, ,

TF3Y kynnir “WriteLog” keppnisforritið á laugardag

Yngvi Harðarson TF3Y við stjórnvölinn á TF4X í CQ WW DX SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF4M.

Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn
19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi.

WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni í fyrra (2010). Innkaupsverð er hagstætt og kostar WriteLog “version 10” t.d. $35. Ennfremur er fáanleg ódýrari útgáfa af forritinu sem kostar um helming af því verði.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

________________________


Vefslóð fyrir heimasíðu WriteLog: http://writelog.com/
Vefslóð með nytsömum upplýsingum um WriteLog: http://k9jy.com/blog/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − 2 =