,

Páskaleikarnir 2019, úrslit og verðlaun

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, gerði grein fyrir og kynnti úrslit í Páskaleikum ÍRA 2019 í Skeljanesi 9. maí. Leikarnir fóru fram 20.-21. apríl s.l. og var þátttaka góð en 17 leyfishafar skiluðu inn gögnum, af 20 skráðum. Keppnisreglum var breytt fyrir viðburðinn og sagði Hrafnkell að vænta mætti smávægilegra breytinga fyrir leikana á næsta ári (2020).

Þátttakendur voru ágætlega dreifðir um landið þótt flestir væru á Reykjavíkursvæðinu. Fjöldi sambanda í gagnagrunni var 390 og heildarvegalengd var alls 22.713 km. Leikarnir fóru fram á 2, 4, 6 og 80 metrum og 70 og 23 sentímetra böndunum.

Úrslit voru sem hér segir:

1. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN, 4.655 stig.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 3.456 stig.
3. Þórður Adolfsson, TF3DT, 3.249 stig.

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA afhenti verðlaunagripi. Nánar verður sagt frá viðburðinum og úrslitum í grein í 3. tbl. CQ TF 2019 sem kemur út 30. júní n.k.

Skeljanesi 9. maí. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY umsjónarmaður páskaleikanna flutti fróðlegan inngang um leikana og helstu úrslit. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Keli sýndi áhugaverðar glærur frá niðurstöðum leikanna, m.a. þessa sem sýnir lengstu sambönd í km á hverju bandi.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN varð í 1. sæti í Páskaleikunum 2019 með 4.655 stig. Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA, les upp textann af verlaunagripnum. Óðinn Þór átti ekki heimangengt en Hrafnkell Sigurðsson TF8KY tók á móti verðlaununum félagsins fyrir hans hönd. Ljósmynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY varð í 2. sæti í Páskaleikunum 2019 með 3.456 stig. Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA afhenti honum verðlaunagrip félagsins. Ljósmynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Þórður Adolfsson TF3DT varð í 3. sæti í Páskaleikunum 2019. Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA afhenti honum verðlaunagrip félagsins. Ljósmynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Glæsilegir verðlaunagripir í Páskaleikum ÍRA 2019. Þeir voru framleiddir af fyrirtækinu Marko-Merki í Hafnarfirði. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 1 =