,

FYRSTU QSO FRÁ TF3IRA UM ES‘HAIL-2/P4A

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF-stjóri ÍRA og Erik Finskas TF3EY/OH2LAK, settu upp búnað og gerðu tilraunir í gegnum nýja Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í fjarskiptaherbergi ÍRA þann 9. maí. Til að gera langa sögu stutta, náðust 13 sambönd á SSB frá TF3IRA í gegnum nýja tunglið. Fyrsta sambandið var við IT9CJC á Sikiley þann 9. maí kl. 20:40 GMT. Önnur DXCC lönd voru CT1, DL, EA5, F, G, OZ, PA og PY. Til viðmiðunar má geta þess, að fjarlægðin frá Íslandi til Brasilíu (PY2RN) er 9.937 km.

Settur var upp 85 cm metra diskur á þrífót við austurglugga á herberginu sem gaf góð merki. Fimm dögum áður hafði verið prófað að taka á móti merkjum frá tunglinu á 40 cm disk í salnum á neðri hæð sem gekk vel og þann 11. apríl hafði Erik náð merkjum í fjarskiptaherberginu með því að taka á móti merkjum á LNB (einnig í gegnum glugga).

Ari og Erik lánuðu búnaðinn sem til þurfti og var settur upp til bráðabirgða, en Kenwood TS-2000 stöð félagsins og annar búnaðar stöðvarinnar var einnig notaður. Þeir félagar, Ari og Erik, voru að vonum hæstánægðir með árangurinn. Stefnt er að því að varanlegur búnaður til fjarskipta frá TF3IRA um Oscar 100 verði settur upp fyrir lok næsta mánaðar (júní).

Fjarskiptaherbergi TF3IRA 9. maí 2019. Frá vinstri: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ari Þór Jóhannesson TF1A og Erik Finskas TF3EY/OH2LAK. Erik er á hljóðnemanum á SSB frá TF3IRA í fyrsta sambandinu frá Íslandi í gegnum nýja gervitunglið. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Erik, TF3EY/OH2LAK, tók alls 13 sambönd frá félagsstöðinni TF3IRA á SSB í gegnum nýja tunglið. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × three =