,

Niðurstöður komnar í SAC keppninni 2011, SSB

Guðlaugur Kristinn Jónsson TF8GX í fjarskiptaherberginu ásamt dótturdóttur sinni Freyju.

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l.
liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman-
burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti
og Norðurlandatitli í keppnisriðlinum Einmenningsstöðvar, öll bönd, lágafl. Guðlaugur varð langefstur í riðlinum
af 102 þátttakendum frá Norðurlöndunum með 220.313 heildarstig. Þess má geta, að þetta er fjórði Norðurlandatitillinn
sem Guðlaugur Kristinn landar í keppnisriðlinum frá árinu 1999.

Árangur TF3W var einnig mjög góður, en félagsstöðin lenti í 4. sæti í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, einn sendir,
öll bönd, háafl af 35 þátttakendum frá Norðurlöndunum. Alls mönnuðu átta leyfishafar félagsstöðina í keppninni: TF3AO,
TF3CY, TF3FIN, TF3HP, TF3JA, TF3SA, TF3SG og TF3WIN.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF8GX

848

2.059

197

220.313

Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl

TF3AO

5

11

5

55

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl

TF3W

1.529

3.827

157

607.119

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × four =