Entries by TF3JB

,

LOKAÐ Á SUMARDAGINN FYRSTA

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 22. apríl sem er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 29. apríl. Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

,

TF3WARD QRV Á ALÞJÓÐADAGINN

Kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í annað skipti á Alþjóðadag radíóamatöra sunnudaginn 18. apríl. Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Haldið er upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem var 18. apríl árið 1925. TF3WARD var QRV á morsi og tali á HF böndunum og um gervihnöttinn OSCAR 100 til DX fjarskipta og […]

,

ALÞJÓÐADAGURINN OG TF3WARD

Alþjóðadagur radíóamatöra er á morgun, sunnudaginn 18. apríl. ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja sérstakt kallmerki félagsins TF3WARD (World Amateur Radio Day). Kallmerkið verður virkjað frá hádegi.   Stöðin verður QRV á tali (SSB) og morsi (CW), en vegna sóttvarnaákvæða er mest hægt að koma fyrir tveimur leyfishöfum samtímis í fjarskiptaherbergi […]

,

SKELJANES OPNAÐ Á NÝ 15 APRÍL

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 15. apríl. Þá voru liðnar 4 vikur frá því síðast var opið, 18. mars s.l. Að venju voru umræðuefni næg og var m.a. rætt um böndin, skilyrðin, tækin, loftnet og loftnetsturna, tæknina og heimasmíðar. Einnig var rætt um mismunandi gerðir/tegundir HF loftneta, m.a. frá ZeroFive, Fritzel, […]

,

OPIÐ Á NÝ Í SKELJANESI 15. APRÍL

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. apríl frá kl. 20:00. Ákvörðunin um opnun er tekin í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um tilslökun á  tímabundnum takmörkunum á samkomuhaldi á tímabilinu frá 15. apríl til 5. maí n.k. Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að […]

,

ALÞJÓÐADAGURINN ER Á SUNNUDAG

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Amateur Radio Union (IARU) stofnuð, fyrir 96 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25 talsins, en í dag eru starfandi landsfélög radíóamatöra í yfir 160 þjóðlöndum heims, með nær 5 milljónir leyfishafa. ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI 4.-10. APRÍL

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á HF og um gervitunglið OSCAR-100 vikuna 4.-10. apríl 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í tvígang í janúar og einu sinni í febrúar. Alls voru 17 TF kallmerki skráð á þyrpingu að þessu sinni. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum […]

,

TF3SB FYRST RITSTJÓRI FYRIR 50 ÁRUM

Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, var fyrst valinn ritstjóri félagsblaðsins okkar, CQ TF. Það gerðist á aðalfundi 1971 og kom fyrsta blaðið út undir hans stjórn í mars sama ár (1. tbl. 1971). Það var mikið lán fyrir ÍRA þegar ný stjórn leitaði til Dodda eftir aðalfund […]

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2021-2022

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2021, koma saman á 1. fundi sínum þann 25. mars s.l. og skipti með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2021/22 er eftirfarandi: Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.Óskar Sverrisson TF3DC, varaformaður.Guðmundur Sigurðsson TF3GS, ritari.Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.Georg Kulp TF3GZ, meðstjórnandi.Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður. Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Páskaleikum ÍRA 2021 lauk í gærkvöldi (páskadag) kl. 18:00. Næstbesta þátttaka frá upphafi; 24 kallmerki voru skráð og 20 hafa sent dagbókarupplýsingar inn í gagnagrunn leikanna m.v. 5. apríl. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður, hélt vel utan um viðburðinn og uppfærður gagnagrunnur stóð undir væntingum. Vel heppnuð viðbót þetta árið var innsetning endurvarpanna sem og ný […]