,

TF3AO leiðir umræður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Ársæll Óskarsson, TF3AO

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 20. nóvember n.k. í félagsaðstöðu
Í.R.A. við Skeljanes. Ársæll Óskarsson, TF3AO, flytur erindið “Að byrja RTTY keppnisferilinn” og leiðir umræður.

Ársæll hefur aflað sér góðrar þekkingar á RTTY fjarskiptum í gegnum árin og hefur m.a. langa reynslu af þátttöku í
alþjóðlegum keppnum á RTTY, bæði frá félagsstöðinni TF3IRA / TF3W og frá eigin stöð. Ársæll var t.d. með bestan
árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild í CQ WPX
RTTY DX keppninni 2011 eða 933,500 stig. Að baki þeim árangri voru alls 844 QSO og 500 forskeyti. Þess má geta,
að Ársæll var einnig með bestan árangur af TF stöðvum í sömu keppni í fyrra (2010).

Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Í boði verður vandað kaffimeðlæti.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =