,

Flóamarkaður að hausti á sunnudag 16. október

Nýjung að þessu sinni var uppboð á völdum hlutum. TF3VS tók það hlutverk að sér og stóð sig frábærlega vel! (Ljósmyndir: TF2JB).

Flóamarkaður að hausti verður haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes, sunnudaginn 16. október, á milli kl. 13-15. Félagsmenn geta þá komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið mun bjóða hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í fyrra (2010) var kynnt til sögunnar sú nýjung að efna til uppboðs á völdum hlutum á flóamarkaðnum. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, tók að sér verkefnið og þótti takast vel upp. Hann hefur samþykkt að hafa með höndum stjórn á uppboðinu á flóamarkaðnum í ár sem efnt verður til á slaginu kl. 14 á sunnudag.

Líkt og kynnt var á heimasíðu og póstlista þann 4. október s.l., er að þessu sinni boðið upp á þá nýjung, að félagsmenn geti skráð fyrirfram, verðmeiri hluti, sem síðan eru til birtingar á þessum vettvangi. Hér á eftir er birtur listi yfir þær skráningar sem borist höfðu til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, til dagsins í dag.


ATH. UPPFÆRÐ SKRÁ M.V. FÖSTUDAGINN 14. OKTÓBER KL. 13:00.

Tegund og gerð

Tækniupplýsingar

Ástand

Fylgihlutir

Annað

Lágm.verð

Mosley TA-53-M 4 staka Yagi loftnet fyrir 10, 12, 15, 17 og 20 m böndin Nánast ónotað, var uppi í 3 mánuði “Manual” Ávinningur 6.5-7.9 dBi; bæta má við 40m 65 þús. kr.
Yaesu FT-4700RH FM Sendistöð fyrir 144-146 MHz og 430-440 MHz Í lagi “Manual” Hljóðnemi lélegur 20 þús. kr.
Yaesu FRG 7 Viðtæki; 0,5-30 MHz; AM, SSB, CW Þarfnast yfirferðar Innsetjanleg rafhlöðugeymsla Vel með farið 10 þús. kr.
Yaesu FRG 8800 Viðtæki; 0,15-30 MHz og 118-174 MHz; AM, FM, SSB, CW Þarfnast viðgerðar VHF-tíðnibreytir/FRA 7700/FRT 7700 Vel með farið 20 þús. kr.
Comtex PS30SW-I 230VAC/13.8VDC “switch-mode” 25A spennugjafi Nýr í kassanum” Straumsnúra og “manual” Mælir, vifta, yfirálagsvörn, lýsing o.fl. 12 þús. kr.
WiMo VY-706 6 staka Yagi loftnet fyrir 430-440 MHz Nýtt í kassanum “Manual” Ávinningur 8dB (yfir tvíþól) 12 þús. kr.
M2 2M7 7 staka Yagi loftnet fyrir 144-146 MHz Samsett, nánast ónotað “Manual” Ávinningur 10,3 dB (yfir tvípól) 20 þús. kr.
Cushcraft A-503S 3 staka Yagi loftnet fyrir 50-52 MHz Samsett, nánast notað “Manual” Ávinningur 8dBi 20 þús. kr.
Hustler 6-BTV Loftnet fyrir 10, 15, 20, 30, 40 og 80 m böndin Samsett, notað “Manual” Bæta má við 12m og 17m 20 þús. kr.
Jetstream JTW-270 SWR/PWR mælir fyrir VHF/UHF (með lýsingu) Nýr í kassanum Straumsnúra/”Manual” “Compact Crossneedle” 10 þús. kr.


Félagsmenn geta bætt við tækjum/búnaði við þennan lista sem þeim hugnast að setja á uppboðinu með því að gefa sig á tal við Vilhjálm í félagsaðstöðunni fram til kl. 13:30 á sunnudag.

Undirbúningur flóamarkaðarins hefst síðdegis daginn áður (að laugardeginum) á milli kl. 14 og 18 þegar þeim hlutum sem félagið er aflögufært um verður stillt upp, en á þeim tíma geta þeir félagsmenn einnig mætt sem óska að selja/gefa hluti á flóamarkaðnum og stillt þeim upp. Fyrir þá, sem hentar það betur, er einnig í boði að stilla upp hlutum u.þ.b. klukkustund fyrir opnun á sunnudagsmorgninum (þ.e. frá kl. 12). Aðalatriðið er, að allt verði tilbúið kl. 13 þegar flóamarkaðurinn verður opnaður.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að nota tækifærið og gera góð viðskipti. Kaffi verður á könnunni.

Til gamans eru birtar hér fyrir neðan tvær ljósmyndir sem teknar voru á stærsta flóamarkaði í Evrópu fyrir radíóamatöra
sem haldinn er árlega í tengslum við “Ham Radio” sýningarnar í Friedrichshafen í Þýskalandi. Flóamarkaðurinn stendur
yfir frá föstudegi til sunnudags.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 19 =