TRUFLUNUM SPÁÐ Í SEGULSVIÐINU
Spáð er truflunum í segulsviðinu frá og með sunndeginum 25. apríl.
Búast má við að áhrif á skilyrði til fjarskipta á HF verði töluverð með tilheyrandi norðurljósavirkni. Aftur á móti er möguleiki á opnun á 50 MHz og hugsanlega hærri tíðnisviðum. Spár eru þess efnis að truflanir muni eitthvað halda áfram og ójafnvægis muni gæta fram í viku 17.
Fylgjast má með skilyrðunum á vefsíðu Segulmælingastöðvarinnar í Leirvogi. Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) sýnir áttavitastefnuna. Vefslóð: http://cygnus.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html
Vefslóð: https://spaceweather.com/
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!