Myndin sýnir Cushcraft 2 staka 7 MHz Yagi loftnetið í 22 metra hæð. Ljósmynd: Benedikt Sveinsson, TF3CY.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ World Wide DX keppninni á CW helgina 27.-28. nóvember s.l. Siggi keppti að þessu sinni í einmenningsflokki á 7 MHz á fullu afli, nánar til tekið “með aðstoð” (sem m.a. þýðir að notkun á “cluster” upplýsingum er heimil). Niðurstaðan eftir helgina var þessi: 2.811 QSO / 38 svæði (e. CQ zones) / 122 DXCC einingar (e. entities) / og heildarfjöldi stiga: 831.860.

Þetta er glæsilegur árangur og líklega besti árangur sem náðst hefur í einni keppni hér á landi á 40 metrunum. Siggi sagði að skilyrðin hafi verið nokkuð góð, einkum fyrri daginn. Miðað við þetta tíðnisvið er fjöldi svæða afar góður, en hann vantaði aðeins svæði 37 og 38 (sem bæði eru í Afríku). Þá hjálpuðu góðar opnanir á Japan og sæmilegar opnanir á Bandaríkin.

Miðað við framkomnar upplýsingar á netinu um árangur annarra keppenda í þessum keppnisflokki, bendir allt til að árangur Sigga tryggi honum eitt af hæstu sætunum í Evrópu og yfir heiminn. Auk Sigga, kepptu tvær aðrar stöðvar í svæði 40 á 7 MHz í keppnisflokknum, þ.e. OX3XR og JW1CCA.

Stjórn félagsins óskar Sigurði til hamingu með árangurinn.

ARRL keppnin á morsi á 160 metrum fer fram helgina 3.-5. desember n.k. Gæta þarf að því, að tímasetningar eru óvanalegar, en keppnin hefst kl. 22:00 föstudagskvöldið 3. desember og lýkur sunnudaginn 5. desember kl. 16:00.

Þannig er um að ræða alls 42 klst. keppni og eru engin hlé áskilin.

Sjá keppnisreglur á þessum hlekk: http://www.arrl.org/160-meter

CQWW DX CW keppnin 2010 verður haldin helgina 27.-28. nóvember n.k. Líkt og fyrri ár hefur fjöldi DX-stöðva tilkynnt um þátttöku. Ein íslensk stöð er þar á meðal, TF3CW, sem hefur tilkynnt um þátttöku í keppninni á 20 metrum. Sjá nánar á heimasíðu NG3K; http://www.ng3k.com/Misc/cqc2010.html

Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á 15 tungumál og má sjá þær á eftirfarandi hlekk: http://www.cqww.com/rules.htm

Félagsstöðinni TF3IRA hefur ekki verið ráðstafað um keppnishelgina og er áhugasömum bent á að hafa samband við Svein Braga Sveinsson, TF3SNN, stöðvarstjóra.

TF2JB

 Comment frá TF3SG
þetta á sennilega að vera svæði 40 og 20m. 73 Guðmundur, TF3SG
Comment frá TF2JB

Takk fyrir ábendinguna Guðmundur. Þetta er hárrétt það átti að standa 20 metrar en ekki 40 metrar. Hefi fært inn lagfæringu. 73 de TF2JB

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX.

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, náði glæsilegum árangri í SSB-hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 8.-9. október s.l. Samkvæmt niðurstöðum keppnisnefndar SAC, þann 10. nóvember s.l., er Gulli Norðurlandameistari í einmenningsriðli í “Multiband LP” flokki á SSB árið 2010.

Niðurstöður fyrir fyrstu þrjú sætin eru þessi:

1. sæti: TF8GX – 1239 QSO – 2745 QSO punktar – 154 margfaldarar = 422.730 stig.
2. sæti: OG6N – 872 QSO – 1824 QSO punktar – 150 margfaldarar = 273.600 stig.
3. sæti: OH1LEG – 597 QSO – 1295 QSO punktar – 135 margfaldarar = 174.825 stig.

Líkt og sjá má að ofan er Gulli afgerandi sigurvegari í flokknum. Innsendar keppnisdagbækur voru alls 91.

Stjórn Í.R.A. óskar Gulla til hamingju með árangurinn.

 TF2JB

Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

ARU HF World Championship keppnin verður að þessu sinni haldin 10. til 11. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. júlí og lýkur kl. 12 á hádegi sunnudaginn 11. júlí. Hugmyndin er, að félagsstöðin verði virk í keppninni og hefur Í.R.A. fengið heimild PFS til notkunar á sérstöku kallmerki, TF3HQ, í keppninni. Flest landsfélög radíóamatöra í heiminum starfrækja klúbbstöðvar sínar með kallmerkjum sem hafa viðskeytið “HQ”. Hvert QSO við slíka stöð gefur margfaldara á við ITU svæði (ITU zone).

Keppnin fer fram á morsi og á einhliðarbandsmótun á 10, 15, 40, 80 og 160 metra böndunum og er opin öllum radíóamatörum. Veiting viðurkenningarskjala til þátttakenda er hefðbundin, en að auki eru veittar sérstakar viðurkenningar (Achievement level awards) til allra sem ná a.m.k. 250 QSO’um og a.m.k. 75 í heildarmargfaldara.

Hugmyndin er, að félagsmenn geti skráð sig til þátttöku í verkefninu til kl. 18:00 þann 5. júlí n.k. Áhugasamir eru beðnir að snúa sér til Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN, stöðvarstjóra sem annast skráninguna Email .

Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu ARRL: http://www.arrl.org/iaru-hf-championship

TF2JB

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur í keppninni.

Í maíhefti CQ Magazine eru birtar niðurstöður úr CQ WW RTTY DX keppninni sem fram fór dagana 27.-29. september 2009. Ágæt þáttaka var frá TF, en alls sendu sex stöðvar inn keppnisdagbækur.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 650,250 stig. Að baki þeim árangri voru alls 1,134 QSO, 42 svæði (e. zones), 61 DXCC eining (e. entities) og 61 fylki/ríki í USA og Kanada. TF3AO og TF3PPN voru einnig með mjög góðan árangur hvor í sínum keppnisflokki.

Fyrri dag keppninnar voru skilyrði ágæt en siðari daginn léleg, eða eins og Andrés, TF3AM, orðar það í blaðinu: “Saturday was good with up to 80 Q/h. But Sunday, very early morning, and ongoing most of the day the conditions were bad and most stations were marginal copy”.

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur QSO Svæði DXCC US/VE Skýringar
Öll bönd TF3AM* 650,250 1134 147 42 61 Hámarks útgangsafl
Öll bönd TF3GC 51,875 271 42 15 26 Hámarks útgangsafl
Öll bönd (A) TF3AO* 523,260 1031 138 38 52 Hámarks útgangsafl, aðstoð
Öll bönd (L) TF3PPN* 416,962 924 125 32 46 Mest 100W útgangsafl
Öll bönd (L) TF3IGN 21,420 166 43 17 0 Mest 100W útgangsafl
14 MHz (L) TF3G* 53,176 259 53 13 26 Mest 100W útgangsafl

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til allra þátttakenda.

TF2JB

Um þessa helgi fer fram CQ WPX SSB keppninn.  Ekki varð úr að ÍRA tæki þátt í keppninni að þessu sinni.  TF3SG þakkar öllum þeim sem sýndu áhuga á að taka þátt í keppninni fyrir hönd ÍRA.  Þeim sem vilja koma og jafnvel taka þátt í keppninni frá ÍRA er bennt á að hafa samband við stöðvarstjóra.  Sveinn, TF3SNN er stöðvarstjóri.

73

Guðmundur, TF3SG

Í.R.A. mun taka þátt í CQ WPX SSB um næstu helgi frá Í.R.A.  Kallmerki Í.R.A. verður TF3W.  Keppnin hefst klukkan 00.00 þann 27. mars.  Allir félagar eru hvattir til þess að koma og taka þátt í keppninni eða bara fylgjast með.  Stefnt er að því að byrja á 80m og færa sig niður á 20m þegar þeir opnast.  Það verður sannarlega fjör að taka þátt af fullu krafti  með Steppir og kvartbylgju vertikal á 80m.  Vinsamlegast sendið Benedikt, TF3CY eða mér póst um fyrirhugaða þátttöku.

73

Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF3CY

Ég vill hvetja alla sem mögulega geta tekið þátt, þó ekki nema í klukkutíma að melda sig. Það geta allir tekið þátt og þetta er frábært tækifæri að prófa þáttöku í svona keppni.

CQ WW 160 SSB keppnin fór fram um síðustu helgi.  Ekki voru margar TF stöðvar meðal keppenda en TF3SG tók þátt í keppninni.  Það voru frekar döpur skilyrði en það heyrðist í mörgum sterkum stöðvum á meginlandinu næst okkur.   Alls rötuðu 41 land inn í loggin, 45 margfaldarar og 4 svæði.  Samtals 87 qso.  Það sem mér fannst einna skemmtilegast við þessa keppni voru tilraunir mínar með að senda á 10w, var með 8 sambönd á aðeins 10w.

73

Guðmundur, TF3SG

Í mars eru margar keppnir sem vert er að gefa gaum að.  ARRL International DX Contest á SSB fer fram 6 – 7 mars næstkomandi,  Í lok marsmánaðar CQ WW WPX SSB sem fer fram 27 – 28 mars. Sjá einnig upplýsingar um keppnir á bls. 51 í nýjasta CQ TF; 1. tbl. 2010.

73

Guðmundur, TF3SG