,

NEYÐARFJARSKIPTI Á 40 METRUM

ÍRA hafa borist upplýsingar um 40 metra tíðni sem hefur verið tekin til notkunar fyrir neyðarfjarskipti  eftir að eldgos hófst á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi. Gos hefur staðið með hléum síðan 29. desember í eldfjallinu  La Soufrière, en það veldur enn vandræðum á eyjunni, þar sem mikil öskugos (sprengingar) hafa verið í þessum mánuði (apríl).

Tíðnin er 7.188 MHz á LSB. Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.

Neyðarfjarskipti radíóamatöra í þessum heimshluta fara reyndar fram á fleiri tíðnum (sem ekki varða okkur í IARU Svæði 1), þar sem St. Vincent (og nágrannaeyjar) eru í IARU Svæði 2.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + fifteen =