,

Niðurstöður komnar úr CW-hluta SAC keppninnar 2011

Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l.
Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar-
inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27,
Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og Ísland (TF) 3.

Bestum árangri íslenskra stöðvar náði TF8GX sem varð í 24. sæti með alls 442 QSO í flokki einmenningsstöðva, á öllum
böndum, lágafli. TF3DC náði líka ágætum árangri og varð í 46. sæti í sama keppnisflokki með alls 205 QSO. Alls skiluðu
88 þátttakendur inn dagbóknum í keppnisflokknum. Þá varð TF3W (TF3SA op) í 48. sæti með alls 1244 QSO í flokki ein-
menningsstöðva, á öllum böndum, háafli. Alls skiluðu 109 þátttakendur inn dagbókum í keppnisflokknum. Þegar litið er til
þátttökutíma og aðstæðna íslensku stöðvanna verður árangur þeirra að teljast vel ásættanlegur.

Niðurstöður í talhluta keppninnar eru væntanlegar á næstunni. Í umsögn keppnisnefndar á heimasíðu segir m.a. að saman-
lagður fjöldi innsendra keppnisdagbóka (í báðum hlutum keppninnar) hafi verið um 15% meiri 2011 samanborið við fyrra ár.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.


Heimasíða (smella má á Results CW): http://sactest.net/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × three =