,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS

Námskeið ÍRA til amatörprófs 2019 var sett í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 18. október. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður setti námskeiðið að viðstöddum Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, formanni prófnefndar. Alls eru 19 þátttakendur skráðir að þessu sinni.

Námskeiðið hófst sama kvöld (18. október) og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 14. desember. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar, setti upp og vann skipulag námskeiðsins. Ýmist er kennt tvo eða þrjá daga í viku, þ.e. mánudag og miðvikudag eða mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 18:30-21:30. Kennarar eru tíu talsins:

Andrés Þórarinsson, TF3AM; Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU; Haukur Konráðsson, TF3HK; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Hörður Mar Tómasson, TF3HM; Jón Björnsson, TF3PW; Kristinn Andersen, TF3KX; Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og Þór Þórisson, TF1GW.

Stjórn ÍRA þakkar prófnefnd, umsjónarmanni og kennurum aðkomu að þessu mikilvæga verkefni, að ógleymdum rektor og stjórnarmönnum Háskólans í Reykjavík, fyrir aðgang að glæsilegu kennslurými skólans.

Stjórn ÍRA óskar þátttakendum góðs gengis.

Námskeiðs ÍRA til amatörprófs 2019 var sett í Háskólanum í Reykjavík 18. október. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 17 =