,

FLUGRADAR BÚNAÐUR KOMINN Í SKELJANES

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, settu upp ADSB loftnet fyrir flug radar og 1 GHz viðtæki í Skeljanesi 15. október. Búnaðurinn nemur merki frá flugvélum. Skoða má á heimasíðu viðtækisins þau svæði sem hann þekur. Vefslóðin er adsb.utvarp.com

Loftnetið var sett upp vestanmegin við húsið, en viðtækið er staðsett í fjarskiptaherbergi TF3IRA, tengt við 24“ borðskjá. Búnaðurinn kemur vel út að sögn TF1A og var hann ánægður með útkomuna eftir fyrstu prófanir.

Georg Kulp TF3GZ gengur frá lestingu fyrir loftnetið. Ljósmynd: TF3JB.
ADSB loftnetið komið upp á festinguna. Eftir var að ganga frá fæðilínunni þegar myndin var tekin. Ljósmynd: TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A prófar búnaðinn. Hann sagðist ánægður með útkomuna eftir fyrstu prófanir. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − 4 =