,

Erindi Bjarna Sigurðssonar er á fimmtudag 8. desember.

Bjarni Sigurðsson sérfræðingur hjá PFS.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er í höndum Bjarna Sigurðssonar, verkfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS).
Bjarni verður með erindi um geislunarhættu í tíðnisviðum radíóamatöra fimmtudaginn 8. desember kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

____________


Í tilefni erindis Bjarna, er vakin athygli á að á vegum IARU Svæðis 1 var nýlega tilkynnt um uppfærslu ICNIRPcalc forritsins sem reiknar geislun frá loftnetum og öryggismörk og getur auðveldað radíóamatörum útreikninga á geislun frá loftnetum þeirra. Nýja útgáfan nefnist ICNIRPcalc V1.01 og má velja um ensku eða frönsku (en eldri útgáfa var aðeins á þýsku). Sækja má nýju útgáfuna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=860:new-version-of-icnirpcalc-now-for-download-&catid=43:emc&Itemid=95

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 1 =