,

TF3SB FYRST RITSTJÓRI FYRIR 50 ÁRUM

Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, var fyrst valinn ritstjóri félagsblaðsins okkar, CQ TF. Það gerðist á aðalfundi 1971 og kom fyrsta blaðið út undir hans stjórn í mars sama ár (1. tbl. 1971).

Það var mikið lán fyrir ÍRA þegar ný stjórn leitaði til Dodda eftir aðalfund 15. mars  2018 um að taka að sér að endurreisa CQ TF eftir 5 ára hlé. Hann brást vel við og hefur sinnt þessu vandasama embætti samviskusamlega og með ágætum frá þeim tíma, við framúrskarandi góðar undirtektir félagsmanna.

Frá því Doddi tók við á ný sem ritstjóri CQ TF 2018, hafa alls 12 félagsblöð komið út undir hans stjórn: Þrjú tölublöð 2018, fjögur tölublöð 2019, fjögur tölublöð 2020 og eitt tölublað það sem af er þessu ári (2021).

Stjórn ÍRA væntir mikils af framlagi hans sem ritstjóra CQ TF á nýju starfsári, 2021/22 og þakkar vel heppnað og verðmætt framlag til þessa mikilvæga þáttar í félagsstarfinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =