EFNI Í CQ TF, FJÓRIR DAGAR TIL STEFNU
Skilafrestur á efni í CQ TF rennur út á miðvikudag, 20. mars. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritstjóri CQ TF.
