,

TF ÚTILEIKARNIR 2019; ÚRSLIT 17. OKTÓBER

Nýr viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður haldinn í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 17. október kl. 20:30. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna í Skeljanes og kynnir úrslit í leikunum 2019.

Viðurkenningar eru að venju vandaðar, en í tilefni 40. TF útileikanna er glæsilegur verðlaunabikar í 1. verðlaun. Viðurkenningarskjöl verða jafnframt afhent fyrir fyrstu fimm sætin.

Félagar eru hvattir til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður TF útileikanna.

Glæsilegur verðlaunabikar er í 1. verðlaun í TF útileikunum 2019. Ennfremur verða afhentar viðurkenningar fyrir bestan árangur í fyrstu fimm sætunum. Viðurkenningarskjölin voru útbúin af Brynjólfi Jónssyni TF5B viðurkenningastjóra ÍRA. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × two =