,

ÁHUGAVERÐ VÍSBENDING.

Club Log er gagnagrunnur fyrir radíóamatöra þar sem leyfishöfum býðst m.a. að hlaða upp afritum af fjarskiptadagbókum sínum. G7VJR hjá Club Log tók nýlega saman upplýsingar úr innsendum dagbókum um skiptingu sambanda eftir mótun á HF tíðnum, á árinu 2020.

Meðfylgjandi kökurit EI7GL gefur vísbendingu um skiptinguna á milli mótunartegunda á HF árið 2020. Samkvæmt því var mótunartegundin FT8 undir samskiptareglum MFSK mótunar algengust (51,4%) þá mors (22,6%) og loks tal (15,1%). Aðrar mótunartegundir voru samtals með 10,1%.

Upplýsingarnar veita ákveðna vísbendingu um skiptingu eftir tegundum mótunar, en til grundvallar eru innfærð sambönd úr fjarskiptadagbókum fyrir 83.842 kallmerki á árinu 2020.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − ten =