Entries by TF3JB

,

Páskaleikarnir 2019, úrslit og verðlaun

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, gerði grein fyrir og kynnti úrslit í Páskaleikum ÍRA 2019 í Skeljanesi 9. maí. Leikarnir fóru fram 20.-21. apríl s.l. og var þátttaka góð en 17 leyfishafar skiluðu inn gögnum, af 20 skráðum. Keppnisreglum var breytt fyrir viðburðinn og sagði Hrafnkell að vænta mætti smávægilegra breytinga fyrir leikana á næsta ári (2020). […]

,

TF3NH RÆDDI UM GERVIHNETTI Í SKELJANESI

Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 9. maí og fjallaði um gervihnattasamskipti hjá radíóamatörum og iðnaðinum. Þetta var síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febúar-maí. Erindi hans var fróðlegt og áhugavert og veitti góða innsýn í þennan spennandi „heim“ fjarskiptanna sem radíóamatörum stendur til boða og iðnaðurinn notar. Hann fór yfir sendingar frá […]

,

NJÁLL TF3NH KEMUR Í SKELJANES Á FIMMTUDAG

Síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febrúar-maí 2019 verður í boði fimmtudaginn 9. maí kl. 20:30. Þá mætir Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, í Skeljanes og flytur erindi um „Gervihnattasamskipti“. Talað verður um gervihnattasamskipti sem radíóamatörar nota og sem notuð eru í iðnaði. Farið verður yfir þróun í þessum geirum og m.a. rætt um samskiptaleiðir með […]

,

VEL HEPPNAÐ KAFFISPJALL Á LAUGARDEGI

Kaffispjall á laugardegi var í boði í félagsaðstöðu ÍRA þann 4. maí, frá kl. 13:30. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með nýju Icom IC-9700 stöðina, nýjan FeelElec  FY-6800 „signal generator“ og loftnet og mælitæki til móttöku merkja frá nýja Oscar 100 gervitunglinu. Daggeir Pálsson, TF7DHP, mætti einnig á staðinn með nýja Kenwood TS-590SG […]

,

GEORG TF2LL FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes 2. maí og flutti erindið „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“. Eins og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL er ein sú besta hér á landi á meðal radíóamatöra, auk þess sem fjarskiptatæki og annar búnaður stöðvarinnar er í fremstu röð. Erindi Georgs var vel flutt, áhugavert, fróðlegt og […]

,

LAUGARDAGUR 4. MAÍ, OPIÐ Í SKELJANESI

Kaffispjall verður í boði í félagsaðstöðunni laugardaginn 4. maí. Húsið opnar kl. 13:30. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og tekur með sér nýjan kínverskan „generator“ sem nær upp í 60 MHz sem hann segir að sé „ótrúlega góður“ miðað við ótrúlega lágt verð. Sérstakur laugardagsgestur er Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri. Margt spennandi […]

,

GEORG TF2LL VERÐUR Í SKELJANESI 2. MAÍ

Georg Magnússon TF2LL kemur í Skeljanes fimmtudaginn 2. maí og flytur erindi undir heitinu:  „Loftnetabúskapur TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði“. Líkt og flestum er kunnugt, er loftnetsaðstaða TF2LL ein sú besta á meðal radíóamatöra hér á landi, auk þess sem fjarskiptabúnaður stöðvarinnar er í fremstu röð.  Eftir veðurtjón árin 2015 og 2016 hefur hann endurnýjað […]

,

PÁSKALEIKARNIR, LEIÐRÉTTINGAR OG VERÐLAUN

Sælir félagar! Takk fyrir þátttökuna og frábæra skemmtun í páskaleikunum 2019. Það fréttist af allskonar tilraunum, svaðilförum og uppátækjum…allt til að koma sem mestu í logginn. Nú verður kerfið opið til leiðréttinga fram að næstu helgi. Lokað verður fyrir leiðréttingar á miðnætti aðfaranótt sunnudags 28. apríl. Síðan verður verðlaunaafhending í félagsheimili ÍRA í Skeljanesi fimmtudagskvöldið […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI Á SUMARDAGINN FYRSTA

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 25. apríl sem er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 2. maí. Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

,

PÁSKALEIKARNIR 2019, ORÐSENDING FRÁ TF8KY

Vefurinn er kominn upp og hægt að skrá sig til leiks. Ath. breyttar stigareglur, notum reitakerfið “Maidenhead Locator System” (Grid Locators). Frekari upplýsingar á leikjasíðunni. P.s. Nokkrir „böggar“ til staðar…ennþá er verið að vinna í verkefninu. Vefslóð:  http://vhfleikar.ira.is/Paskar2019/ Góða skemmtun de TF8KY. Viðbótarfréttir 19. apríl kl. 18:00Leikjasíðan uppfærð rétt í þessu. Listi yfir tíðnir sést […]