Entries by TF3JB

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2021-2022

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2021, koma saman á 1. fundi sínum þann 25. mars s.l. og skipti með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2021/22 er eftirfarandi: Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.Óskar Sverrisson TF3DC, varaformaður.Guðmundur Sigurðsson TF3GS, ritari.Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.Georg Kulp TF3GZ, meðstjórnandi.Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður. Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Páskaleikum ÍRA 2021 lauk í gærkvöldi (páskadag) kl. 18:00. Næstbesta þátttaka frá upphafi; 24 kallmerki voru skráð og 20 hafa sent dagbókarupplýsingar inn í gagnagrunn leikanna m.v. 5. apríl. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður, hélt vel utan um viðburðinn og uppfærður gagnagrunnur stóð undir væntingum. Vel heppnuð viðbót þetta árið var innsetning endurvarpanna sem og ný […]

,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2021

CQ World Wide WPX SSB keppnin fór fram 27.-28. mars s.l. Fjórar TF stöðvar skiluðu gögnum í jafn mörgum keppnisflokkum, auk samanburðardagbókar (check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2021. TF2MSN 61,348 […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Við upphaf nýs starfsárs (mars 2021 til mars 2022) vil ég byrja á að þakka félagsmönnum fyrir allt það frábæra efni sem sent var inn á síðasta tímabili. Líkt og á síðasta starfsári eru 4 tölublöð framundan, þ.e. í apríl, júlí, október og janúar (2022) og hlakka ég til áframhaldandi samvinnu við ykkur. Næsta tölublað […]

,

PÁSKALEIKAR 2021, FJARSKIPTADAGBÓK

Fyrir þá sem ekki færa sambönd í páskaleikunum beint inn í tölvu er ágætt að nota fyrirframprentuð dagbókareyðublöð. Meðfylgjandi er mynd af dagbókareyðublaði fyrir félagsstöðina TF3IRA. Eyðublaðið var sett upp í Word forriti en allt eins má nota Excel, aðra töflureikna eða önnur ritvinnsluforrit. Eyðublaðið er kynnt hér til upplýsingar ef einhvern vantar fyrirmynd.

,

PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu. Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.   Hægt er að skrá sig allan tímann sem […]

,

PÁSKALEIKAR ÍRA 2021 NÁLGAST

Kæru félagar! Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir.  Það eru að koma páskar.  Það þýðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar…eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það […]

,

ÁHUGAVERÐ VÍSBENDING.

Club Log er gagnagrunnur fyrir radíóamatöra þar sem leyfishöfum býðst m.a. að hlaða upp afritum af fjarskiptadagbókum sínum. G7VJR hjá Club Log tók nýlega saman upplýsingar úr innsendum dagbókum um skiptingu sambanda eftir mótun á HF tíðnum, á árinu 2020. Meðfylgjandi kökurit EI7GL gefur vísbendingu um skiptinguna á milli mótunartegunda á HF árið 2020. Samkvæmt […]

,

FRIEDRICHSHAFEN 2021 AFLÝST

Tilkynning barst til félagsins í morgun, 26. mars, þess efnis að Ham Radio sýningin í Friedrichshafen sem fyrirhugað var að halda 25.-27. júní n.k., hafi verði aflýst vegna Covid-19 faraldursins. Dagsetning fyrir sýninguna á næsta ári, 2022, er 24.-25. júní. Á hverju ári eru haldnar fjölmargar ráðstefnur og sýningar fyrir radíóamatöra um allan heim. Þrjár […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 25. MARS

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 25. mars. Ákvörðunin var tekin í ljósi minnisblaðs sóttvarnalæknis varðandi um tillögur að hertum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 til heilbrigðisráðherra, sem mun setja reglugerð sem tekur gildi frá og með 25. mars um hertar aðgerðir þar sem almennar fjöldatakmarkanir miðast m.a. við mest 10 […]