Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars 2011 og gekk
framúrskarandi vel. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) liggja nú fyrir og náði Sigurður 2. sæti yfir heiminn í
einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Heildarniðurstaða hans var 8,050,468 stig. Þessi árangur tryggir honum jafnframt
1. sætið í Evrópu í sínum keppnisflokki.

Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda.
Hann var að jafnaði með 91,4 QSO á klst., sem samsvarar að meðaltali 1,8 samböndum á mínútu – allan þátttökutímann;
enda voru skilyrðin góð. Til marks um það má nefna, að hann gat haldið sömu vinnutíðni í 10 klst. samfleytt (QRG 14,154 MHz).
Sigurður notaði 4 staka ZX einbands Yagi loftnet í 20 metra hæð.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði til hamingju með framúrskarandi góðan árangur.

Morshluti CQ World-Wide WPX keppninnar fer fram helgina 28.-30. maí n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00
laugardaginn 28. maí og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 30. maí. Keppnin fer fram á eftirtöldum böndum: 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Í boði eru fjórir keppnisflokkar:

Keppnisflokkur

Undirflokkar

Annað

Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; og (c) allt að 5W Sjá skýringar í keppnisreglum
Einmenningsflokkur, aðstoð (a) Allt að 1500W; og (b) allt að 100W Sjá skýringar í keppnisreglum
Einmenningsflokkur, “overlay” (a) “Tribander/single element” og (b) “Rookie” Sjá skýringar í keppnisreglum
Fleirmenningsflokkur (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; og (c) enginn hámarksfjöldi senda Sjá skýringar í keppnisreglum

Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm

Tilkynningar um þátttöku: http://www.his.com/~wfeidt/Misc/wpxc2011.html

Í maíhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 25.-26. september 2010.
Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 647,752 stig.
Að baki þeim árangri voru alls 1,122 QSO, 165 DXCC einingar (e. entities); 43 svæði (e. zones) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada.
Þeir Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG og Ársæll Óskarsson, TF3AO, voru einnig með mjög góðan árangur.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

DXCC

Svæði

US/VE

Skýringar

Öll bönd TF3AM*

Unknown macro: {center}647,752

Unknown macro: {center}1,122

Unknown macro: {center}165

Unknown macro: {center}43

Unknown macro: {center}61

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3IG

Unknown macro: {center}496,052

Unknown macro: {center}948

Unknown macro: {center}155

Unknown macro: {center}44

Unknown macro: {center}45

Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF8SM

Unknown macro: {center}314,703

Unknown macro: {center}634

Unknown macro: {center}127

Unknown macro: {center}38

Unknown macro: {center}54

Hámarks útgangsafl
Öll bönd (A) TF3AO*

Unknown macro: {center}405,328

Unknown macro: {center}952

Unknown macro: {center}118

Unknown macro: {center}33

Unknown macro: {center}45

Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (A) TF3PPN

Unknown macro: {center}252,822

Unknown macro: {center}687

Unknown macro: {center}112

Unknown macro: {center}31

Unknown macro: {center}31

Mest 100W útgangsafl, aðstoð

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Bestu hamingjuóskir til þátttakenda.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars og gekk framúrskarandi vel. Niðurstaðan var: 3.285 QSO og 1170 forskeyti eða alls 8.085.560 stig. Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda. Sigurður var að jafnaði með 91,4 QSO á klst., sem samsvarar 1,8 QSO á mínútu – allan þátttökutímann; enda voru skilyrðin mjög góð. Til marks um það má nefna að hann gat haldið sömu vinnutíðni í 10 klst. samfleytt (QRG 14,154 MHz). Sigurður keppti í einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Hann notaði 4 staka ZX einbands Yagi loftnet í 20 metra hæð.

Stjórn félagsins óskar Sigurði til hamingju með þennan frábæra árangur.

TF2JB

TF3SG lánaði 21 m. háa stöng fyrir 80 metrana. Ljósm.: TF2JB.
(Myndin var tekin 6.12.2009).

Alls náðust 1,783 QSO frá TF3W í Russian DX Contest 2011 (RDXC) keppninni sem lauk kl. 11:59 í dag, 20. mars. Samkvæmt þessari niðurstöðu er áætlaður heildarárangur um 3 milljónir punkta. Að sögn Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW sem skipulagði keppnina er þessi niðurstaða mjög ásættanleg miðað við skilyrðin og í annan stað, að um var að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vildu kynnast þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður gat þess einnig, að þrátt fyrir allt, hafi heildarárangurinn sem stefnt var að, þ.e. 2,000 QSO, verið í sjónmáli. Þátttaka var bæði á CW og SSB.

Flest sambönd voru höfð á 20 metrunum í gær (laugardag) en í morgun (sunnudag) þegar opnaðist á 15 metrunum, komu þeir vel inn. Tæplega 200 QSO náðust á 80 metrunum, sem er góður árangur miðað við skilyrðin, en mjög gott loftnet var til ráðstöfunar í keppninni (lánað af TF3SG).

Þátttakendur voru: Benedikt Sveinsson, TF3CY; Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Óskar Sverrisson, TF3DC; Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN; Stefán Arndal, TF3SA; Sveinn Guðmundsson, TF3T; og Yngvi Harðarson, TF3Y. Margir félagsmenn lögðu leið sína í Skeljanesið og fylgdust með “okkar mönnum” í keppninni um helgina.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

TF2JB

Frá vinstri: TF3SA, TF3DC, TF3JA og TF3CW ræða um sérstöðu RDXC keppninnar. Ljósmynd: TF3LMN.

Ákveðið hefur verið að félagsstöðin verði virkjuð í The Russian DX Contest 2011 (RDXC) sem verður haldin um helgina, 19. til 20. mars. Um verður að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vilja kynnast og fá leiðbeiningar um þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun leiðbeina og verða til aðstoðar. RDXC er heppileg sem „æfinga- og kynningarkeppni” þar sem hún er sólarhringskeppni (stendur yfir í 24 klst.) og keppt er bæði á CW og SSB, auk þess sem er þægilegt að hún hefst kl. 12 á hádegi á laugardegi og lýkur á sama tíma á sunnudegi.

Sigurður, TF3CW, gerir uppkast að viðverutöflu fyrir þátttakendur í keppninni. Ljósmynd: TF3LMN.

Verkefnið hefur verið til umræðu og í mótun á meðal áhugasamra sem hafa mætt í félagsaðstöðuna nokkra undanfarna fimmtudaga og var nánar til kynningar að afloknu erindi TF3AM í Skeljanesinu s.l. fimmtudag (10. mars). Þá var settur upp þátttökulisti og er þegar fullbókað í keppnina. Fyrirhugað er, að hópurinn hittist á laugardag kl. 09:00 í Skeljanesi og mun Sigurður undirbúa hópinn fyrir keppnina. Þótt fullbókað sé í keppnina, er áhugasömum félagsmönnum velkomið að mæta og fylgjast með. Þrátt fyrir að um æfinga- og kynningarkeppni sé að ræða, er markið sett hátt, eða á a.m.k. 2000 QSO. Kallmerkið TF3W verður notað í keppninni.

SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins verður m.a. notað í RDXC keppninni. Ljósmynd: TF2JB.

Sjá nánar: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

TF2JB

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun starfrækja stöð félagsins í ARRL DX Phone keppninni 5.-6. mars n.k. og nota kallmerkið TF3W. Keppnin hefst kl. 00:00 laugardaginn 5. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 6. mars. Sigurður mun keppa í einmenningsflokki á 14 MHz á hámarksafli (1kW).

Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í W/VE. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi. Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni. Í Kanada gilda fylkin: NB (VE1, 9); NS (VE1); QC (VE2); ON (VE3); MB (VE4); SK (VE5); AB (VE6); BC (VE7); NWT (VE8); NF (VO1); LB (VO2); NU (VYØ); YT (VY1); og PEI (VY2).

TF2JB

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW WPX keppninni árið 2010, en SSB-hluti hennar fór fram helgina 30.-31. október s.l. Alls sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni. Keppt var í tveimur flokkum, þ.e. einmenningsflokki, öllum böndum á hámarksafli og í einmenningsflokki á 7 MHz á hámarksafli. Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, var með bestan árangur í fyrri flokknum, eða 601,869 punkta og Sigurður R. Jakobsson, TF1CW, var með 383,088 punkta í þeim síðari.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar QSO Forskeyti
Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF8GX*
Unknown macro: {center}601,869

Unknown macro: {center}874

Unknown macro: {center}457

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF3AO
Unknown macro: {center}280,847

Unknown macro: {center}540

Unknown macro: {center}371

Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl TF3SG
Unknown macro: {center}101,790

Unknown macro: {center}218

Unknown macro: {center}174

Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarksafl TF1CW*
Unknown macro: {center}323,088

Unknown macro: {center}440

Unknown macro: {center}318

*Viðkomandi stöð fær heiðursskjal frá CQ Magazine fyrir bestan árangur í sínum keppnisflokki.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.

Þrjátíu árum eftir góða útkomu í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980 frá TF3IRA hittust fjórmenningarnir á ný í fjarskiptaherbergi Í.R.A.: Yngvi Harðarson, TF3Y, Jónas Bjarnason, TF2JB, Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3MLN.

Fjórir félagsmenn, sem mönnuðu TF3IRA í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980, færðu félaginu að gjöf, innrammaða ljósmynd af hópnum sem tekin var af TF3AC (sk) eftir keppnina í þáverandi fjarskiptaherbergi félagsins við Dugguvog í Reykjavík. Í grein um niðurstöður keppninnar, sem birtist í CQ tímaritinu árið 1981, birtist ljósmynd af fjórmenningunum á forsíðu. Ljósmyndin af hópnum hefur nú verið stækkuð og römmuð inn ásamt ljósriti af greininni í CQ tímaritinu og upplýsingum um heildarárangur TF3IRA í keppninni árið 1980, sem var: 2.778.117 punktar, þ.e. 3.642 QSO, 92 svæði og 301 DXCC eining.

Í tilefni þessa, hittust þeir TF3CW, TF3DC, TF2JB og TF3Y ásamt Jóni Svavarssyni, TF3LMN, ljósmyndara, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. þann 16. desember og var tekin ljósmynd í tilefni þess að í október s.l. voru liðin 30 ár frá viðburðinum og að metið hefur staðið óhaggað (innan TF) í öll þessi ár. Gjöfinni var formlega veitt viðtaka á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 17. desember og verður henni fundinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.

Yuri, K3BU, var á lyklinum frá TF4X í CW-hluta CQ WW 160 metra keppninnar 2010.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2010 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2010, en CW-hluti keppninnar fór fram helgina 23.-25. janúar s.l. og SSB-hlutinn helgina 26.-28. febrúar s.l. Alls sendu 7 TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, þ.e. 6 í CW-hlutanum og 1 í SSB-hlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
CW Einmenningsflokkur, lágafl: 1 stöð.
CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð: 2 stöðvar.
CW Fleirmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.
SSB Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

Stóru fréttirnar í CQ WW 160 metra keppni ársins 2010 eru stórglæsilegur árangur TF4X í CW hluta keppninnar. Stöðin var alls með 1.234.401 stig sem tryggir 3. sætið yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í sínum keppnisflokki. Sá sem mannaði stöðina var Yuri Z. Blanarovich, K3BU, frá Pine Brook í New Jersey. Yuri, sem er 68 ára gamall hefur tekið þátt í keppnum í 51 ár, m.a. fyrstu SAC keppninni árið 1958. Að sögn Þorvaldar, TF4M, náðist þessi góði árangur þrátt fyrir talsverða norðurljósavirkni en samböndin urðu alls 1.575. Samband var haft við 78 DXCC einingar og 51 ríki og fylki í Bandaríkjunum og Kanada.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar QSO Margfaldarar DXCC einingar
CW Einmenningsflokkur, hámarksafl TF4X

Unknown macro: {center}1.234.401

Unknown macro: {center}1.575

Unknown macro: {center}51

Unknown macro: {center}78

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl TF8SM

Unknown macro: {center}39.950

Unknown macro: {center}150

Unknown macro: {center}5

Unknown macro: {center}45

CW Einmenningsflokkur, lágafl TF3SG

Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}1

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð TF4M

Unknown macro: {center}240

Unknown macro: {center}7

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}6

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð TF8GX

Unknown macro: {center}12.818

Unknown macro: {center}69

Unknown macro: {center}3

Unknown macro: {center}31

CW Fleirmenningsflokkur TF3IRA

Unknown macro: {center}223.772

Unknown macro: {center}460

Unknown macro: {center}29

Unknown macro: {center}57

SSB Einmenningsflokkur, hámarksafl TF3SG

Unknown macro: {center}20.792

Unknown macro: {center}84

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}42

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með stórglæsilegan árangur.