,

GEORG TF2LL FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes 2. maí og flutti erindið „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“. Eins og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL er ein sú besta hér á landi á meðal radíóamatöra, auk þess sem fjarskiptatæki og annar búnaður stöðvarinnar er í fremstu röð.

Erindi Georgs var vel flutt, áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt. Hann opnaði okkur sýn inn í þann heim sem flestir leyfishafar geta aðeins látið sig dreyma um – en fæstir hafa aðstöðu til að koma sér upp, þ.e. að setja upp nær 30 metra háan turn og stór og stefnuvirk loftnet.

Hann lýsti loftnetasögu TF2LL vel, þ.á.m. leyfisferli hjá opinberum aðilum (byggingarfulltrúa o.fl.) sem var langt og kostnaðarsamt, en það var síðan í júní 2010 að verkefnið komst á framkvæmdastig og undirstöður loftnetsturnsins voru steyptar. Eftir veðurtjón árin 2015 og 2016 eru loftnet hans nú orðin nokkuð örugg gagnvart veðrinu (eins og hann segir sjálfur).

Loftnet TF2LL eru frá OptiBeam í Þýskalandi, þ.e. OB 17-4 (40,15,20 og 10m), OB 9-3 (30, 17 og 12m) og OB 5-6 (6m) auk heimasmíðaðra vírneta fyrir 80 og 160m böndin. Erindi Georgs verður til birtingar í heild sinni á heimasíðu ÍRA innan tíðar.

Erindi Georgs var bæði vandað og vel flutt og hann svaraði spurningum félagsmanna greiðlega í líflegum umræðum. Að lokum fékk hann verðskuldað klapp og þakkir viðstaddra. Menn ræddu síðan málin allt fram undir kl. 23:30. Alls mættu 27 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta frábæra fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 2. maí. Georg Magnússon TF2LL flutti erindið „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“.
Frá erindi TF2LL þar sem hann skýrði m.a. undirbúning þess að því að taka ákvörðun um loftnetakaup. Á glærunni má sjá samaburð á SteppIR DB-42 og OptiBeam 17-4.
Í fundarhléi. Frá vinstri: Kristján Benediktsson TF3KB, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Mathías Hagvaag TF3MH, Bjarni Sverrisson TF3GB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón Björnsson TF3PW, Einar Kjartansson TF3EK, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Eiður Kristinn Magnússon TF3-071 og Sigmundur Karlsson TF3VE.
Í fundarhléi. Georg Magnússon TF2LL, Heimir Konráðsson TF1EIN og Ársæll Óskarsson TF3AO.
Í fundarhléi. Kristján Benediktsson TF3KB og Ágúst H. Bjarnason TF3OM.
Í fundarhléi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Georg hafði með sér til sýnis loftnetshluta úr loftnetum hans sem skemmdust í óveðrunum árin 2015 og 2016. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve + 15 =