,

OPIÐ Á NÝ Í SKELJANESI 15. APRÍL

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. apríl frá kl. 20:00. Ákvörðunin um opnun er tekin í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um tilslökun á  tímabundnum takmörkunum á samkomuhaldi á tímabilinu frá 15. apríl til 5. maí n.k.

Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=71bd992a-6103-4e67-aaca-dd92422f0e5e

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × four =