, ,

1. verðlaun í TF útileikunum 2011 afhent

Þorvaldur Stefánsson TF4M og Bjarni Sverrisson TF3GB sunnudaginn 9. október s.l.

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, og Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður TF útileikanna 2011, mæltu sér mót sunnudaginn 9. október s.l. á heimili þess síðarnefnda. Þar afhenti Bjarni Þorvaldi 1. verðaunin í TF útileikunum 2011, sem eru ágrafinn viðurkenningarskjöldur ásamt viðurkenningarskjali fyrir bestan árangur í útileikum ársins. Heildarstig voru alls 2.234.880, sem er einhver glæsilegasti árangur sem náðst hefur í 32 ára sögu TF útileikanna. Alls tóku 19 stöðvar þátt í viðburðinum að þessu sinni.

Stjórn Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 15 =