Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, gerði grein fyrir og kynnti úrslit í Páskaleikum ÍRA 2019 í Skeljanesi 9. maí. Leikarnir fóru fram 20.-21. apríl s.l. og var þátttaka góð en 17 leyfishafar skiluðu inn gögnum, af 20 skráðum. Keppnisreglum var breytt fyrir viðburðinn og sagði Hrafnkell að vænta mætti smávægilegra breytinga fyrir leikana á næsta ári (2020).
Þátttakendur voru ágætlega dreifðir um landið þótt flestir væru á Reykjavíkursvæðinu. Fjöldi sambanda í gagnagrunni var 390 og heildarvegalengd var alls 22.713 km. Leikarnir fóru fram á 2, 4, 6 og 80 metrum og 70 og 23 sentímetra böndunum.
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA afhenti verðlaunagripi. Nánar verður sagt frá viðburðinum og úrslitum í grein í 3. tbl. CQ TF 2019 sem kemur út 30. júní n.k.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!