Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna kynnti helstu niðurstöður og úrslit í Skeljanesi 17. október. Þar kom m.a. fram, að alls tóku 14 stöðvar þátt í ár, samanborið við 15 á síðasta ári (2018).
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF3EK undirbúning og umsjón leikanna. Síðan voru afhent veðlaun. Í tilefni 40. TF útileikanna voru 1. verðlaun glæsilegur verðlaunabikar (til eignar) og viðurkenningarskjöl fyrir fimm efstu sætin:
Alls mættu 26 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðviðri í Vesturbænum.
(Niðurstöður verða birtar í heild ásamt ljósmyndum í 1. tbl. CQ TF sem kemur út 26. janúar 2020).
Einar Kjartansson TF3EK, umsjónarmaður, kynnti helstu niðurstöður og úrslit í TF útileikunum 2019. Ljósmynd: TF3jB.Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA afhenti Hrankeli Sigurðssyni TF8KY glæislegan verðlaunabikar og verðlaunaskjal fyrir bestan árangur í leikunum 2019. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON. Vilhjálmur Þór Kjatansson TF3DX og XYL Guðrún Hannesdóttir TF3GD fylgdust með verðlaunaafhendingunni. Þess má geta, að Vilhjálmur er líklega sá leyfishafi sem hefur tekið þátt í flestum TF útileikum frá upphafi (í 40 ár) og sagðist hann líklega bara hafa misst af tveimur útileikum. Hann tók að sjálfsögðu þátt í útileikunum 2019. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.Eftir verðlaunaafhendingu og kaffi var fjarskiptaherbergi TF3iRA vinsælt. Á myndinni má sjá aöstöðu félagsins til gervitunglafjarskipta. Næst stöðinni eru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ. Aðrir sem sjást á mynd (frá vinstri): Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Þorvaldur Bjarnson TF3TB og Badvin Þórarinsson TF3-033. LJósmynd: TF3JON.Þórður Adolfsson TF3DT og Óskar Sverrisson TF3DC sögðu að skilyrðin á 40 metrum væru góð. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!