,

ALÞJÓÐADAGURINN OG TF3WARD

Alþjóðadagur radíóamatöra er á morgun, sunnudaginn 18. apríl. ÍRA mun halda upp á daginn með því að virkja sérstakt kallmerki félagsins TF3WARD (World Amateur Radio Day). Kallmerkið verður virkjað frá hádegi.  

Stöðin verður QRV á tali (SSB) og morsi (CW), en vegna sóttvarnaákvæða er mest hægt að koma fyrir tveimur leyfishöfum samtímis í fjarskiptaherbergi félagsins.

Upphaflega hugmyndin var að auglýsa opið hús í Skeljanesi með kaffiveitingum fyrir félagsmenn og gesti. Ennfremur að félagarnir gætu komið að því að setja TF3WARD í loftið og hafa sambönd. Vegna takmarkana stjórnvalda á samkomum vegna farsóttar getur því miður ekki orðið af því í ár frekar en í fyrra (2020). Við lítum því björtum augum til 2022.

Stjórn ÍRA.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi. Fjarskiptaborð A og B sjást á myndinni á suðurvegg en borð C er á austurvegg. Mynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × two =