Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2). Frestur til að skila inn keppnisdagbókum er til 3. apríl n.k.

Vefslóð fyrir keppnisreglur: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Rules%20PDFs/2012/2012-ARRLDX-Rules-V4.pdf

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Þann 5. janúar var skýrt frá glæsilegri niðurstöðu Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW í CQ WPX DX SSB keppninni 2011 samkvæmt upplýsingum sem þá voru kunngerðar af keppnisnefnd CQ tímaritsins. Nú hafa borist heildarniðurstöður úr keppninni og eru þær birtar hér á eftir.

Keppnin fór fram helgina 26.-27. mars 2011. Að þessu sinni sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur í jafn mörgum keppnisflokkum, þ.e. einmenningsflokki, 14 MHz, háafli; einmenningsflokki, 14 MHz, lágafli; einmenningsflokki, 21 MHz, háafli, aðstoð og einmenningsflokki, 3,7 MHz, háafl. Líkt og áður hefur komið fram, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, afreksárangri í keppninni og varð í 2. sæti yfir heiminn og 1. sæti í Evrópu í sínum keppnisflokki.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, punktar

QSO

Forskeyti

Einmenningsflokkur, 14 MHz, hámarksafl TF3CW*
Unknown macro: {center}7,473,715

Unknown macro: {center}3105

Unknown macro: {center}1145

Einmenningsflokkur, 14 MHz, lágafl TF3JA
Unknown macro: {center}77

Unknown macro: {center}7

Unknown macro: {center}7

Einmenningsflokkur, 21 MHz, hámarksafl, aðstoð TF3AO
Unknown macro: {center}150,398

Unknown macro: {center}422

Unknown macro: {center}278

Einmenningsflokkur, 3,7 MHz, hámarksafl TF3SG
Unknown macro: {center}18,486

Unknown macro: {center}81

Unknown macro: {center}79

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Sigurður fær verðlaunaplatta (líkan þessum) frá keppnisnefnd CQ fyrir 1. sætið í Evrópu.

Richard L. King K5NA var á lyklinum frá TF4X í CQ WW 160 metra keppninni 2011.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2011. Morshluti keppni-
nnar fór fram 28.-30. janúar s.l. og talhlutinn 25.-27. febrúar s.l. Alls sendu fimm TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu
sinni, þ.e. fjórar í morshlutanum og ein í talhlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

Mors – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
Mors – Einmenningsflokkur, lágafl: 2 stöðvar.
Tal – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

TF4X var með afburðagóðan árangur í keppninni eða 1.031.438 heildarstig (alls 1.512 QSO). Það sama á ekki síður við um
TF3DX/m sem var með 51.728 heildarstig úr bílnum (alls 172 QSO).

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur (stig)

QSO

Margfaldarar

DXCC einingar

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF4X (K5NA op.)

Unknown macro: {center}1.031.438

Unknown macro: {center}1.512

Unknown macro: {center}41

Unknown macro: {center}76

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}125.633

Unknown macro: {center}284

Unknown macro: {center}26

Unknown macro: {center}47

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DX/m

Unknown macro: {center}51.728

Unknown macro: {center}172

Unknown macro: {center}13

Unknown macro: {center}40

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF8SM

Unknown macro: {center}13.644

Unknown macro: {center}85

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}36

Tal, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}26.488

Unknown macro: {center}111

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}40

Hamingjuóskir til hlutaðeigandi með árangurinn.


(Þakkir til TF4M fyrir meðfylgjandi ljósmynd).

Guðlaugur Kristinn Jónsson TF8GX í fjarskiptaherberginu ásamt dótturdóttur sinni Freyju.

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l.
liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman-
burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti
og Norðurlandatitli í keppnisriðlinum Einmenningsstöðvar, öll bönd, lágafl. Guðlaugur varð langefstur í riðlinum
af 102 þátttakendum frá Norðurlöndunum með 220.313 heildarstig. Þess má geta, að þetta er fjórði Norðurlandatitillinn
sem Guðlaugur Kristinn landar í keppnisriðlinum frá árinu 1999.

Árangur TF3W var einnig mjög góður, en félagsstöðin lenti í 4. sæti í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, einn sendir,
öll bönd, háafl af 35 þátttakendum frá Norðurlöndunum. Alls mönnuðu átta leyfishafar félagsstöðina í keppninni: TF3AO,
TF3CY, TF3FIN, TF3HP, TF3JA, TF3SA, TF3SG og TF3WIN.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF8GX

848

2.059

197

220.313

Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl

TF3AO

5

11

5

55

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl

TF3W

1.529

3.827

157

607.119

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar
fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Andrés Þórarinsson, TF3AM.

Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli. Yngvi Harðarson, TF3Y, var með 571.710 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 28 MHz, háafli frá TF4X (stöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M). Þá var Andrés Þórarinsson, TF3AM, með 484.472 heildarpunkta, en hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Ætlaður árangur (1)

Skýringar

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl
Unknown macro: {center}TF3AM

Unknown macro: {center}484.473

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}100.285

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3IG

Unknown macro: {center}3.956

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3PPN

Unknown macro: {center}34.650

 
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DC

Unknown macro: {center}32.918

 
Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF4X

Unknown macro: {center}571.710

TF3Y op.
Einmenningsflokkur, 10 metrar, lágafl
Unknown macro: {center}TF8GX

Unknown macro: {center}267.072

 
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3AO

Unknown macro: {center}153.722

 
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CY

Unknown macro: {center}135.256

 
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CW

Unknown macro: {center}1.444.550

 
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3ZA

Unknown macro: {center}147.599

 
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3W

Unknown macro: {center}47.278

TF3CY, TF3FIN, TF3HP og TF3JA op’s.

(1) claimed score.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Vefslóð keppnisnefndar CQ tímaritsins: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php

Yngvi Harðarson TF3Y við stjórnvölinn á TF4X í CQ WW DX SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF4M.

Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn
19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi.

WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni í fyrra (2010). Innkaupsverð er hagstætt og kostar WriteLog “version 10” t.d. $35. Ennfremur er fáanleg ódýrari útgáfa af forritinu sem kostar um helming af því verði.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

________________________


Vefslóð fyrir heimasíðu WriteLog: http://writelog.com/
Vefslóð með nytsömum upplýsingum um WriteLog: http://k9jy.com/blog/

Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l.
Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar-
inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27,
Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og Ísland (TF) 3.

Bestum árangri íslenskra stöðvar náði TF8GX sem varð í 24. sæti með alls 442 QSO í flokki einmenningsstöðva, á öllum
böndum, lágafli. TF3DC náði líka ágætum árangri og varð í 46. sæti í sama keppnisflokki með alls 205 QSO. Alls skiluðu
88 þátttakendur inn dagbóknum í keppnisflokknum. Þá varð TF3W (TF3SA op) í 48. sæti með alls 1244 QSO í flokki ein-
menningsstöðva, á öllum böndum, háafli. Alls skiluðu 109 þátttakendur inn dagbókum í keppnisflokknum. Þegar litið er til
þátttökutíma og aðstæðna íslensku stöðvanna verður árangur þeirra að teljast vel ásættanlegur.

Niðurstöður í talhluta keppninnar eru væntanlegar á næstunni. Í umsögn keppnisnefndar á heimasíðu segir m.a. að saman-
lagður fjöldi innsendra keppnisdagbóka (í báðum hlutum keppninnar) hafi verið um 15% meiri 2011 samanborið við fyrra ár.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Heimasíða (smella má á Results CW): http://sactest.net/

Alls tóku 10 TF stöðvar þátt í SSB-hluta CQ WW DX keppninnar sem haldinn var helgina 29.-30. október. Upplýsingar
liggja fyrir um ætlaðan árangur (e. claimed scores) tveggja þeirra, TF3CW og TF4X, sem er glæsilegur, sbr. meðfylgjandi töflu.

TF3ZA keppti í einmenningsflokki á 80 metrum, hámarksafli. Hann mun hafa haft um 1000 QSO. Samanlagður fjöldi margfaldara
(CQ Svæði og DXCC einingar) hjá honum var um 100, sem er mjög góður árangur á því bandi. Almennt séð voru skilyrð góð á
öllum böndum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, sagði, t.d. að þegar best gekk hjá honum í keppninni hafði hann haft um 240 QSO
á klukkustund, sem gerir 4 QSO á mínútu að meðaltali, sem verður að teljast afburða gott. Viðverutími TF3CW í keppninni var 40 klst.
og hjá TF4X, 30 klst.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Stöð virkjuð af

Árangur

QSO

DXCC einingar

CQ svæði

Einmenningsflokkur, 20 metrar, hámarksafl

TF3CW

TF3CW

1.444.550

3.910

136

38

Einmenningsflokkur, 10 metrar, hámarksafl

TF4X

TF3Y

571.710

3.124

93

25

Samkvæmt upplýsingum á þyrpingu (e. cluster) tóku eftirtaldar stöðvar einnig þátt í keppninni: TF3AM, TF3AO, TF3CY, TF3PPN,
TF3SG og TF8GX, auk TF3W sem var virkjuð (hluta laugardagsins) af TF3JA, TF3FIN, TF3HP og TF3WO.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Lokadagur fyrir innsendingu keppnisdagbóka er 21. nóvember n.k.
Á eftirfarandi vefslóð má fylgjast með innsendum dagbókum í keppninni: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php

Þorvaldur Stefánsson TF4M og Bjarni Sverrisson TF3GB sunnudaginn 9. október s.l.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, og Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna 2011, mæltu sér mót sunnudaginn 9. október s.l. á heimili þess síðarnefnda. Þar afhenti Bjarni Þorvaldi 1. verðaunin í TF útileikunum 2011, sem eru ágrafinn viðurkenningarskjöldur ásamt viðurkenningarskjali fyrir bestan árangur í útileikum ársins. Heildarstig voru alls 2.234.880, sem er einhver glæsilegasti árangur sem náðst hefur í 32 ára sögu TF útileikanna. Alls tóku 19 stöðvar þátt í viðburðinum að þessu sinni.

Stjórn Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Félagsstöðin TF3W var QRV í Scandinavian Activity SSB-keppninni sem stóð yfir helgina 8.-9. október. Alls náðust tæplega 1600 QSO sem er góður árangur miðað við aðstæður, en skilyrði voru ekki hagstæð ásamt því að SteppIR 3E Yagi loftnet stöðvarinnar var með bilaðan rótor. Það var Benedikt Sveinsson, TF3CY, sem stóð fyrir keppninni ásamt Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Aðrir sem tóku þátt í keppninni (um skemmri eða lengri tíma) voru: Ársæll Óskarsson, TF3AO; Gunnar Svanur Hjálmarsson, TF3FIN; Haraldur Þórðarson, TF3HP; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; og Stefán Arndal, TF3SA.

Að sögn Benedikts, voru skilyrðin nokkuð góð framan af laugardeginum, en versnuðu með kvöldinu (K stuðullinn fór t.d. upp í 4 um kl. 21). Harris 110 RF magnari félagsins var notaður í keppninni ca. á 600W útgangsafli. Líkt og áður segir, voru böndin nokkuð vel opin á laugardeginum og var stöðin QRV á 28 MHz og 21 MHz frá hádegi uns skipt var yfir á 14 MHz um kl. 19. Upp úr kl. 21 kom lægð í skilyrðin þar, en nýtt var opnun á 21 MHz fram undir miðnætti. Síðan var stöðin QRV á 7 MHz fram undir kl. 03, en skilyrði voru afar léleg. Stöðin var síðan QRV á ný upp úr kl. 07 á 14 MHz (og að hluta til á 21 MHz) til hádegis á sunnudeginum. A.m.k. tvær aðrar TF stöðvar voru skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, TF3ZA og TF8GX.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Bestu þakkir til Stefáns Arndal, TF3SA, fyrir ljósmyndir.