,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Við upphaf nýs starfsárs (mars 2021 til mars 2022) vil ég byrja á að þakka félagsmönnum fyrir allt það frábæra efni sem sent var inn á síðasta tímabili.

Líkt og á síðasta starfsári eru 4 tölublöð framundan, þ.e. í apríl, júlí, október og janúar (2022) og hlakka ég til áframhaldandi samvinnu við ykkur.

Næsta tölublað CQ TF, 2. hefti 2021 kemur út sunnudaginn 25. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Skilafrestur er til 14. apríl n.k.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

Páskakveðjur og 73,
TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Myndin er af þremur síðustu tölublöðum CQ TF. Frá vinstri: 1. tbl. 2021 (kom út 27. janúar 2021); 4. tbl. 2020 (frá september 2020) og 3. tbl. 2020 (frá júní 2020). Hvert tölublað var yfir 50 blaðsíður að stærð. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 1 =