,

Vel heppnað erindi Bjarna Sigurðssonar í Skeljanesi

Bjarni Sigurðsson verkfræðingur hjá PFS fjallaði um hættu frá útgeislun loftneta í tíðnisviðum radíóamatöra.

Fimmtudagserindið þann 8. desember var í höndum Bjarna Sigurðssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskipta-
stofnum (PFS). Umræðuefni kvöldsins var geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra. Bjarni fór yfir kröfur sem gerðar
eru til sendi- og loftnetabúnaðar í núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra og í alþjóðafjarskiptareglugerðinni og
kynnti m.a. tilmæli ITU nr. K.52, K.61 og K.70 (sjá umfjöllun neðar).

Hann útskýrði hættu sem getur stafað af notkun sendibúnaðar (ef ekki er gætt varkárni) svo og hvað varðar fjarlægð frá
loftnetum. Hann fór einnig vel yfir forsendur hvað varðar tíðni og sendiafl og benti m.a. á, að taka þurfi að auki tillit til tíma-
lengdar sendinga. Hann sýndi nokkur dæmi um þessi atriði út frá algengum loftnetum, þar sem hann notaði ICNIRPcalc
V1.01 forritið frá IARU Svæði 1 sem getur reiknað útgeislun frá loftnetum og öryggismörk og auðveldar útreikninga á út-
geislun frá loftnetum. Hann kynnti jafnframt um tilurð svipaðs forrits á heimasíðu ITU (sem þó tekur tillit til mun fleiri þátta).
Fram kom, að augun eru þau líffæri sem eru viðkvæmust, sérstaklega þegar unnið er á QRO afli á hærri tíðnum.

Erindið var fróðlegt, vel fram sett og áhugavert. Fyrirspurnir voru fjölmargar og leysti fyrirlesari vel úr þeim. Stefnt er að því
að Power Point skyggnur með erindinu verði settar á heimasíðu félagsins innan tíðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bjarna áhugavert erindi og Póst- og fjarskiptastofnun fyrir þann stuðning sem félaginu er sýndur með
að gera þennan viðburð mögulegan.

Góð mæting var í Skeljanesið fimmtudagskvöldið 8. desember, eða um 30 félagsmenn.

Í umræðum kom m.a. fram hjá Sæmundi TF3UA að ákveðið hafi verið að stofna til sérstakrar EMC nefndar Í.R.A.

Kristján Benediktsson TF3KB ræddi m.a. um forrit sem geta reiknað út geislun frá loftnetum og öryggismörk.

Í kaffihléi. Kjartan H. Bjarnason TF3BJ varaformaður og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS prófnefndarmaður.

Í kaffihléi. Haraldur Þórðarson TF3HP, Óskar Sverrisson TF3DC og Gísli G. Ófeigsson TF3G.

Í kaffihléi. Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Guðjón Helgi Egilsson TF3WO og Ólafur H. Ólafsson, TF3ML.

Helstu tilmæli ITU (sbr. umfjöllun að ofan):

ITU Recommendation K.52
Guidance on complying with limits for human exposure to electromagnetic fields. This Recommendation aims to help with compliance of telecommunication installations and mobile handsets or other radiating devices used against the head with safety limits for human exposure to electromagnetic fields (EMFs). It presents general guidance, a calculation method, and an installation assessment procedure. The assessment procedure for telecommunication installations, based on safety limits provided by ICNIRP, helps users determine the likelihood of installation compliance based on accessibility criteria, antenna properties and emitter power. The IEC Standard for the compliance measurement of mobile handsets is recommended.

ITU Recommendation K.61
Guidance on measurement and numerical prediction of electromagnetic fields for compliance with human exposure limits for telecommunication installations. Recommendation ITU-T K.61 helps telecommunication operators to verify compliance with exposure standards promulgated by local or national authorities. This Recommendation gives guidance on measurement methods that can be used to achieve a compliance assessment. It also provides guidance on the selection of numerical methods suitable for exposure prediction in various situations.

ITU Recommendation K.70
Mitigation techniques to limit human exposure to EMFs in the vicinity of radio-communication stations. This Recommendation contains a software EMF-estimator that implements the methodology described in ITU-T K.70, and gives the possibility to calculate the cumulative exposure for the reference levels. It also contains the library of the radiation patterns of transmitting antennas for a wide range of radio communication and broadcast services. The EMF-estimator is not appropriate for the equipment certification in order to put it on the market. A new version v2.0.0 of EMF estimator is available in ITU-T K.70 (2007) Amend.2 (2011-05).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 19 =