,

NJÁLL TF3NH KEMUR Í SKELJANES Á FIMMTUDAG

Síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febrúar-maí 2019 verður í boði fimmtudaginn 9. maí kl. 20:30. Þá mætir Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, í Skeljanes og flytur erindi um „Gervihnattasamskipti“.

Talað verður um gervihnattasamskipti sem radíóamatörar nota og sem notuð eru í iðnaði. Farið verður yfir þróun í þessum geirum og m.a. rætt um samskiptaleiðir með ýkt töp, m.a. vegna speglunar merkja af tunglum og reikistjörnum.

Í kaffihléi mun Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, kynna niðurstöður í Páskaleikunum 2019 ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.

Félagsmenn mætið tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

.

Í kaffihléi verða kynntar niðurstöður í Páskaleikum ÍRA 2019 ásamt því að afhending verðlauna fer fram til þeirra sem náðu bestum árangri.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =