,

Niðurstöður úr CQ WPX DX SSB keppninni 2011

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.

Þann 5. janúar var skýrt frá glæsilegri niðurstöðu Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW í CQ WPX DX SSB keppninni 2011 samkvæmt upplýsingum sem þá voru kunngerðar af keppnisnefnd CQ tímaritsins. Nú hafa borist heildarniðurstöður úr keppninni og eru þær birtar hér á eftir.

Keppnin fór fram helgina 26.-27. mars 2011. Að þessu sinni sendu fjórar TF-stöðvar inn keppnisdagbækur í jafn mörgum keppnisflokkum, þ.e. einmenningsflokki, 14 MHz, háafli; einmenningsflokki, 14 MHz, lágafli; einmenningsflokki, 21 MHz, háafli, aðstoð og einmenningsflokki, 3,7 MHz, háafl. Líkt og áður hefur komið fram, náði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, afreksárangri í keppninni og varð í 2. sæti yfir heiminn og 1. sæti í Evrópu í sínum keppnisflokki.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, punktar

QSO

Forskeyti

Einmenningsflokkur, 14 MHz, hámarksafl TF3CW*
Unknown macro: {center}7,473,715

Unknown macro: {center}3105

Unknown macro: {center}1145

Einmenningsflokkur, 14 MHz, lágafl TF3JA
Unknown macro: {center}77

Unknown macro: {center}7

Unknown macro: {center}7

Einmenningsflokkur, 21 MHz, hámarksafl, aðstoð TF3AO
Unknown macro: {center}150,398

Unknown macro: {center}422

Unknown macro: {center}278

Einmenningsflokkur, 3,7 MHz, hámarksafl TF3SG
Unknown macro: {center}18,486

Unknown macro: {center}81

Unknown macro: {center}79

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Sigurður fær verðlaunaplatta (líkan þessum) frá keppnisnefnd CQ fyrir 1. sætið í Evrópu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 + thirteen =