,

TF3RPK QRV Á NÝ FRÁ SKÁLAFELLI

Þau TF1A, TF3SUT, TF3DT, TF3GZ, TF3ML og Jessica (YL frá Kanada) gerðu ferð á Skálafell í dag, 12. október. Verkefnið var að gera við TF3RPK endurvarpann sem hafði verið úti í nokkur misseri.

Mynd til vinstri: TF3SUT á leið niður úr turninum eftir uppsetningu Diamond SE-300 loftnetsins. Mynd að ofan: TF3ML flutti tromluna með með Huber+Suhner ½“ heliax fæðilínunni á jeppakerru.

Verkefnið gekk að óskum og er TF3RPK nú QRV á ný á 145.575 MHz. Inngangstíðnin er -600 Hz og tónn er 88,5 Hz. Huber+Suhner  ½“ heliax fæðilína er notuð upp í Diamond SE-300 loftnetið.

Í dag (13. október) var komið á tengingum með 430 MHz hlekk við endurvarpana í Bláfjöllum og á Mýrum. TF3DT sá hópnum fyrir glæsilegum veitingum, sbr. meðfylgjandi ljósmynd af korditori tertu (merkt TF3RPK) frá Jóa Fel bakara.

Þakkir til hópsins fyrir verkefni vel úr hendi leyst.

TF3GZ og TF3DT koma fyrir Katherein loftnetinu fyrir 430 MHz hlekkinn. Ljósmynd: TF1A.
Jessica, YL frá Kanada, hjálpaði til með að klifra upp í turninn með TF2SUT. Ljósmynd: TF1A
Konditori terta TF3DT frá Jóa Fel bakara var merkt endurvarpanum, TF3RPK. LJósmynd: TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 11 =