,

TF3NH RÆDDI UM GERVIHNETTI Í SKELJANESI

Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 9. maí og fjallaði um gervihnattasamskipti hjá radíóamatörum og iðnaðinum. Þetta var síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febúar-maí.

Erindi hans var fróðlegt og áhugavert og veitti góða innsýn í þennan spennandi „heim“ fjarskiptanna sem radíóamatörum stendur til boða og iðnaðurinn notar. Hann fór yfir sendingar frá geimstöðinni (þ.á.m. SSTV), fjallaði um nýja Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið sem er fyrsta amatörgervitunglið á staðbraut (e. geostationary). Hann útskýrði síðan „fótspor“ (e. footprint) fjarskiptahnatta s.s. Intelsat IS-907 sem er mjög sterkur yfir landinu.

Njáll fór yfir sérhæfð loftnet, þ.e. föst og mótorstýrð (og uppbyggingu þeirra) og sýndi okkur m.a. einfalt handloftnet á 2 metrum og 70 sentímetrum frá fyrirtækinu Arrow Antenna sem nota má til fjarskipta um gervitungl og sem nokkrir radíóamatörar hafa notað með góðum árangri hér á landi um árabil.

Hann fjallaði að lokum um geimfjarskipti og útskýrði m.a. töp vegna andrúmsloftsins, vegalengdar og seinkun á samskiptum vegna vegalengdar.

Njáll svaraði spurningum viðstaddra greiðlega og voru menn mjög ánægðir með greinargott erindi og hlaut hann gott klapp að lokum. Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta sólríka fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 9. maí. Njáll Hilmar Hilmarsson TF3NH flutti erindi um gervihnetti. Á myndinni skoðaði hann Iridium gervitunglið og útskýrði m.a. getu þess til fjarskipta.
Njáll útskýrði þau mörgu not sem iðnaðurinn (í víðum skilningi) hefur af fjarskiptum um gervihnetti og sýndi okkur m.a. myndir frá heimsókn hans til Þýskalands þar sem uppsettir eru á tiltölulega litlu landsvæði yfir 70 gervihnattadiskar og stýrt er frá sérstakri stjórnstöð.
Tiltölulega einfalt er að átta sig á töpum vegna vegalengdar í geimnum þegar slíkt er vel útskýrt af þeim sem til þekkir.
Njáll fór yfir SDR tæknina sem í dag er fáanleg við tiltölulega lágu verði fyrir radíóamatöra, m.a. til viðtöku merkja frá gervitunglum. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + fifteen =