Entries by TF3JB

,

9J2LA DX-LEIÐANGURINN 2020

Tíu radíóamatörar frá fjórum þjóðlöndum virkjuðu kallmerkið 9J2LA í Zambíu 5.-15. mars 2020. Fjöldi sambanda var alls 3.421. Zambía er nr. 170 á lista Club Log yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar. Fjarlægð frá TF er um 9.700 km. Margar TF stöðvar höfðu sambönd við leiðangurinn. Þátttakendur: LA3BO, LA3MHA, LA7THA, LA8OM, LA9KKA, LB8DC, SM6CPY, DK6SP, OE5CWO og […]

,

LENGI MÁ BÆTA FJARSKIPTAAÐSTÖÐUNA

Fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að uppfæra/endurskipuleggja fjarskiptaaðstöðuna, er alltaf áhugavert að sjá hvernig aðrir hafa leyst málin. Sjá meðfylgjandi vefslóð: http://www.astrosurf.com/luxorion/qsl-hamshack.htm

,

VORSTEMNING Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudagskvöldið 29. apríl. Alls mættu 24 félagar í hús og 1 gestur – en allt gekk upp samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um mest 20 einstaklinga í sama rými – þar sem mest voru 19 í salnum samtímis, þ.e. menn mættu og yfirgáfu staðinn  á mismunandi tíma, auk þess sem […]

,

ERINDI FRÁ KORTASTOFU ÍRA

Uppfærslu merkinga á QSL skáp kortastofu félagsins lauk síðdegis í dag, 28. apríl. TF kallmerki  fá merkt hólf hjá kortastofunni þegar QSL kort merkt þeim byrja að berast erlendis frá. Mathías Hagvaag, TF3MH, kortastjóri sagði að vegna þess hve mikið félagsaðstaðan í Skeljanesi hafi verið lokuð undanfarna mánuði (vegna Covid-19) hafi safnast upp kort hjá […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 29. APRÍL

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 29. apríl frá kl. 20:00. Ákvörðun um opnun byggir á heimild í reglugerð heilbrigðis-ráðherra um tilslökun á samkomuhaldi 15. apríl til 5. maí n.k. Grímuskylda er í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður […]

,

NÝTT TÖLUBLAÐ CQ TF ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 2. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Þakkir til félagsmanna fyrir innsent efni og ekki síst þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar TF3VS fyrir glæsilegt umbrot blaðsins. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/04/cqtf_35arg_2021_02tbl.pdf

,

HANDBÓKIN Á TILBOÐSVERÐI

„Handbókin“ þ.e. ARRL Handbook 2021 er boðin á tilboðsverði þessa helgi (24.-25. apríl). Innkaupsverð er $35 í stað $49.95. Bókin er alls 1280 blaðsíður að stærð. Nota þarf kóðann: HB21 þegar kaup eru gerð. Vefslóð: http://www.arrl.org/shop/ARRL-Handbook-2021-Softcover/

,

TRUFLUNUM SPÁÐ Í SEGULSVIÐINU

Spáð er truflunum í segulsviðinu frá og með sunndeginum 25. apríl. Búast má við að áhrif á skilyrði til fjarskipta á HF verði töluverð með tilheyrandi norðurljósavirkni. Aftur á móti er möguleiki á opnun á 50 MHz og hugsanlega hærri tíðnisviðum. Spár eru þess efnis að truflanir muni eitthvað halda áfram og ójafnvægis muni gæta […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Á 40 METRUM

ÍRA hafa borist upplýsingar um 40 metra tíðni sem hefur verið tekin til notkunar fyrir neyðarfjarskipti  eftir að eldgos hófst á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi. Gos hefur staðið með hléum síðan 29. desember í eldfjallinu  La Soufrière, en það veldur enn vandræðum á eyjunni, þar sem mikil öskugos (sprengingar) hafa verið í þessum mánuði […]

,

KIWISDR VIÐTÆKI FLYTUR

KIWISDR VIÐTÆKI FLYTUR Ákveðið var í gær, 18. apríl, að flytja KiwiSDR viðtækið sem hefur verið vistað í fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi frá 12. desember s.l. Nýtt QTH er hjá Erling Guðnasyni, TF3E, í Álftamýri í Reykjavík. Loftnet: Cushcraft MA6V stangarloftnet (14-54 MHz). Viðtækið verður vistað þar í nokkurn tíma uns það verður flutt á […]